24 stundir - 01.03.2008, Page 43

24 stundir - 01.03.2008, Page 43
24stundir LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 43 Leður sófasett Hornsófasett Sófasett með skemli Tungusófar Tungu hornsófar Stakir sófar Borðstofuborð og stólar Skenkar Sófaborð Eldhúsborð Rúmgaflar Leðursófasett áður 239,000 Nú 119,900 Hornsófar tau áður 198,000 Nú 103,000 Hornsófar leður áður 249,000 Nú 149,000 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - LA GE RS AL A HÚSGAGNA LAGERSALA VERÐDÆMI Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 sun 13.00-17.00 ALLTAF EINHVAÐ NÝTT ,,Ég drekk það þegar ég er hamingjusöm og þegar ég er döpur. Stundum drekk ég það þegar ég er ein. Ég lít á það sem skyldu mína í félagsskap. Ég fitla við það ef ég er ekki svöng og drekk það þegar mig hungrar. Annars snerti ég aldrei á því - nema mig þyrsti.“ - Mme. Lilly Bollinger Magnþrunginn ilmur af hunangi, ristuðu brauði, möndlum, heslihnetum og per- um svo eitthvað sé nefnt. Ríkt í munni með einkennandi sítrus-, epla-, apríkósu- og smjörtónum ásamt suðrænum ávöxtum og rjómakenndri áferð. Löng ending ör- fínna loftbóla og fíngerðri sýru kitla bragðlaukana jafnvel fram að næstu ára- mótum. Gífurlega stórt vín með ennþá stærri persónuleika sem hægt er að para með skelfiski, öllum mögulegum fiskiréttum hvort sem fiskurinn er magur eða feitur, og hvítu kjöti. Að sjálfsögðu má ekki gleyma hinni sígildu pör- un við kavíar eða jarðarber sem ætti að vera greypt í stein. Flestir kannast við nafnið Bollinger, eða Bolly fyrir okkur strangtrúuðu. Síðan húsið var stofnað í bænum árið 1829 af Jacques Bollinger og Paul Rebaudin hefur það verið viðurkennt sem eitt fremsta kampavíns- hús heims. Kraftur, tign, áreiðanleiki og forysta eru helstu einkenni vörunnar líkt og hjá einum helsta neytanda þess, Bond… James Bond. Vín vikunnar Elísabet Alba Valdi- marsdóttir vínþjónn Bollinger Special Cuvée Bollinger Special Cuvée Elísabet Alba mælir með Ayala Rich Majeur Demi-Sec. Þrosk- aðir ávextir og þurrkaðar apríkósur í nefi með léttum stein- efnatónum. Fínlegur sætleiki í munni ásamt ferskjum og væg- um sultukeim í bakgrunninum. Meðalfylling með mjúkri sýru og löngum rúnuðum endi. Volg súkkulaðikaka með bitum af hvítu súkkulaði fyrir fjóra Ofn 170°C Hráefni: 90 g suðusúkkulaði 80 g smjör 2 egg 4 msk. sykur 3 msk. möndlumjöl (möndlur sem eru malaðar í duft í mat- vinnsluvél) 70 g saxað hvítt súkkulaði Hráefni: Bræðið súkkulaðið og smjörið sam- an í potti við lágan hita og hrærið stöðugt í á meðan. Kælið aðeins. Léttþeytið egg og sykur og blandið varlega saman við súkkulaðið. Blandið möndlumassanum og hvíta súkkulaðinu saman við. Hell- ið í lítil kökumót (ég nota lítil sílí- konmót) og bakið í u.þ.b. 25 mín- útur eða þangað til kökurnar eru lausar frá hliðunum. Berið fram með þeyttum rjóma eða ískúlu. EFTIRRÉTTUR Volg og girnileg súkkulaðikaka

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.