24 stundir - 04.01.2008, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir
Feim-Lene Bjerre
Bæjarlind 6
www.feim.is
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16
ÚTSALA
10-60% afsláttur
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Fjölmenningarsamfélagið hefur
auðgað okkar menningu og ætti
að skilja húmorinn.
Undanfari Óskarsverðlaunanna,
Golden Globe verðlaunin, er nú í
uppnámi sökum verkfalls hand-
ritshöfunda í Hollywood. Hátíðin
er dagsett þann 13. janúar og
höfðu skipuleggjendur vonast til
að semja sérstaklega við höfunda
líkt og spjallþáttakóngarnir Jay
Leno og David Letterman. Hand-
ritshöfundar standa þó fast á sínu
og virðast hvergi gefa eftir.
Engin Golden
Globe í ár?
Hinn brostna Broadway-stjarna
Liza Minnelli má muna fífil sinn
fegri. Hún hefur þó haldið sér við
með ótal lýtaaðgerðum, en þær
komu ekki í veg fyrir að hún
hnigi niður á sviði í Svíþjóð fyrir
stuttu. Hin 61 árs Minnelli segist
þó hafa náð sér að fullu, án þess
að gefa upp nákvæmlega hvað
angraði hana. Hún er bókuð í
Bandaríkjunum þann 12. janúar.
Liza Minnelli
öll að hressast
Módel í Bretlandi, sem vill leyna
nafni sínu, hefur kært skartgripa-
fyrirtæki fyrir að birta auglýsingu
sem hún lék í á Szul.com. Mód-
elið, sem segist annt um ímynd
sína, sést þar leika fullnægingu og
finnst módelinu auglýsingin
klámfengin, en auglýsingin ber
nafnið „Rock her world“.
Kærir klám
Tvífarar vikunnar að þessu sinni
eru herramennirnir William H.
Macy og Árni Finnsson. Svo sterk-
ur er svipurinn með þessum
tveimur mætu mönnum að vart
má á milli greina hvor þeirra er
heimsþekktur Hollywood leikari
og hvor er formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands.
Macy hefur gert garðinn frægan
í myndum á borð við Fargo,
Magnolia, Jurassic Park 3, Sahara
og Thank You for Smoking og er
hann einn af þeim leikurum sem
allir vita hver er án þess að þekkja
endilega nafn hans. Ekki er vitað til
þess að Árni hafi leyft leiklist-
arhæfileikum sínum að njóta sín, á
innlendum eða erlendum vett-
vangi. vij
Náttúruverndarsinninn og stórleikarinn
Tvífarar vikunnar
Angelina Jolie rétti fram sátt-
arhönd til föður síns, Jon Voight,
á jóladag, en þau hafa ekki talast
við eftir að Jon lét ljót orð falla
um dóttur sína í sjónvarpsþætti
árið 2002. Allar götur síðan hefur
andað köldu á milli feðginanna,
en um jólin hringdi leikkonan í
föður sinn eftir að hafa virt að
vettugi beiðni hans um sættir í
mörg ár. Heimildarmaður Nat-
ional Enquirer segir Angelinu
hafa afráðið að hringja þegar hún
eyddi jólunum með Brad Pitt og
börnum þeirra í New Orleans um
jólin, en að sögn vinar þeirra var
um stutt símtal að ræða. hþ
Réttir fram sátt-
arhönd til pabba
Snobbkryddið Victoria Beckham
hefur útbúið lista yfir þá óvini
hennar sem ekki fá inngöngu á
tónleika Spice Girls í London sem
haldnir verða næstu daga. Að
mati Victoriu hafa ákveðnir ein-
staklingar reitt hana til reiði í
gegnum tíðina og hefur hún
ákveðið að finna þá í fjöru með
þessu sérstaka uppátæki sínu.
Listinn mun hanga frammi í
móttöku tónleikanna og verða
hinir óvelkomnu vinsamlegast að
hverfa á braut láti þeir sjá sig.
Meðal þeirra sem eru á listanum
eru Peter Andre og Jordan, Lily
Allen, Sophie Ellis Bextor og
Denise Van Outen. hþ
Setur óvinina
á bannlistann
„Við erum búnir að taka upp
sex grunna [að nýjum lögum] og
erum á leiðinni að taka upp fleiri,“
segir Þormóður Dagsson,
trommuleikari hljómsveitarinnar
Jeff Who?
Hljómsveitin vinnur nú að nýrri
breiðskífu sem verður líklega með
12 lögum. Aðdáendur sveitarinnar
bíða í ofvæni eftir nýju efni frá
strákunum, en nýjasta lag Jeff
Who? She’s Got the Touch, náði
töluverðum vinsældum á öldum
ljósvakans.
Þormóður segir að meðlimir
hljómsveitarinnar ætli að einangra
sig á næstunni og klára að ganga
frá seinni hluta nýju laganna.
Jeff Who? stefnir á að gefa út
nýju plötuna seinna á þessu ári,
sem virðist ætla að verða óvissuár í
íslenskri tónlist. 2007 þótti mjög
gott og margar af stærstu hljóm-
sveitum landsins gáfu út breið-
skífur sem veltir upp spurningunni
hver sé eftir til að sjá um að gera
2008 að góðu ári, fyrir utan Jeff
Who? auðvitað. atli@24stundir.is
Jeff Who? vinnur að skífu
Flottir Margir bíða spenntir eftir
nýju efni frá Jeff Who?
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Íslenskur útlendingur ársins verð-
ur valinn í miðdegisútvarpinu
Hljóðvakinn Grútvarp á X-inu
97.7 á laugardaginn frá 12-14. Til-
nefndir eru 29 þekktir ein-
staklingar, sem eiga það sammerkt
að hafa einhver tengsl við útlönd.
Óttast ekki neikvæð viðbrögð
„Fjölmenningarsamfélagið hef-
ur auðgað okkar menningu og ætti
að skilja húmorinn,“ segir Gunnar
Sigurðsson útvarpsmaður, en hann
óttast ekki viðbrögðin við uppá-
tækinu. „Eflaust taka einhverjir
þetta óstinnt upp. Við verðum líka
með undirflokka. Líklegastur til
leiðinda gæti orðið Salman Ta-
mimi til dæmis, en hann er for-
maður Félags múslíma. En við ótt-
umst ekki jihad, við erum með Ara
Edwald og 365 á bak við okkur.
Það munaði reyndar litlu að Ari
kæmist á listann, hann er með tvö-
falt vaff í nafninu sínu.“ Listi
Gunnars er hér til hliðar.
Óvenjuleg og eldfim kosning á X-inu á laugardaginn
Velur íslenskan
útlending ársins
Hvergi banginn Gunnar
Sigurðsson segist ekki
óttast jihad, enda sé um
létt grín að ræða.
Útvarpsmennirnir Gunn-
ar Sigurðsson og Viðar I.
Pétursson standa fyrir
vali á íslenskum útlend-
ingi ársins á laugardag-
inn. Þeir óttast ekki nei-
kvæð viðbrögð
útlendinga.
TILNEFNINGAR Í STAFRÓFSRÖÐ
Ahn Dao Trahn kennari
Alex eiginmaður Jónsa í Sigurrós
Aron Pálmi Ágústsson íssölumaður og
fyrrverandi stofufangi.
Björgólfur Takefusa knattspyrnumaður
Charlotte Böving leikkona
Dorrit Moussaef eiginkona.
Dóra Takefusa kaffihúsaeigandi
Eivör Pálsdóttir söngkona
Emilliana Torrini söngkona
Hún-þarna-pólska-konan-í-sjálfstæðis-
flokknum stjórnmálamaður.
Ívar Webster körfuknattleiksmaður
Jaliesky Garcia handkastsmaður
Jógvan Hanson hárskeri
Jón Gerald Sullenberger athafnamaður
Jónas Sen dagskrárgerðarmaður
Jónína Bjartmarz þingmaður
Kalman Le Sage De Fontenay tæknimaður
Leoncie listamaður.
Nadia Banine sjónvarpsmaður
Paul Aðalsteinsson/Ian Strachan fjárkúgari
Paul Nikolov þingmaður
Róbert Wessmann viðskiptajöfur.
Rúnar Alexandersson fimleikamaður
Salman Tamimi formaður Múslimaflokksins
Séra Toshiki Toma prestur innflytjenda
Sturla Gunnarsson leikstjóri
Sigurður Pétursson ísmaður
Teitur Þórðarson þjálfari
Tomas Malakauskas innflytjandi
Árni Finnsson Formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands.
William H. Macy Velkunnur Hollywood
leikari og gæðablóð.
Breska söngkonan Lily Allen seg-
ist ekki hafa ráðgert barneignir á
næstunni, en hún kunngjörði ný-
verið að hún ætti von á barni með
kærastanum Ed Simmons. Í
þessu samhengi vekur sérstaka
athygli að söngkonan, sem nú er
22 ára, viðraði skoðanir sínar á
ungum mæðrum í desember og
úthúðaði stelpum fyrir að eignast
börn of ungar. „Stelpur eignast
börn alltof ungar og ekkert er
gert í málinu,“ sagði stjarnan. hþ
Allen skammar
ungar mæður