24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 4
aUmrætt mál var kynnt fyrir bæjarfulltrúum. Það getur hver ogeinn þeirra staðfest það. Það var gengið á alla bæjarfulltrúa og spurt hvort svona bréf mætti fara. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um bréf sem sent var til Landsvirkjunar til stuðnings byggingar álvers Alcan í Þorláks- höfn. 24 stundir, 1. apríl 2008. aVið létum senda bréf þeim [Arctus] þetta bréf til að benda á aðyfirlýsingin hefði ekki neitt gildi fyrr en búið væri að leggja hana fyrir bæjarstjórn. Bæjarstjóri hefur fullt umboð til að skrifa undir svona gögn. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um bréf þar sem Arc- tus var tjáð að bæjarstjóri hefði undirritað einkaréttaryfirlýsingu án umboðs. 24 stundir, 1. apríl 2008 aHann er ekki í neinum einkaviðræðum við okkur. Það er öllumfrjálst að ræða við okkur. Það verða ekki mörg álver reist hér á Ís- landi. Við munum ræða við þá aðila sem hafa tryggt sér aðgang að orku því málið snýst allt í kringum það. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um einkaréttarsamn- ing sem hann gerði við Arctus 8. nóvember 2006. Viðskiptablaðið, 5. september 2007 aVið höfum veitt þeim [Arctus] vilyrði fyrir lóð sem gildir í allt aðátján mánuði …. Við höfum kynnt þeim [Alcan] það sem við höf- um upp á að bjóða og gert þeim fulla grein fyrir þessu vilyrði sem við höfum veitt Alcan. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um viðræður sínar við forsvarsmenn Alcan um uppbyggingu álvers í Þorlákshöfn. Fréttablaðið, 19. júní 2007. 4 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir Langar þig að kynnast sagnameistaranum sem í þér býr? Vantar þig leiðsögn og hvatningu? Hvort sem þú ert að feta þín fyrstu skref eða hefur reynslu af skrifum, þá er þetta námskeið sem nýtist þér. Leiðbeinandi er Þorvaldur Þorsteinsson leikskáld og barnabókahöfundur (Skilaboðaskjóðan, Blíðfinnsbækurnar, And Björk, of course..., Vasaleikhúsið) Námskeiðið fer fram í Rope Yoga setrinu í Laugardal Nánari upplýsingar á kennsla.is og í síma 822 3699 Nokkrar umsagnir þátttakenda: “Frábært námskeið sem opnar nýja sýn á lífið og tilveruna.” “Fær mann til að hugsa upp á nýtt!” “Ófyrirgefanlega gaman og nærandi fyrir sálina, hugann og ekki síst hugmyn- daflugið.” “Frábærlega uppbyg- gjandi.” með Þorvaldi Þorsteinssyni Skráðu þig núna á kennsla.is! SKAPANDISKRIF 10.- 21. apríl Nefnd um þróun Evrópumála sem forsætisráðherra hefur skipað tók til starfa í gær. Nefndin er skip- uð fulltrúum allra stjórnmála- flokka sem eiga sæti á Alþingi og helstu hagsmunaaðila á vinnu- markaði. Tveir formenn Formenn nefndarinnar eru þeir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Ágúst Ólaf- ur Ágústsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar. Þeir eru báðir bjartsýn- ir á nefndarstarfið og sammála um nefndin hafi fyrst og fremst það hlutverk að fylgjast með þróun Evrópumála út frá íslenskum hags- munum en sé ekki að fara að und- irbúa aðildarumsókn enda sé það ekki stefna ríkisstjórnarinnar. ejg Nefnd um þróun Evrópumála kemur saman Aðildarumsókn ekki á dagskrá ● Vorannir á Alþingi Nú færist líf í leikinn á Alþingi, þar sem skilafrestur þingmála á þessu vorþingi rann út í gær. Ellefu ríkistjórnarmálum var dreift í gærdag og von á fleirum. Þingmannamál hellast inn líka og allt fer prentun og dreifingu næstu daga. Anna- samt er á skrifstofu Alþingis sem upplýsir ekkert um heild- arfjöldann fyrr en öllum mál- um hefur verið dreift. be ● Kristfjárjarðir fyrir austan Landbúnaðarráðherra leggur til að andvirði vatnsréttinda krist- fjárjarðanna Merkis og Arn- arhóls á Jökuldal verði varið til félagslegra framkvæmda í sveit- inni. Kristfjárjarðir eru arfleifð löngu liðins tíma, en tilgangur eignarformsins var fyrst og fremst fátækraframfærsla. be Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu verð á Gunnars majónesi í 250 ml pakkningu. Hæsta verð er 213,7% hærra en lægsta verð eða 156 króna munur. Þetta er óvenju mikill verðmunur og hljóta neytendur að velta vöng- um yfir hve há álagning er í sumum verslunum miðað við það verð sem þessi vara er seld á í ódýrustu versl- unum. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. Þrefaldur munur á majónesi Sonja McManus NEYTENDAVAKTIN Gunnars majónes 250 ml. Verslun Verð Verðmunur Nettó 73 Spar Bæjarlind 99 35,6 % Kjarval 129 76,7 % Skagfirðingabúð 132 80,8 % Samkaup-Strax 165 126,0 % 10-11 229 213,7 % Eigendur farartækja sem ganga fyrir metangasi urðu fyrir 6 króna hækkun á hvern rúmmetra gass í miðjum seinasta mánuði. Þetta var þó fyrsta hækkunin í nærri þrjú ár, og er metangas sem fram- leitt er í Álfsnesi töluvert ódýrara en innflutt eldsneyti. Jafngildir verð á gasinu því að bensínlítrinn kostaði um 84 krónur. „Gasið er náttúrlega innlend af- urð, þannig að það er ekki háð gengisbreytingum eins og annað eldsneyti,“ segir Magnús Ásgeirs- son, sem sér um eldsneytisinn- kaup hjá N1. „Þótt verðið á gasinu eigi að endurspegla eldsneytisverð almennt hefur það breyst mun sjaldnar og verið stöðugra.“ Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Metans, telur að á milli 80 og 85 metanbílar séu á götunum. Langflestir þeirra eru í eigu fyrirtækja eða stofnana Reykjavíkurborgar. Ævar Örn Jósepsson er einn ör- fárra einstaklinga sem aka um á metanbíl. „Maður er bæði að spara peninga og vernda umhverf- ið í leiðinni.“ Ríkið veitir afslátt af vörugjöld- um á innfluttum metanbílum, þannig að þeir geta kostað álíka mikið og sambærilegir bensínbíl- ar. „Ef full alvara væri í því að ætla að fjölga vistvænum bílum á göt- unum þá myndi ríkið hækka mjög afsláttinn af vörugjöldum á svona bílum. Þá færi fólk kannski að hugsa sig frekar um og íhuga þennan kost af alvöru,“ segir met- anbíleigandinn Ævar. aij Gjaldeyrissveiflur koma ekki illa við pyngjur allra bíleigenda Verð á metangasi stöðugt Eftir Þórð Snæ Júlíusson og Elías Jón Guðjónsson „Hann fer með rangt mál. Ég stend alveg við það. Bæjarstjórinn talaði ekkert um það á þessum fundi í haust að við hefðum þegar séð bréf- ið sem var sent til Landsvirkjunar heldur varði það að hann mætti al- veg skrifa svona bréf án þess að láta okkur vita,“ segir Ásgeir Ingvi Jóns- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, um fullyrðingar Ólafs Áka Ragnarssonar, bæjarstjóra í Ölfusi. Ólafur Áki hélt því fram í 24 stundum í gær að allir bæjarfulltrú- ar sveitarfélagsins hefðu vitað um bréf sem hann sendi Landsvirkjun síðastliðið sumar þar sem stuðningi var lýst við byggingu álvers Alcan í Þorlákshöfn. Bréfið var einnig brot á einkaréttaryfirlýsingu sem Ölfus gerði við Arctus ehf. um að fara ekki í viðræður við neina aðra ál- framleiðendur. Sú yfirlýsing gildir fram í maí næstkomandi. Ásgeir leggur áherslu á að hann hafi ekki verið á móti álvershug- mynd Alcan, en að upplýsingar um málið hafi einfaldlega ekki verið lagðar fyrir bæjarstjórn né rætt um þær með nokkrum formlegum hætti. Í bókun hans segir orðrétt að það sé „lágmarkskurteisi við kjörna fulltrúa að aðrir ákveði ekki skoð- anir þeirra hverjar sem þær eru“. Vilja ekki verða vanhæf Samgönguráðuneytið, sem sveit- arstjórnarmál heyra undir, baðst undan því að svara spurningum um það hvort bæjarstjórar geti skrifað undir einkaréttaryfirlýsing- ar eða sent bréf til orkufyrirtækja í nafni sveitarfélags án þess að bera slíkt undir bæjarstjórn eða -ráð. „Ég get ekki svarað þessari spurn- ingu núna þar sem ég mun hugs- anlega þurfa að svara henni síðar,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir ráðu- neytisstjóri. Ástæðan er sú að hún gæti gert sig vanhæfa til að fjalla um málið. „Samkvæmt sveitarstjórnar- lögunum er hægt að kæra ýmsar ákvarðanir sveitarstjórna til ráðu- neytisins. En ég má ekki tjá mig vegna þess að þetta gæti komið inn á borð til okkar.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Segir Ólaf fara með rangt mál ➤ Bæjarstjóri Ölfuss undirritaðieinkaleyfisyfirlýsingu við Arc- tus 6. nóvember 2006. ➤ Í henni skuldbindur Ölfus sigtil að eiga ekki viðræður við aðra álframleiðendur í 18 mánuði. ➤ Arctus vill meina að Ölfus hafibrotið samkonulagið og íhug- ar málsókn. EINKARÉTTARYFIRLÝSING Ólafur Áki sagði í 24 stundum í gær að allir bæjarfulltrúar hefðu vitað af bréfinu.  Bæjarfulltrúi í Ölfusi segir bæjarstjóra ekki hafa upplýst um bréf til Landsvirkjunar  Samgönguráðuneytið vill ekki verða vanhæft 24stundir/Ómar Ummæli Ólafs Áka um Arctus í fjölmiðlum STUTT

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.