24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 11 Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air. MacBook Air er komin til landsins. Komdu og sjáðu með eigin augum í Apple-versluninni á Laugavegi 182. MacBook Air 1,6 GHz 13,3” hágljáa skjár Intel Core 2 Duo 80 GB 2 GB 1280 x 800 dílar Þráðlaust netkort (802.11n) Bluetooth / iSight 0,4–1,94 cm þunn / 1,36 kg 5 klst. rafhlöðuending 219.990 MacBook Air 1,8 GHz 13,3” hágljáa skjár Intel Core 2 Duo 80 GB 2 GB 1280 x 800 dílar Þráðlaust netkort (802.11n) Bluetooth / iSight 0,4–1,94 cm þunn / 1,36 kg 5 klst. rafhlöðuending 249.990 Fí to n / S ÍA TOPPUR 1990 VÆNTANLEGUR Í APRÍL EKKI MISSA AF! Ingvi Stefánsson formaður Svína- ræktarfélags Íslands segir ummæli Ingibjargar ábyrgðarlaus. „Mér finnst gjörsamlega ótækt af stjórnmálamanni sem vill láta taka sig alvarlega að tala svona. Þetta er dæmigerð smjörklípuað- gerð að mínu mati og henni væri nær að laga til í sínum ranni held- ur en að ráðast á þessar búgreinar. Óheftur innflutningur myndi að miklu leyti ryðja lambakjöti og nautakjöti út af markaðnum, svo ekki sé minnst á innlent svínakjöt og kjúklingakjöt. Þar í ofanálag er fjöl- margt fólk sem vinnur í störfum tengdum þessari framleiðslu. Svína- kjöt, kjúklingur og egg eru ekki nema 1,4 prósent af útgjöldum heim- ilanna, á milli fimm og sex þúsund krónur á mánuði. Ég held að það sé annað sem ætti að slá af fyrst, eins og álögur á eldsneyti.“ Ábyrgðarlaus ummæli Steinþór Skúlason forstjóri Slát- urfélags Suðurlands segir að ljóst sé að ef innflutningur verði gerð- ur tollfrjáls á svínakjöti og kjúk- lingakjöti muni verð á annarri innlendri kjötvöru lækka veru- lega. „Ég er hræddur um að þetta myndi hafa mjög vond áhrif á alla kjötvinnslu á landinu. Það er ljóst að við keppum ekki í verði við innflutt kjöt og það yrði mjög erfitt að standa undir lækkuninni í rekstri okkar fyrirtækis og ann- arra. Þarna er verið að ræða um hvort eigi alfarið að flytja inn ákveðnar kjöttegundir. Það er ekki mál sem á að afgreiða í yf- irlýsingu á flokksfundi.“ fr Afar erfitt fyrir reksturinn Hildur Trausta- dóttir fram- kvæmdastjóri Fé- lags kjúklinga- bænda og Félags eggjabænda telur mestar líkur á því að kjúklingabú- skapur leggist af á Íslandi ef tollar verði lækkaðir verulega. „Þetta er ábyrgðarlaust tal hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Það er líka ljóst að þetta myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar varð- andi alla kjötframleiðslu á Ís- landi. Ég minni á að það er ekki langt síðan landlæknir ræddi um hugsanlega lokun landsins ef að kæmi til heimsfaraldurs inflú- ensu. Við verðum að vera fær um að brauðfæða þjóðina sjálf, við getum ekki treyst á innflutning á matvöru við slíkar aðstæður. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga sé ég það ekki fyrir mér.“ fr Kjötframleiðslan mun leggjast af

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.