24 stundir - 04.01.2008, Page 48
24stundir RitstjórnSími: 510 3700ritstjorn@24stundir.isAuglýsingarSími: 510 3700auglysingar@24stundir.is
Byrjaður að undirbúa þig fyrir
Serbíu? „Já, minn undirbúningur
felst aðallega í því að æfa vöðv-
ana. Ég þarf að vera mjög skorinn
og verð að líta vel út ber að ofan,“
svarar Cerez 4 sem syngur
ásamt fríðum hópi listilega vel
lagið Ho, ho, ho we say hey, hey,
hey sem keppir um að taka þátt í
Eurovision fyrir Íslands hönd í ár.
„Hver og einn er í sínu horni að
hlusta á lagið öðru hverju. Maður
verður að setja það í endrum og
eins svo það gleymist ekki. Að
vísu hitti ég Barða um daginn
þegar hann var að fara á Hvolfs-
völl í slökun til að undirbúa sig
andlega og hvíla
sig fyrir loka-
sprettinn.“
Tilbúinn í Eurovision
Hvernig í ósköpunum datt þér í
hug að fá Tommy Lee í Burn-
partí? „Þetta er ein af þessum
klikkuðu hugmyndum sem maður
fær og sem betur fer lætur maður
þær ekki allar verða að veruleika,
en við fiskum stöðugt eftir spenn-
andi atriðum,“ svarar Margeir
Ingólfsson sem starfar hjá við-
burðafyrirtækinu Jóni Jónssyni.
„Tommy og Aero voru að spila í
sama klúbbi og ég í Stokkhólmi
fyrir um hálfu ári og þar fékk ég
hugmyndina. Tommy spilar á
trommur og fer hamförum á ef-
fektum á meðan Aero snýr plöt-
um. Það verður brjálað klúbba-
kvöld á Nasa.“
Klikkuð hugmynd
Umsjón: Ellý Ármanns
elly@svidsljos.is
Ertu að toppa sjálfan þig? „Nei,
nei, nei alls ekki. Fyrst og fremst
er ég bara að ögra sjálfum mér.
Ég er að gera eitthvað sem
stendur mér kannski ekki næst
að gera en ég hef alltaf reynt að
staðna ekki, heldur fara leiðir sem
liggja ekki alveg beint við. Að
klæða sig í smóking og syngja
með stórsveit er ekki alveg það
sem fólk sér fyrir sér að Bubbi
geri.“ segir Bubbi Morthens.
Ögrar sjálfum sér
Gunnar Sigurðsson og Viðar Pétursson velja ís-
lenskan útlending ársins á X-inu á laugardag-
inn í þættinum Hljóðvakinn Grútvarp milli
klukkan 12 og 14. Þeir óttast ekki viðbrögðin.
Allt í gríni gert
«42
Samkvæmt heimildum
24 stunda hafa ein-
hverjir af íslensku auð-
mönnunum leitað til
heilags Antóníusar í við-
leitni til að finna millj-
arðana sem hafa týnst í
Kauphöllinni. Séra Jörg-
en Jamin staðfestir þetta
ekki, en segir fólk leita
til heilags Antóníusar í
leit að týnd-
um hlutum.
Týndu milljarðarnir
«46
Svokallað hjákonuball verður haldið með
pompi og prakt í Draugabarnum á Stokkseyri
í kvöld. Aðstandendur staðarins segja ljóst að
ballið muni mælast vel fyrir.
Hjákonum boðið
«46
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við