24 stundir - 04.01.2008, Síða 39
Badmintonstjarnan Ragna Ingólfs-
dóttir færðist hvorki upp né niður á
nýjum heimslista Alþjóða badminton-
sambandsins sem birtur hefur verið.
Situr hún enn í 53. sæti listans en þar
hefur hún verið undanfarna tæpa tvo
mánuði.
Fyrir utan heiðurinn er mikilvægt
fyrir Rögnu að komast ofar til að
tryggja sér endanlega þátttökurétt á
Ólympíuleikunum í Kína í sumar en
það verður í raun ekki ljóst fyrr en í
maí, aðeins þremur mánuðum áður
en leikarnir hefjast.
Hæst reis stjarna Rögnu fyrr á árinu
þegar góðir sigrar á erlendum mótum
auk Íslandsmeistaratitils komu henni í
37. sæti þessa sama lista. Hún varð um
áramótin í þriðja sæti yfir íþrótta-
menn ársins og aldrei áður hefur bad-
mintonspilari náð svo ofarlega.
Óbreytt staða hjá Rögnu á nýbirtum heimslista í badminton
Númer 53 í heiminum
Leikmannaglugginn opnaður á ný í Evrópu Margir stjórar
hugsa gott til glóðar Ýmis teikn á lofti um sviptingar liða á milli
Engar útsölur
í boltanum
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 39
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Þá er Eiður Smári Guðjohnsen
sem fyrr orðaður við ensk fé-
lagslið og þar virðist nú Manchester
City fremst í flokki áhugasamra.
Graeme nokkur Sounesskemur sterklega tilgreina
sem næsti
þjálfari Skot-
lands sam-
kvæmt þar-
lendum miðl-
um. Souness
hefur mikla
reynslu af öskri og látum af
hliðarlínunni sem þjálfari liða á
borð við Rangers, Liverpool,
Southampton, Benfica og Tor-
ino en oftar en ekki hefur ráðn-
ing hans og stjórnun verið
harðlega gagnrýnd enda fáir
með jafn stuttan þráð og Sou-
ness.
Hinn nígeríski Yakubahjá Everton sendirfyrr-
um félagi sínu
Middlesbrough
kaldar kveðjur
og segist hafa
farið vegna
allsherjar
metnaðarleysis
forráðamanna þess. Kemur lítt
á óvart enda Middlesbrough
ekki náð neinum hæðum í Eng-
landi í áraraðir þrátt fyrir kistur
af seðlum, þrautseiga aðdá-
endur og á köflum fínan mann-
skap.
Ítalska dagblaðið Gazzettadello Sport upplýsir að for-ráðamenn
AC Milan hafi
fengið reisu-
passa fyrir ára-
mót þegar þeir
mættu á skrif-
stofu Laporta,
forseta Barce-
lona, með boð í Ronaldinho.
Stemmir það við yfirlýsingar
Laporta sjálfs en er í ósamræmi
við allar aðrar fréttir sem
herma að hann eigi fimm mín-
útur eftir af ferli sínum í Kata-
lóníu.
Ekki er langt síðan LukasPodolski var næstastjarna
þýska boltans
og mikið með
hæfileika hans
látið. Nú er svo
komið að hann
veit vart hvern-
ig gras lítur út
enda eytt þessum vetri að
mestu á bekk Bayern München
á eftir Luca Toni og Miroslav
Klose í goggunarröðinni.
Fregnir um að Þjóðverjarnir
ætli sér enn ein framherja-
kaupin fljótlega hafa gert hann
enn órólegri og segist fara verði
það raunin. Hvað varð um
gömlu tugguna að leggja aðeins
harðar að sér?
Dagar Dida milli stang-anna hjá AC Milan erusenn
taldir. Hefur
hann tekið
Jens Lehmann
til fyrirmyndar
í síðustu leikj-
um, meðal
annars gegn
erkifjendunum í Inter, og þykja
það ekki góðar tvíbökur í Míl-
anó. Ancelotti þjálfari hefur
varað hann við að fleiri mistök
í leikjum verði ekki liðin.
Stórkostlegur árangur hjáDeportivo á Spáni. Liðiðhefur ekki unnið heima-
leik í tæpa fimm mánuði.
Allir helstu kylfingar heims
taka árið snemma á Mercedes-
meistaramótinu sem hófst í
gær. Allir, það er að segja
nema Tiger Woods, Phil Mic-
kelson, Adam Scott og Padraig
Harrington, og munar um
minna fyrir minni spámenn.
Vijay Singh hefur þar titil að
verja og kann ágætlega við sig
á Havaí þar sem mótið fer
jafnan fram. Hefur karl aldrei
lent neðar en í áttunda sæti.
Tímabilið hafið
Framkvæmdastjóri Íshokkí-
sambands Íslands, Hall-
mundur Hallgrímsson, ítrekar
kröfu um að fleiri yfirbyggð
skautasvell verði byggð hið
fyrsta í áramótapistli sínum.
Segir hann skort á slíku
standa frekari eflingu starfs-
ins fyrir þrifum og nóg sé
komið af boltamannvirkjum.
Er þetta ekki í fyrsta sinn sem
slík krafa kemur fram en lítið
virðist gerast.
Fleiri svell
Lögfræðingar hlaupastjörn-
unnar fyrrverandi, Marion
Jones, sem nýlega var sakfelld
fyrir lyfjanotkun og fyrir að
ljúga eiðsvarin fyrir eig-
inmann sinn fara nú fram á að
dómarar krefjist ekki fangels-
isvistar heldur gefi henni skil-
orð í staðinn. Hafi hún þegar
mátt sæta hræðilegum örlög-
um og eigi ekki meira skilið.
Hennar bíður annars sex
mánaða fangelsi.
Næg refsing
Fleiri lið en Boston Celtics eru
brennheit í NBA-boltanum
þessi dægrin. Detroit vann
sinn tíunda sigur í röð í gær-
nótt og hafa þeir leikir unnist
að meðaltali með tæplega
sautján stiga mun hvorki
meira né minna.
Tíu í röð
SKEYTIN INN
Tvö stærstu nöfnin varðandi
hugsanleg leikmannaskipti hjá
enskum félagsliðum eru nöfn Di-
mitar Berbatov og David Villa.
Bæði Alex Ferguson og Avram
Grant horfa löngunaraugum á
Búlgarann sem er ósáttur hjá Tott-
enham. Nýja stjórann þar, Juande
Ramos, blóðlangar í Villa frá Val-
encia en Rafa Benítez er ekki laus
við áhuga heldur. Báðir gætu notað
einn frábæran framherja í viðbót.
Þá er Eiður Smári Guðjohnsen
sem fyrr orðaður við ensk félög,
Manchester City þar fremst í
flokki.
➤ Aston Villa er að íhuga WesBrown og Jermain Defoe
➤ Breytingar verða hjá Derby,Fulham og Bolton til að
bjarga leiktíðinni
➤ Abramovich dreymir enn umRonaldinho og Micah Rich-
ards líka.
➤ Liverpool er óþekkt stærðenda enn ekki ljóst hve mikla
peninga Benítez fær
HELST NEFNDIR
ÍTALÍA
Ítalirnir eru enn að jafna sig eftir
áramótin og að AC Milan frátöldu
er ekki stórfrétta að vænta af þar-
lendum félögum í janúar. Milan
þarf hins vegar eitthvað að gera.
Stórveldið er í tómu miðjumoði á
alla kanta. Amauri hjá Palermo
þykir einn vænsti bitinn á mark-
aðnum en honum svipar reyndar
mjög til Berbatov. Amauri hefur
skorað sjö mörk í vetur. Þá er ekki
loku fyrir skotið að mikil meiðsli
sendi Inter á markaðinn. Annar
leikmaður Palermo, Fabio Simpli-
cio, er í uppáhaldi þar. Ólíklegt að
önnur félög hreyfi sig mikið.
➤ Ancelotti þjálfari Milan þarfað gera vorhreingerningu.
Ronaldinho er draumurinn en
fleiri leikmenn eru nefndir.
þar á meðal nýr markvörður
og ánnar framherji.
➤ Forráðamenn Juventus eru íArgentínu að skoða minnst
þrjá leikmenn o g haf a gert
fyrirspurnir um Javier Mac-
herano hjá Liverpool og
Flamini hjá Arsenal
HELST NEFNDIR
Meira er rætt um brottfarir leik-
manna á Spáni en komur nýrra að-
ila. Mikill flótti er frá Valenciu þar
sem Koeman þjálfari er að ger-
breyta hópnum og hver leikmaður
af öðrum fær lausn frá starfi. David
Villa er fúll með það og gæti farið
en Real Madrid hefur áhuga komi
til þess. Eiður Smári og Ronald-
inho eru báðir ítrekað orðaðir við
önnur félög en það verður að telj-
ast langsótt að það gerist eitthvað
þar í janúar. Real Madrid heldur að
sér höndum nema ef Sevilla gefur
sig með Daniel Alves sem fjölmörg
félög eru á höttunum eftir.
➤ Daniel Alves hjá Sevilla erundir smásjá Chelsea og Real
Madrid en það var hann
reyndar einnig í haust.
➤ Stórt spurningamerki er meðBarcelona en við þá eru jafn-
an kenndir hinir og þessir
leikmenn
➤ Valencia hefur þegar keyptBanega frá Argentínu og Ko-
eman mun bæta tveimur við
til viðbótar hið minnsta.
HELST NEFNDIR
SPÁNN
ENGLAND