24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Megnið af dótinu sem er þarna inni er rusl í lágum gæðum. Það hefur alveg þjónað þessu samfélagi þokkalega en núna er að myndast þrýst- ingur um meiri gæði í skemmtuninni. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þetta er 60 milljóna manna sam- félag og fjandi virkt í þokkabót. Þeir sem nota Facebook á annað borð eru mjög virkir. Það er mjög spennandi að prófa þetta,“ segir Jónas Björgvin Antonson, einn stofnenda leikjafyrirtækisins Gogogic, en fyrirtækið vinnur nú hörðum höndum að framleiðslu garðyrkjuleiks sem mun verða að- gengilegur notendum Facebook- vefsins seinna á árinu. Garðyrkjuleikurinn ber vinnu- heitið GoGarden en tilgangurinn með honum er að rækta upp fal- legan garð með aðstoð vélmennis og Facebook-vinanna. Notendur geta plantað blómum og trjám, reytt arfa og sett allskonar skraut- hluti í garðinn sinn. Allt þetta tengist síðan sterkum böndum við hinn félagslega hluta Facebook- vefsins. Krafa um meiri gæði Þrátt fyrir að félagsleg tengsl manna á milli séu aðalatriðið á Facebook þá hafa leikir alla tíð ver- ið órjúfanlegur þáttur af Face- book-reynslunni. Jónas segir að flestir af þeim leikjum sem fyr- irfinnast á Facebook séu ekki upp á marga fiska. „Megnið af dótinu sem er þarna inni er rusl í litlum gæðum. Það hefur alveg þjónað þessu samfélagi þokkalega en núna er að myndast þrýstingur um meiri gæði á skemmtuninni. Þar af leiðandi kemur þetta inn að fólk er tilbúið að reiða eitthvað af höndum fyrir það. Þá skapast ákveðið rými fyrir svona aðila eins og okkur sem geta hugsanlega sett inn eitthvað skemmtilegra og fagmannlegra þarna inn.“ Jónas segir að það hafi enn ekki verið ákveðið hvort not- endur þurfi að greiða fyrir leikinn. Aðspurður hvort einhvers fleira sé að vænta frá Gogogic segir Jónas að fyrirtækið lumi á ýmsum hug- myndum. „Við eigum nokkrar hugmyndir að leikjum. Maður þarf að eiga meira en eina í þessum bransa.“ Gróska í íslenskum leikjaiðnaði Íslensk garðrækt á Facebook-vefnum ➤ Gogogic hefur einnig tekið aðsér framleiðslu á auglýsinga- leikjum og margmiðlunarefni fyrir íslensk sem erlend fyr- irtæki. ➤ Fyrirtækið stendur meðalannars á bak við hina stór- góðu sokkasíðu, www.ice- landsocks.com. GOGOGIC Íslenska leikjafyrirtækið Gogogic heldur senn inn- reið sína á Facebook- samfélagsvefinn. Fyr- irtækið vinnur nú að garðyrkjuleik sem mun fara í beta-prófanir á næstu mánuðum. Garðrækt á Facebook Notendur geta treyst á hjálpsamt vélmenni til að halda arfanum í skefjum. Spennandi tilraun Jónas er vongóður um GoGarden. Tölvuleikir elli@24stundir.is Gran Turismo-leikirnir hafa und- anfarin ár verið mælikvarði fyrir bílaleiki. Enginn leikur kemst með tærnar þar sem Gran Turismo hef- ur hælana þegar kemur að raun- verulegri leikjaspilun. Polyphony, framleiðandi leiksins hefur t.d. sett hljóðnema í bíla til að ná vél- arhljóði hvers bíls nákvæmlega. Ferrari-bíllinn lítur út og hljómar eins og Ferrari á að gera. En þrátt fyrir að vera einn helsti kostur Gran Turismo er árátta framleið- andans til að hafa leikinn eins raunverulegan og hægt er einnig helsti galli leiksins. Hann er ekkert sérlega skemmtilegur. Fyrir bíla- áhugamenn er þetta náttúrlega draumurinn, kaupa og keyra um á draumabílunum, en fyrir þá sem vilja bara grípa í tölvuleik er hann hægur, langdreginn og bara ekkert sérlega skemmtilegur. GT5: Prologue er í raun ekki fullur leikur, heldur forsmekkur af því sem koma skal með Gran Tur- ismo 5. Engu að síður er ekki um eitthvert sýnishorn að ræða heldur fullgerðan tölvuleik. Grafík leiksins er með besta móti og líklegast sú flottasta sem sést hefur í bílaleik og þrátt fyrir frekar leiðinlega tónlist er hljóðið í leiknum upp á það besta. Raunverulegasti sunnudagsbíltúrinn Grafík: 97% Ending: 80% Spilun: 85% Hljóð: 90% Gran Turismo 5 (PS3) NIÐURSTAÐA: 88% Netárás á spjallborð flogaveikra Netþrjótar, sem brjótast inn á vefsíður og breyta þeim til hins verra, verða sífellt kræf- ari. Nýverið fengu flogaveikir Bandaríkja- menn að finna fyrir þessu þegar hópur net- þrjóta braust inn á spjallsíðu sem stuðningsfélag flogaveikra hélt úti. Þrjót- arnir komu fyrir blikkandi kössum á víð og dreif um spjallborðið sem gerði það að verkum að ófáir gestir síðunnar fengu flogaveikisköst eða mjög slæma höfuðverki. Um leið og aðstandendur síðunnar fengu veður af þessari óhæfu var síðan tekin af netinu á meðan hún var hreinsuð. vij MYNDASÖGUR Aðþrengdur Afsakið að ég er til! KOKKURINN VAR AÐ TAPA VEÐMÁLI V IÐ MIG AÐ ÞIÐ MYNDUÐ VEIKJAST AF QUESADILLANU, SVO HANN LÉT MIG BÆTA ÞVÍ VIÐ REIKNINGINN YKKAR Bizzaró Fáðu þér bara sæti, læknirinn talar við þig þegar þú hefur beðið nógu leng að þú finnur að þú ert ekki eins mikilvægur og hann Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Feim Lene - Bjerre Bæjarlind 6 www.feim.is opið virka daga 10 - 18 og Laugardaga 11 -16 Mikið úrval af tilbúnum gardínum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.