24 stundir - 04.01.2008, Side 10

24 stundir - 04.01.2008, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Norsk almenningshlutafélög héldu aukahluthafafundi í gríð og erg fyrir áramótin til að ná að uppfylla skilyrði laga, sem þá gengu í gildi, um 40% hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. Í 24 stundum í gær kemur fram að talið sé að um 80% norskra almenningshlutafélaga hafi náð að jafna kynjahlutfallið í stjórn hjá sér fyrir áramót. Afgangurinn nýtir væntanlega aukafrest til febrúarloka. Lögin voru sett fyrir fjórum árum. Þá var hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi 9%, lítið eitt hærra en í stjórnum 100 stærstu fyrirtækjanna á Ís- landi samkvæmt könnun, sem gerð var á síðasta ári. Í Svíþjóð, þar sem hlutfallið er næsthæst, er það enn undir 20%. Í Bandaríkjunum er hlutur kvenna í stjórnum 500 stærstu fyrirtækjanna um 15%. Það er engan veginn æskilegt að stjórnvöld grípi fram fyrir hendurnar á eigendum fyrirtækja til að ná jafnréttismarkmiðum. Hins vegar verður að ætla að þegar norsku fyrirtækin voru þvinguð til að fjölga konum í stjórn, hafi þau sótzt eftir konum, sem þau töldu hæfar. Þeir, sem segja að ekki sé völ á jafnhæfum konum í stjórn fyrirtækja og körlum, hljóta nú að fylgjast spenntir með því hvort gengi norskra almenningshlutafélaga fer versnandi á næstu árum, í samanburði við t.d. íslenzk eða bandarísk fyrirtæki. Fram hefur komið að Glitnir og Kaupþing, sem eiga dótturfélög í Nor- egi, hafa þegar uppfyllt skilyrðið um 40% hlut kvenna í stjórn. Í stjórn Glitnis á Íslandi situr hins vegar ein kona í sjö manna stjórn og hjá Kaup- þingi er ein kona í níu manna stjórn. Það er hlutfall upp á 11-14%. Ætli eigendur Glitnis og Kaupþings telji að dótturfyrirtækjum þeirra í Noregi sé verr stjórnað en móðurfélögunum á Íslandi? Varla. Þrátt fyrir ótal yfirlýsingar íslenzkra fyrirtækja og samtaka þeirra um að auka þurfi hlut kvenna við stjórnvölinn, virðist það ganga ósköp hægt – sum síðustu ár hefur hlutfall kvenkyns stjórnarmanna hjá stærstu fyrirtækjunum jafnvel lækkað. Þetta má setja í samhengi við það, sem 24 stundir sögðu frá rétt fyrir jólin; að minnihluti fyr- irtækja í Kauphöll Íslands fer eftir tilmælum kaup- hallarinnar, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um að a.m.k. tveir stjórnarmenn séu óháðir stórum hluthöfum í félaginu. Nóg er til af hæfum konum með reynslu af fyrirtækjarekstri, sem standa utan karlaklúbba viðskiptalífsins. Á meðan ekkert gerist, fá sjónarmið þeirra, sem vilja lagasetningu um kynjakvóta, hins vegar byr und- ir báða vængi. Vilja eigendur fyrirtækja það? Konur við stjórn SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Ég verð alltaf jafnundrandi þegar stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig þokkalega alvarlega taka þannig til orða að þeir vilji ekki ganga í Evrópu- sambandið, af- sala sér með því fullveldi og fá yfir sig allt það reglu- gerðafargan sem því fylgir. Hafa Svíþjóð, Dan- mörk eða Finnland afsalað sér fullveldi? Nokkrir stjórn- málamenn gripu enn einu sinni til þessara ummæla nú um ára- mótin. Það kemur reglulega fram í umræðum um þessi efni þegar þátttakendur eru einstaklingar sem hafa þekkingu á þessu sviði, eins og t.d. prófessorar … Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is BLOGGARINN Fullveldi og ESB Fyrir jólin kúgaði Evrópusam- bandið símafélög álfunnar til að lækka verð á reikisamtölum er- lendis. Vodafone barðist hart gegn lækkuninni eins og önnur síma- félög. Í fyrsta tölublaði dag- blaða nýs árs aug- lýsir Vodafone lækkun með fyr- irsögninni: Evr- ópa fellur. Auglýsingin lætur í veðri vaka, að lækkunin sé árang- ur feiknaástar fyrirtækisins á við- skiptamönnum. Hún er samin af ímyndarfræðingum, sem bara kunna að spinna ... [...] það var ekki ást símafélaga á kúnnunum, heldur hrammur Evrópu, sem stýrði þessu. Jónas Kristjánsson jonas.is Evrópa fellur Það eru víðar smíðuð nýyrði en í íslensku, þar á meðal í ensku en þar er nafnorðið commentariat að ryðja sér rúms um þann hóp manna, sem segir álit sitt á fréttum eða skýrir þær. Orðið er smíðað úr tveimur orð- um commentator (álitsgjafi) og proletariat (ör- eigar). Fyrst birtist það op- inberlega árið 1993 í grein í The Washington Post. Til skýringar á orðinu er sagt, að það nái til dæmis til stjórnenda umræðu- þátta og gesta þeirra, dálkahöf- unda blaða og tímarita og póli- tískra bloggara. Nú þarf að huga að íslensku nýyrði ... Björn Bjarnason bjorn.is Nýyrði verða til Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Forsíðufrétt 24 stunda í gær bar fyrirsögn- ina „eyddi fóstri heima“. Fréttin fjallar um konu sem kaus að taka svokallaða fóstureyðingarpillu í stað þess að fara í svæfingu og aðgerð á spítala til að láta fjarlægja fóstrið. Samkvæmt ráðleggingum lækna átti konan að vera á spítalanum til eftirlits á meðan lyfið eyddi fóstrinu. Því hafnaði konan og fékk eftir nokkrar umræður að fara heim til sín og vera með sínum nánustu á meðan lyfið gerði sitt. Yfirlæknir á kvennadeildinni sem blaðið ræddi við tekur þó sérstaklega fram að slíkt sé ekki í boði fyrir konur vegna þeirrar áhættu sem fylgir lyf- inu. Frásögn konunnar vekur upp spurningar um valfrelsi í heilbrigðisþjónustu og í þessu tilfelli í því ferli sem fóstureyðing er. Óskir kvenna um hvernig meðferð þeirra er háttað geta verið mjög ólíkar. Á meðan einni konu finnst gott og traustvekjandi að dvelja á spítala á meðan fóstureyðingarpillan verkar á líkama hennar finnst þeirri næstu mjög óþægilegt að vera innan um ókunna á sjúkrastofnun og myndi heldur kjósa að dvelja á heimili sínu. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga er öllum frjálst að hafna þeirri meðferð sem þeim stendur til boða, jafnvel þó það gangi gegn læknisráði. Konur geta því auðveldlega kosið að hafna þeim þætti meðferð- arinnar sem snýr að eftirliti eftir inntöku fóstureyð- ingarlyfsins, jafnvel þótt læknir ráðleggi annað. Konan tekur þá sjálf ábyrgð á afleiðingum ákvörðunar sinnar. Ráðleggingar lækna eru svo sérkapítuli út af fyrir sig. Ég get ekki lagt mat á það hvort ráð- leggingar þessa tiltekna læknis sem sagt er frá í fréttinni eru réttar eða rangar. Við hljótum þó öll að vona að ráðleggingar lækna taki mið af reynslu og viðhorfi sjúklinga, eða í því tilfelli sem hér um ræðir, kvenna sem eru fullfrískar á leið í fóstureyð- ingu. Þannig verður þjónustan betur sniðin að þörfum hvers og eins og sjálfsákvörðunarréttur einstaklings- ins hafður í hávegum. Höfundur er í ráði Femínistafélags Íslands Heima er best – að sumra mati ÁLIT Auður Magndís Leiknisdóttir audurm@gmail.com upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Bilablad Serblad 24 stunda 8.jan.2008

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.