24 stundir - 04.01.2008, Page 19

24 stundir - 04.01.2008, Page 19
Líkamshár vaxa ekki aftur þykk, gróf og í meira magni ef leggirnir eru rakaðir. Hrein og klár mýta, leiða nýjustu rannsóknir í Banda- ríkjunum í ljós. Hárin líta hins vegar út fyrir að vera þykkari vegna þess að skorið er þvert á þau. Sé notað vax er allt hárið fjarlægt, því er það svo að þegar hárið vex aftur í eðlilegri mynd virðist það fín- gerðara vegna þess að hárendinn er spírallaga. Vísindamenn í Háskólanum í Indiana hröktu nokkrar mýtur er hrella fólk í daglegu lífi. Þeirra á meðal mýtuna um að meinhollt sé að drekka 8 glös af vatni á dag. Nóg af vatni fæst með neyslu ávaxta, mjólkur, kaffi og tedrykkja. Þá leiddu niðurstöður í ljós að það sé jafnvel skaðlegt líkamanum að drekka of mikið af vatni, það skapi óþarfa álag á líffæri líkamans, þar á meðal þvagblöðruna. Þá var hrakin mýtan um að léleg birta hafi slæm áhrif á sjón, þrátt fyrir að slæm birtuskilyrði skapi tímabundið álag á augun séu áhrif- in alls ekki til langs tíma. Ástæður hrakandi sjónar séu allt aðrar. Syfjaður af osti? Þá er rangt að maðurinn noti aðeins 10% heilans. Það hafa rann- sóknir á fólki með heilaskaða leitt í ljós. Heilaskemmd hvar sem er í heilanum hefur þau áhrif að færni manns á einhverju sviði er skert. Þá sýna myndir af heilanum að virkni í heila er ekki staðbundin og ekkert svæði hans hafði enga virkni. Farsímar hafa hverfandi áhrif á segulsvið innan sjúkrahúsa og eng- inn ætti að verða syfjaður af kal- kúnaáti. Í kalkúnakjöti finnst að vísu efni er kallast tryptophan sem er þekkt fyrir að valda syfju. Magn- ið er hins vegar fremur lítið meðan mun meira magn efnisins finnst í svínakjöti og osti. Það er í góðu lagi að raka leggina og ekki hollt að sturta í sig vatni! Hreinar og klárar mýtur! 24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 19 Engiferrót er talin hafa lækn- ingamátt og góð áhrif á heilsu. Hún hefur verið einn af horn- steinum austurlenskra nátt- úrulækninga í þúsaldir. Jurtin hefur verið notuð til þess að örva meltingu og til að lækna maga- kveisur, lina höfuðverk (þ. á m. mígreni), slá á bólgu og gigt- arverki, meðhöndla nýrnakvilla, lina hálsbólgu og hósta og önnur einkenni kvefs. Engifer er allra meina bót Eitt af megineinkennum skamm- degisþunglyndis er að missa kraft og áhuga á áhugamálum og verk- um. Hins vegar er það svo að ef þrjóskan er notuð sem vopn og fólk pínir sig áfram og ákveður að lesa bók, fara á tónleika, í kvik- myndahús eða í göngutúr hefur það snör og góð áhrif á hið mein- lega þunglyndi sem allt líf drepur. Þeir þrjósku og einbeittu ráða betur við skammdegisþunglyndið. Þrjóskan er góður eiginleiki Á nýju ári er tilvalið að brydda upp á nýjungum í mataræðinu. Allir festast í fari hvað mataræðið varðar og eiga það til að velja allt- af sömu vörurnar í matarkörf- una. Eitt af því sem hægt er að gera er að bæta möndlum, hesli- hnetum, graskersfræjum, sólbló- mafræjum eða hörfræjum í mat- aræðið. Þá er góð hugmynd að eiga til á heimilinu gott hnetu- smjör án sykurs og aukafitu. Möndlur, fræ og hnetur

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.