24 stundir - 04.01.2008, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir
Rannsóknir hafa sýnt fram á að
ólífuolía er rík að A- og E-víta-
mínum og andoxunarefnum,
sem eru mikilvægasti þátturinn í
að viðhalda eðlilegu rakastigi og
þar með unglegu útliti húð-
arinnar. Ólífuolían er þekkt fyrir
að græða sár og endurnýja frumur
og heldur því húðinni unglegri.
Hún er einnig mjög góð fyrir hár,
endurnærir og gerir það líflegt og
fallegt. Einnig hefur notkun henn-
ar lagað ýmsa kvilla eins og flösu,
hárlos og kláða í hársverði. Ólífu-
olía hefur verið notuð í gegnum
aldirnar í húð- og hárvörur. Má
nefna að ítalska leikkonan Sophia
Loren þakkar fegurð sína og ung-
legt útlit notkun á ólífuolíu á húð
og hár. Ólífuolían er ennþá eitt
náttúrulegasta efnið sem notað er
í snyrtivörur.
Fáanlegar eru hér á landi mjög
virkar hágæðavörur frá Grikklandi
sem unnar eru úr ólífu, Olivia.
Þessar vörur hafa hjálpað fjöl-
mörgum notendum að halda húð
og hári í sínu besta formi og varið
gegn veðri og vindum. Þá hafa
þær reynst þeim vel sem eiga við
húðvandamál að stríða eins og
t.d. þurrk, exem o.fl. Einnig má
nota þær á börn.
Olivia er til í ýmsum vöru-
flokkum og má þar nefna sjampó,
næringu og djúpnæringu fyrir
hár, húðkrem, handkrem og ein-
stakt kornahreinsikrem sem unnið
er úr kjarna ólífunnar og gerir
hreint kraftaverk fyrir húðina.
Lykillinn að unglegu útliti og fegurð
Ólífuolía notuð gegnum aldirnar
Hægt er að fá Olivia-vörurnar í verslunum Hagkaupa, Fjarðarkaupum og Sam-
kaupum-Úrvali um land allt.
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Manneskja sem lifir heilsu-
samlegu lífi þarf ekki að fasta,“
segir Birna og nefnir að föstur
gegni þeim tilgangi að hvíla lík-
amann á slæmu mataræði og séu
upphaf á nýjum lífsstíl.
„Fasta gegnir þeim tilgangi að
rjúfa áskapaðan vítahring og ef
fólk lifir heilbrigðu lífi hefur fasta
ekki endilega tilgang til heilsu-
bótar. Það er miklu betra að velja
heilsusamlegan lífsstíl og sleppa
því að fasta,“ bætir Birna við.
Auglýsingaskrumið áberandi
Spurð hvað henni finnist um
það æði er skapast um föstur í
janúarmánuði segist Birna lítið
hrifin af því að fasta þá.
„Ég er ekki heilluð af föstum á
þessum árstíma. En æðið á sér
sálrænar ástæður meðal fólks,
það hefur borðað yfir sig, líður
illa og þráir einhverja tiltekt.
Auglýsingaskrum tengt föstu-
kúrum er áberandi á þessum
árstíma. Betra er að fasta á vorin
og haustin og þá þarf að und-
irbúa sig afar vel. Áður en fastan
hefst þarf að minnka við sig í
mat og borða léttara fæði í ein-
hvern tíma og eftir að föstu lýkur
þarf að byrja smátt. Það þýðir
náttúrlega ekki að hlaupa til og fá
sér pylsu og kók, þá er til lítils
unnið. Fastan á að vera byrjun á
nýjum og betri lífsstíl.“
Gott eftirlit er mikilvægt
Birna nefnir að ekki allir geti
fastað. Líkaminn þurfi að vera í
góðu ástandi, fituforði nægur og
enginn alvarlegur sjúkleiki má
vera til staðar.
„Góða þekkingu þarf til að rétt
sé að málum staðið og ekki er
rétt að ana af stað. Ég gæti mælt
með því að fólk fasti ef það er
uppfullt af sleni og slími, með
háa blóðfitu og með ýmsa smák-
villa og sé með það hugarfar að
vilja gera góða breytingu á lífsstíl
sínum.“
Aðspurð hvort þau auk- og eit-
urefni sem hreinsist út séu ekki
fljót til baka í líkamann segir hún
svo vissulega vera. „En auðvitað
aldrei í sama magni og áður ef
einhver breyting er gerð á mat-
aræðinu. Og þá má nefna að fasta
er ekki endilega líkamleg, hún er
gerð fyrir hugann líka og hugur
og líkami starfa saman. Líkaminn
áttar sig á því hvað hann nauð-
synlega þarf og hvað hann þarf
ekki í föstu.“
Fastan er orðin, eins og margt,
brengluð og notuð í röngum til-
gangi og Birna segir sérstaklega
bera á því að fasta sé skyndilausn
til þess fallin að léttast. Auðvitað
léttist fólk við það að fasta. En
þyngdin kemur fljótt til baka og á
að gera það. Það að fasta er ekki
góð leið til að grennast en það að
breyta mataræði sínu hægt og ró-
lega er það hins vegar. Þá má líka
nefna að sumu fólki reynist
hættulegt að fasta og þá sér-
staklega þeim sem hafa engan
fituforða. Þessir einstaklingar
ættu alls ekki að fasta, við það
ganga þeir á vöðva, leggja óþarfa
álag á líkamann og svelta hann
um efni sem hann þarfnast.
24stundir/Árni Sæberg
Margir fasta af röngum ástæðum í heilsuæði
Föstur eru ekki til
heilsubótar fyrir alla
Föstukúrar ýmsir virðast
vinsælir í ársbyrjun þegar
heilsuæði og megrunar-
árátta grípur um sig með-
al landans.
En er hollt að fasta? Birna
Ásgeirsdóttir, hómópati
og næringarþerapisti, tal-
ar um föstur og auglýs-
ingaskrum.
Þekking og rétt hugarfar
Fasta getur verið góð sé hún
gerð af kunnáttu
Glæsileg undirföt
frá
Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 Opið - Mán–fös 11-18 /Lau 11-14
Útsala
15-70%
afsláttur
LÍFRÆNIR SAFAR
Fæst í heilsubúðum og helstu
matvöruverslunum landsins