24 stundir - 04.01.2008, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir
Fyrsta kolaorkuverið sem reist
hefur verið í Bretlandi í þrjá
áratugi hefur hlotið samþykkt
skipulagsyfirvalda. Er því ætl-
að að leysa eldra ver af hólmi
fyrir árið 2012. Áformin hafa
verið harðlega gagnrýnd af
umhverfisverndarsamtökum.
Segja talsmenn yfirvalda að
ströngum umhverfisstöðlum
verði fylgt. Bretland standi
frammi fyrir miklum vanda í
orkumálum, en þessum fram-
kvæmdum sé ætlað að sjá
milljón heimila fyrir orku. aij
Lundúnir
Kolakynt
raforkuver rís
STUTT
● Sjálfstæði Grænlands Gengið
verður til þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðskilnað Græn-
lands og Danmerkur 25. nóv-
ember. Þetta kom fram í
nýársávarpi Hans Enoksens,
formanns grænlensku lands-
stjórnarinnar.
● Einmana Eyjamenn Það há-
ir mannlífi í Færeyjum að fólki
fjölgar ekki svo nokkru nemur.
Einnig hefur neikvæð áhrif á
eyjalífið að konur eru 2.000
færri en karlar. Þetta sagði Ják-
up á Dul Jacobsen, sem á Ís-
landi er kenndur við Rúmfa-
talagerinn, í útvarpsviðtali.
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Sænska neyðarþjónustan hefur
mælst til þess að stjórnvöld herði
reglur um flugelda. Hvetur neyðar-
þjónustan til þess að bann verði sett
á sölu stærri flugelda til einstaklinga
og að aðgerðir lögreglu gegn ólög-
legri sölu flugelda verði efldar.
Um áramótin stórslasaðist 16 ára
drengur þegar hann reyndi að
kveikja aftur í flugeldi sem ekki
hafði sprungið. Í framhaldi af því
leiddi könnun meðal lesenda
sænska Aftonbladet í ljós að rösk
73% styðja algert sölubann eða
bann við sölu ákveðinna gerða flug-
elda.
Öryggisreglur frá ESB
Bann við allri sölu flugelda
myndi tæpast fást samþykkt hjá
ESB, að sögn Torkel Schlegels, yf-
irmanns eld- og sprengivarnar-
deildar neyðarþjónustunnar.
„En við getum örugglega sett
reglur um hvar og hvenær má nota
flugelda. Okkur er ekki skylt að
leyfa flugeldasýningar á þéttbyggð-
um svæðum og gætum til dæmis
sett reglur um 500 metra fjarlægð
frá næstu byggð,“ segir Schlegel.
Lena Olsson, þingmaður Vinstri-
flokksins, tekur í sama streng.
„Sveitarfélög ættu að vísa á svæði
þar sem óhætt er að skjóta flugeld-
um. Það mætti líka takmarka þann
tíma sem sala flugelda er leyfileg,“
segir Olsson.
Stjórnvöld þurfa að herða reglur
ESB raðar flugeldum í öryggis-
flokka eftir afli, en hvert ríki hefur
svo visst svigrúm til að ákveða
hvaða flokkar eru seldir hverjum.
„Það er ljóst að maður verður að
setja spurningarmerki við að vörur
sem eru nógu kraftmiklar til að
drepa mann séu seldar almenn-
ingi,“ segir Torkel Schlegel og hvet-
ur stjórnvöld til að banna almenna
sölu á stærstu flugeldunum sem
fyrst.
Hertum reglum þyrftu að fylgja
hert viðurlög við ólöglegri flugelda-
sölu, segir Lars Tonneman, yfir-
maður hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra.
„Lögreglan hefur bara bolmagn
til að taka á alvarlegustu brotunum.
Þar sem refsingin við þessum brot-
um er sektargreiðsla, ýtir maður
þessum málum til hliðar,“ segir
Tonneman.
Hvatt til flugelda-
banns í Svíþjóð
16 ára drengur liggur á sjúkrahúsi eftir að flugeldur sprakk við andlit hans
Ljósadýrðin Getur verið
skeinuhætt ef hún er of ná-
lægt þeim sem dást að.
➤ Fjórir Svíar hafa látist í flug-eldaslysum síðan árið 1998.
➤ Árlega verða 300 Svíar fyriralvarlegu líkamstjóni af völd-
um flugelda.
➤ 90% þeirra sem slasast erukarlmenn. Þriðjungur er yngri
en 18 ára.
➤ Í Svíþjóð er bannað að seljaeinstaklingum undir 18 ára
aldri flugelda.
FLUGELDASLYS
„Blásýru hefur verið komið í
fjölda flaskna í verslunum ykkar.“
Svona hljóðaði handskrifuð orð-
sending sem Sydsvenskan hermir
að nokkrum áfengisútsölum í suð-
urhluta Svíþjóðar hafi borist
skömmu fyrir áramót.
Bréfin voru póstlögð í Dan-
mörku hinn 21. desember. Beind-
ust hótanirnar gegn sjálfsaf-
greiðsluverslunum, en ekki
verslunum þar sem varningurinn
er enn afgreiddur yfir búðarborð.
Stjórnendur Systembolaget
ákváðu að höfðu samráði við lög-
reglu að líta á hótanirnar sem
ógrundaðar. Tvær verslanir voru
þó lokaðar í nokkrar klukkstundir.
„Við könnuðum hvort eitthvert
sannleikskorn væri í þessu. Lög-
reglan taldi enga hættu vera á ferð-
um,“ segir Lennart Agen, upplýs-
ingafulltrúi Systembolaget. Agen
vildi ekki tjá sig um hvaða versl-
unum var hótað fyrr en lögregla
lýkur rannsókn sinni. aij
Áfengiseinkasala Svíþjóðar, Systembolaget
Hóta því að blásýra
sé í brennivíninu
Hæstiréttur Kína
beinir þeim fyr-
irmælum til undir-
réttar að fangar
verði teknir af lífi
með banvænni
sprautu. Til þessa
hefur tíðkast að
skjóta hina dauða-
dæmdu. Segja yfirvöld nýju að-
ferðina vera mun mannúðlegri og
halda þau því fram að dauða-
dæmdir fangar og fjölskyldur
þeirra styðji breytingarnar.
Kínverjar eru þjóða duglegastir í
að framfylgja dauðarefsingum, en
mannréttindasamtökin Amnesty
International áætla að árið 2006
hafi 1.010 fallið fyrir kúlum kín-
verskra böðla. aij
Kína
Aftökur gerðar
mannúðlegri
Foreldrum sextán mánaða stúlku
brá í brún þegar hún var farin að
kjamsa á hassmola í sandkassa á
Norðurbrú. Telur lögregla fíkni-
efnasala hafa falið molann á leik-
vellinum.
Stúlkunni varð ekki meint af eftir
aðhlynningu lækna og fíkniefna-
hundar lögreglu fundu ekki frek-
ari fíkniefni á leikvellinum. aij
Kaupmannahöfn
Borðaði hass
í sandkassa
Innritun hafin!
Sjóðheitt dans- og púlnámskeið í boði
fyrir 16 ára og eldri, bæði stelpur og stráka.
Í boði er spennandi og krefjandi 9 vikna
námskeið fyrir þá sem elska að dansa og hafa
áhuga á að koma sér í form!
• Kennt er í lokuðum hópum
• Tímar fyrir byrjendur og lengra komna
• Ýmsir dansstílar kynntir s.s.
jazz – musical – street – lyrical og modern.
Námskeið hefst 7. janúar.
Vertu með!
Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is
D
a
n
ss
tu
d
io
J
S
B
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
DAN
SSTUDIO J
SB