24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir
Stjórnarstörf í húsfélögum eru
oft tímafrek og vanþakklát. Það er
nauðsynlegt að stjórnir og eig-
endur kunni skil á þeim reglum
sem gilda um húsfélög og stjórn
þeirra. Vitneskja um rétt og skyld-
ur í húsfélagi skapar skilning og
samstöðu sem eru forsenda fyrir
friði og farsælu starfi, eigendum til
hags og heilla.
Skylda til að taka kjöri
Kjörgengir eru eigendur, makar
þeirra eða sambúðarfólk og nánir
ættingjar. Lögræði er kjörgeng-
isskilyrði. Það er ekki skilyrði að
stjórnarmaður búi eða starfi í eign-
inni. Ekki er útilokað að fleiri úr
sömu íbúð og fjölskyldu sitji sam-
an í stjórn. Á eigendum hvílir rík
skylda að taka kjöri. Vitaskuld geta
gildar ástæður legið til grundvallar
synjun á að taka kjöri. Það er ekki
skilyrði fyrir kjöri að menn sitji að-
alfund. Það eru ekki lagalegir
meinbugir á því að fjarstaddir eig-
endur séu kjörnir í stjórn. Það veit
hins vegar ekki á gott að kjósa
menn í stjórn að þeim forspurðum
eða gegn eindregnum vilja þeirra.
Varamenn
Varamenn taka sæti aðal-
manna við fráfall þeirra og lang-
vinn forföll og þegar stjórn-
armaður selur eign sína. Hins
vegar er hæpið að kalla til vara-
mann þótt stjórnarmaður sé
fjarverandi á einstökum fundi
eða um skamman tíma. Ef
stjórnarmenn verða færri en
kjörnir voru og séu varamenn
ekki til staðar, verður að boða til
aukaaðalfundar til að kjósa
stjórnarmenn og varamenn.
Hæpið er að rétt sé að boða til
aukaaðalfundar til að kjósa nýj-
an formann ef hann hverfur úr
embætti. Verður að telja að
stjórnin geti kosið nýjan for-
mann og varaformann úr sínum
hópi fram til næsta aðalfundar.
Frávikning, afsögn, sala
Það er spurning hvort hús-
fundur sé bær að taka ákvörðun
um að setja stjórn eða einstaka
stjórnarmenn af. Með því fer
hann með vissum hætti inn á
valdsvið aðalfundar. Samt sem
áður er það heimilt við sérstakar
aðstæður. Það helgast af neyð-
arsjónarmiðum, eins konar fé-
lagslegum neyðarrétti. Það verð-
ur að vera unnt að bregðast við
neyðaraðstæðum sem lama hús-
félag og starfsemi þess. Þá getur
stjórnarmaður hvenær sem er
sagt af sér. Stjórnarmanni sem
glatar félagsaðild sinni og kjör-
gengi með sölu á eign sinni, ber að
segja af sér.
Verkefni stjórnar
Stjórnin fer með sameiginleg
málefni milli funda. Stjórn getur
takið ákvarðanir sem lúta að
venjulegum daglegum rekstri og
hagsmunagæslu. Hún má láta
framkvæma minniháttar viðhald
og viðgerðir og gera brýnar ráð-
stafanir. Sé hins vegar um að ræða
ráðstafanir og framkvæmdir sem
ganga lengra ber stjórn áður að
leggja þær fyrir húsfund. Á það við
um allar framkvæmdir, sem eru
verulegar hvað varðar kostnað,
umfang og óþægindi. Gildir einu
þótt um æskilegar og jafnvel nauð-
synlegar ráðstafanir sé að ræða.
Stjórn húsfélags hefur afar þröngar
heimildir t.d. varðandi fram-
kvæmdir og þær eru því þrengri
sem auðveldara er að kalla saman
húsfundi. Stjórn húsfélags í stórum
húsum þar sem fundarhöld eru
þung í vöfum hefur ríkari heim-
ildir en stjórnir í smærri húsum.
Stjórnin hefur ekkert sjálfstætt og
endanlegt vald og félagsmenn geta
skotið ákvörðunum hennar til hús-
fundar.
Stjórnarstörf yfirleitt ólaunuð
Það er meginregla að stjórn-
arstörf séu ólaunuð. Störf stjórnar
bera blæ af þegnskyldu sem eig-
endum er skylt að axla án sér-
stakrar þóknunar. Stjórn getur ekki
tekið ákvörðun um laun til sín,
heldur verður að taka slíka ákvörð-
un á húsfundi. Stjórnarstörf geta
verið mismikil eftir stærð húsa og
umfangi og eðli verkefna á hverjum
tíma. Stjórnarlaun geta eftir erli og
vinnuframlagi verið eðlileg, sjálf-
sögð og sanngjörn, en það er ætíð
húsfundar að ákveða þau.
Alltumvefjandi þjónusta
Stjórnin getur ef nauðsyn krefur
ráðið starfsmann sér til aðstoðar.
Henni er einnig heimilt að fela
sjálfstæðum aðila að annast til-
tekin verkefni, t.d. aðstoð við hús-
fundi og bókhald, en ekki stjórn-
arstörfin almennt. Hafi slík
þjónusta í för með sér umtalsverð
útgjöld þarf húsfundur að taka
ávörðun um málið. Stjórnin hefur
þröngar heimildir til að stofna til
fjárskuldbindinga og fela ut-
anaðkomandi aðila verkefni sín og
skyldur. Þær eru yfirleitt þess eðlis
að stjórnarmenn verða að axla þær
og efna sjálfir og á eigin ábyrgð.
Stjórninni er ekki stætt á að skýla
sér á bak við svona fyrirtæki varð-
andi fjármál, framkvæmdir og
önnur sameignleg málefni. Í sum-
um húsum virðist stjórnin vera
týnd og tröllum gefin og vísar á
alltumvefjandi fyrirtæki sem allt á
að gera og öllu á að ráða. Gjarnan
eru loforðin stærri en efndirnar og
samningar ekki eins hagstæðir og
menn töldu í upphafshrifningu.
Kostnaður og skuldbindingar eru
oft meiri og akkurinn minni en
menn trúðu. Hér má hafa hugfast
að ef eitthvað virðist of gott til að
vera satt þá er yfirleitt sú raunin.
Rík upplýsingaskylda
Sú skylda hvílir á stjórn að hún
haldi eigendum upplýstum um allt
sem máli getur skipt um fjármál og
rekstur húsfélagsins og starfsemi
þess. Er henni skylt að veita eig-
endum upplýsingar og skýringar
um öll atriði er varða sameiginlegt
viðhald, efnahag og fjárhagsstöðu.
Þessi upplýsingaskylda er nauðsyn-
leg til að eigendur geti sett sig inn í
mál og gætt hagsmuna sinna og
veitt stjórninni eðlilegt aðhald.
Starfsemi húsfélags á að vera
gegnsæ og þar eiga engin leynd-
armál eða pukur að viðgangast.
Upplýsingar geta bæði verið gefnar
á fundi og utan funda, munnlega
eða skriflega eða með afhendingu
gagna eða ljósrita. Er stjórn skylt
að láta eigendum í té ljósrit fund-
argerða, bæði húsfunda og stjórn-
arfunda. Hafa eigendur rétt til að
skoða bækur félagsins, skjöl, reikn-
inga og bókhaldsgögn.
Starfsemi húsfélags á að vera gegnsæ
Í fjöleignarhúsum með sjö
eignarhlutum og fleiri
skal vera stjórn sem kjör-
in er á aðalfundi. Í minni
fjöleignarhúsum er ekki
skylt að hafa stjórn og
halda eigendur þá saman
um stjórnartauma. Stjórn-
in er að jafnaði skipuð
þremur mönnum og er
einn þeirra formaður.
Húsfélög Upplýsingaskylda er nauðsyn-
leg til að eigendur geti sett sig inn í mál og
gætt hagsmuna sinna og veitt stjórninni
eðlilegt aðhald.
Sigurður Helgi
Guðjónsson
formaður Húseig-
endafélagsins skrifar
HÚSHORNIÐ
Stjórn húsfélaga
Sumar 2008Fífunni í Kópavogi 4.–6. apríl 2008
Upplifðu sumarið með okkur
á sýningunni í Fífunni 4.-6. apríl!
Kynningar, fræðsla og skemmtun
fyrir alla fjölskylduna
Sýningin er opin sem hér segir:
Föstudag 4. apríl kl. 16:00 – 19:00, laugardag 5. apríl
kl. 11:00 – 19:00 og sunnudag 6. apríl kl. 11:00 – 18:00
Tugir sýnenda, hundruð áhugaverðra hluta og þúsundir hugmynda
Járnsmiðja Óðins
Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó