24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 1
24stundirmiðvikudagur2. apríl 200862. tölublað 4. árgangur Rockwood fellihýsin 2008 Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. FLEX Hágæða rafmagns- verkfæri í miklu úrvali Aseta ehf Tunguháls 19 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is Hallfríður Ólafsdóttir flautu- leikari veitir börnum innsýn í klassíska tónlist með því að bjóða þeim á tónleika Sinfó þar sem stærsta hlutverkið er í höndum músar. Spilað fyrir mýslu KOLLA»25 Ekki er sjálfgefið að meira seljist af vöru í verslun þó að verðið sé lækkað. Þá hafa auglýsingar mismikil áhrif á kauphegðun neytenda eftir því sem fram kemur í rannsókn sem Valdi- mar Sigurðsson hefur gert. Kauphegðun skoðuð NEYTENDUR»28 Þrefaldur munur á majónesi NEYTENDAVAKTIN »4 Höfundar siðareglna stúdenta við Texasháskóla virðast hafa farið fullfrjálslega með heim- ildir þegar þeir settu reglurnar saman. Tilgangur þeirra var að vinna gegn svindli og rit- stuldi nemenda, en á daginn kom að stór hluti plaggsins er samhljóða reglum á heima- síðu Brigham Young- háskólans. Daniel Wueste sið- fræðingur segir þetta til marks um kæruleysi stúdenta sem al- ist hafa upp við netið. „Þú gúglar bara og þá er það kom- ið.“ aij Stúdentar stálu siðareglunum GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 77,09 1,77  GBP 152,48 1,33  DKK 16,14 0,52  JPY 0,75 -0,12  EUR 120,42 0,53  GENGISVÍSITALA 154,91 0,85  ÚRVALSVÍSITALA 5.041,26 -0,19  VEÐRIÐ Í DAG »2 3 1 -1 0 -1 Viðskiptavinur Hagkaupa á Eið- istorgi taldi sig hafa greitt 689 krónur fyrir pakka af salern- isrúllum, eins og merking á hillu sýndi. Á kassakvittun var verðið hins vegar 926 krónur. Hækkunin, sem er yfir 30 prósent, er í sam- ræmi við hækkun á innkaupsverði, að sögn framkvæmda- stjórans. Verðhækkunin yfir 30 prósent »2 Ung kona frá Kasakstan vinnur á hamborgarastað í fullu starfi og gefur út dagblað á pólsku á netinu í frístundum. „Útgáfan er fyrst og fremst hugsuð til að upplýsa Pól- verja á Íslandi um ýmis mál þeim tengd og hvert þeir geti sótt þjón- ustu,“ segir ritstjórinn Anna Filinska. Steikir á daginn, skrifar á kvöldin »14 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Tilkynntum ofbeldisbrotum á höf- uðborgarsvæðinu hefur fjölgað talsvert síðustu misseri. Eftir að of- beldisverk náðu hámarki árið 2000 fór þeim fækkandi allt til ársins 2005. Árið 2006 fjölgaði hins vegar ofbeldisverkum á höfuðborgar- svæðinu um 20% frá fyrra ári, og miðað við bráðabirgðatölur fyrir árið 2007 fjölgaði ofbeldisverkum um rúm 10% frá árinu áður. Það sem af er ári hefur ástandið enn versnað, ef marka má bráða- birgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2008. Þá voru ofbeldisverk 227 samanborið við 197 á fyrsta árs- fjórðungi 2007 og 159 á fyrsta árs- fjórðungi 2006. „Ofbeldisverkum fjölgaði greini- lega aftur árið 2006,“ segir Rann- veig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. „Hins vegar höfum við séð sveiflur áður og enn verri tölur en þetta. Og ef tekið er tillit til mannfjölda er þróunin ekki eins neikvæð og virðast má í fyrstu.“ Aukning ofbeldisbrota í mið- borginni vekur óneitanlega athygli. Á fyrsta fjórðungi áranna 2004 til 2007 voru að jafnaði 60 til 70 of- Ofbeldi eykst  Ofbeldisverkum fjölgar á ný eftir að hafa fækkað frá 2000  Of- beldi eykst það sem af er ári  Miðborgin fylgir þróuninni FJÖLDI OFBELDISVERKA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 866 952 1036 987 871 901 727 692 829 919 beldisbrot framin í miðborginni á hverju tímabili. Á fyrsta fjórðungi þess árs hafa verið tilkynnt 96 of- beldisbrot í miðborginni. Sam- bærilega aukningu má sjá í Breið- holti en þetta eru þau tvö hverfi þar sem atvinnutekjur hafa verið hvað lægstar. Í öðrum hverfum höfuðborgar- svæðisins ýmist fækkar tilkynntum ofbeldisbrotum eða fjöldinn stend- ur í stað. Þessi hestur í Glaðheimum horfir á stórvirkar vinnuvélar grafa sig nær og nær hesthúsi sínu. „Þetta eru miklar framkvæmdir en ég held að hrossunum líði vel, “ segir Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður hestamannafélagsins Gusts. „Hestar hafa aðlögunarhæfileika en nú er efst á baugi að flytja á besta svæðið í bænum,“ segir Bjarnleifur en það átti að gerast í júní í fyrra. Félagar í Gusti hittust í gærkvöld og ræddu framtíðina á Kjóavöllum. Rólegur klár þótt kreppi að „Við lifum þetta af en hlökkum til að flytja á Kjóavelli“ 24stundir/RAX »12 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að tollar á svína- og kjúklingakjöt verði lækkaðir verulega. Bændur eru mjög ósáttir við ummæli for- manns Samfylkingarinnar og segja að slík aðgerð myndi ganga af greinunum dauðum. Landbúnað- arráðherra telur hug- myndina hæpna. Kjötframleiðsla gæti lagst af »10

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.