24 stundir - 04.01.2008, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir
Ármúla 23
Reykjavík
Sími: 510 0000
Brekkustíg 39
Njarðvík
Sími: 420 0000
Miðási 7
Egilsstöðum
Sími: 470 0000
Grundargötu 61
Grundarfirði
Sími: 430 0000www.besta.is
Allt í drasli mælir með
SETTU ALLT
Í KASSANA
Hentugir geymslukassar af öllum
stær›um og ger›um sem passa
vel undir jólaskrauti› e›a anna›
dót sem þarf a› geyma.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
14
3
9 25% afsláttur
af frábærum köss
um til að
skipuleggja heimi
lið
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Lögreglan hefur nú í rannsókn
stærsta stuld á bókum og ritum
sem framinn hefur verið á Íslandi.
Tugum bóka var stolið úr dánarbúi
Böðvars Kvarans á seinni hluta árs-
ins 2006 og fyrri hluta ársins 2007.
Flestar bókanna eru afar verðmæt-
ar fornbækur, frumútgáfur og illfá-
anlegar annars staðar. Talið er ljóst
að verðmæti bókanna hlaupi á tug-
um milljóna og jafnvel allt upp í
hundrað milljónir. Lögreglan birti í
gær lista yfir þær bækur sem enn er
saknað úr safninu.
Verðmætið tugir milljóna
Hjörleifur Kvaran, sonur Böðv-
ars, segir að synir Böðvars hafi kært
málið til lögreglu síðasta haust. Það
sé nú í rannsókn og að því er hann
best viti sé rannsóknin á lokastigi.
„Grunsemdir um þennan þjófnað
komu upp snemma síðasta árs og
við fengum þær síðan staðfestar. Þá
var ákveðið að kæra málið til lög-
reglu til að reyna að endurheimta
bækurnar en verðmæti þeirra
hleypur á tugum milljóna.“
Vitorðsmenn eru þekktir
Hjörleifur segir að hann viti að
bækur úr safninu hafi lent í hönd-
um eigenda Fornbókabúðar Braga
Kristjónssonar en ásamt Braga er
Ari Gísli sonur hans eigandi búð-
arinnar. „Það er ljóst að eigendur
verslunarinnar voru vitorðsmenn í
málinu. Þetta veit ég vegna þess að
17. mars á síðasta ári fór ég og
ræddi við Braga Kristjónsson og
hann sagði mér að þeir feðgar
hefðu fengið bækur úr safninu í
hendurnar. Eftir það samtal fékk ég
í hendurnar bækur sem þeir sögð-
ust hafa fengið úr safninu en það
voru sárafá eintök, ekki nema
brotabrot af því sem saknað er.
Stór hluti af því sem mér var skilað
var hins vegar ekki úr safni föður
míns heldur eitthvað allt annað. Ég
veit líka fyrir víst að þeir höfðu
undir höndum allar þær bækur
sem stolið var. Um það liggur fyrir
játning frá þeim sem stal bókun-
um. Þetta hef ég eftir lögreglunni.“
Ekki ánægja af þýfi
Hjörleifur leggur áherslu á að
listarnir yfir bækurnar sem vantar
séu birtir með leyfi kærenda. „Það
gerum við til að reyna að höfða til
samvisku þeirra sem hafa þessar
bækur undir höndum. Ég geri ekki
ráð fyrir því að þeir valinkunnu
sæmdarmenn sem keypt hafa þess-
ar bækur hafi mikla ánægju af að
horfa á þýfi uppi í skáp hjá sér.“
Bókunum að sögn skilað
Ari Gísli Bragason, annar eig-
andi Fornbókabúðarinnar, segir að
þeir feðgar hafi fengið bækur í
hendur úr safni Böðvars. „Við
fengum nokkrar bækur, ég man nú
ekki hvað þær voru margar, en við
skiluðum þeim öllum þegar haft
var samband við okkur. Við feng-
um ekkert meira af þessum bókum
en þetta.“ Ari Gísli segir að hann
hafi gefið skýrslu um málið hjá lög-
reglunni. Aðspurður hvort þeir
feðgar hafi verið ákærðir eða sæti
rannsókn segist Ari Gísli ekki vita
til þess. „Ég veit ekki til þess að við
liggjum undir grun. Ég veit ekki
neitt um afganginn af þessum bók-
um en við höfum ekki fengið þær.
Við ætluðum að taka þessar bækur
í sölu en þegar haft var samband
við okkur og við fréttum hvernig í
málinu lá þá skiluðum við þeim.“
Þegar ásakanir Hjörleifs um að
þeir feðgar hafi fengið allar bæk-
urnar í hendur eru bornar undir
Ara Gísla svarar hann því að svo sé
ekki. „Það er ekki þannig.“
ÞEKKIR ÞÚ MÁLIÐ?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Bóksalar tóku við þýfi
Sonur bókasafnara sakar fornbókasala um vitorð í stærsta bókastuldi á Íslandi Verð-
mæti bókanna hleypur á tugum milljóna Bóksalarnir segjast hafa skilað bókunum
Neitar Ari Gísli segir að
bókum úr safni Böðvars
hafi verið skilað.
➤ Meðal bókanna sem saknaðer úr safni Böðvars Kvarans
eru Konungasögur Snorra
Sturlusonar frá árinu 1633 og
Völuspá frá sautjándu öld.
➤ Lögreglan segir málið í rann-sókn en vildi ekki staðfesta
að neinn lægi undir grun.
STÓRÞJÓFNAÐUR
Nýgengi skorpulifrar á Íslandi er
hið lægsta sem þekkist meðal vest-
rænna þjóða og hefur það minnk-
að um 27 prósent á sama tíma og
áfengisneysla hefur aukist um 120
prósent, að því er segir í grein
Bjarna Þjóðleifssonar meltingar-
læknis í nýjasta tölublaði Lækna-
blaðsins.
Rannsókn fyrir tímabilið 1950 til
1990 sýndi að nýgengi var að með-
altali 4,8 tilfelli árlega fyrir 100 þús-
und íbúa. Á árunum 1994 til 2003
var nýgengi 3,4 sem er fjórum til
sex sinnum lægra en hjá flestum
öðrum vestrænum þjóðum.
Alkóhólismi er langalgengasta
orsök skorpulifrar meðal vest-
rænna þjóða. Næst á eftir kemur
lifrarbólga C. Fari þessir sjúkdóm-
ar saman margfaldast skaðsemin.
Lifrarbólga C er nýr sjúkdómur á
Íslandi og er hún mest bundin við
fíkniefnaneytendur. Bjarni bendir á
að nýgengi skorpulifrar gefi vís-
bendingu um forvarnir og heil-
brigðisþjónustu varðandi alkóhól-
isma og lifrarbólgu C.
Fá tilfelli
skorpulifrar
Fækkar um leið og
áfengisneysla eykst
Kristmundur Ingþórsson, bóndi í
Enniskoti í Víðidal, var hætt
kominn á nýársdag. Kristmundur
var þá að gefa hrossum sínum en
ekki vildi betur til en svo að hann
keyrði dráttarvél á rafmagnslínu
sem hafði losnað. Tvö hross
drápust og dekk dráttarvél-
arinnar bráðnuðu.
Kristmundur segir að leiðinda-
veður hafi verið, éljagangur, sem
hafi komið í veg fyrir að hann sæi
strenginn. „Svo veit ég ekki fyrri
til en ég sé hrossin skjögra í
kringum mig og fyrir aftan mig
liggja tvö hreyfingarlaus. Þá verð
ég var við að það byrjar að rjúka
undan vélinni. Þá rak ég í bakkgír
en fékk talsvert högg við það. Ég
man að ég hugsaði að ég mætti
alls ekki stökkva út úr vélinni, þá
ætti ég á hættu að fá raflost.“
Kristmundur segist vera búinn að
ræða við RARIK og þar hafi
menn tekið honum vel.
Hárrétt viðbrögð
Pétur Vopni Sigurðsson, net-
stjóri RARIK á Norðurlandi, segir
að spenna á Múlalínu, sem Krist-
mundur rakst í, sé 19.000 volt.
Hann segir að Kristmundur hafi
brugðist hárrétt við. „Aðalatriðið
er að vera kyrr í vélinni því að
dekkin einangra.“ Pétur segir ekki
algengt að svona slys hendi þó að
nokkur dæmi séu um það.
freyr@24stundir.is
Hárrétt viðbrögð bónda
björguðu líklega lífi hans
Jan-Erik Enestam, framkvæmda-
stjóri Norðurlandaráðs, telur að
það væru mikil mistök að leggja
niður Norræna þróunarsjóðinn og
hann hefur lýst þessu við finnska
fjölmiðla. Norrænu félagsmálaráð-
herrarnir vilja hætta að fjármagna
Þróunarsjóðinn (NDF) sem myndi
að öllum líkindum leiða til þess að
hann yrði á endanum lagður niður.
Í greininni, sem fleiri þingmenn
standa að, er lögð áhersla á að
fremur ætti að efla Þróunarsjóðinn
og miðla norrænni umhverfisþekkingu svo hún geti nýst vel í þróun-
arlöndunum. Enestam vonast til þess að stjórnmálaumræðan leiði til
þess að Norræni þróunarsjóðurinn starfi áfram að verkefnum á um-
hverfissviðinu, þannig að norræn þekking nýtist sem best í framtíðinni
til að hamla gegn umhverfisvanda af völdum loftslagsbreytinga.
beva@24stundir.is
Norræni þróunarsjóðurinn lifi