24 stundir - 02.04.2008, Síða 12

24 stundir - 02.04.2008, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Einn af hverjum þremur tíundubekkingum langar til að flytjast úr landi og fjórðungur gerir ráð fyrir að búa í útlöndum. Þetta er meðal niðurstaðna Þórodds Bjarnasonar, félagsfræðiprófessors við Háskólann á Akureyri, sem sagt var frá í 24 stundum í gær. Ungmennum, sem sjá fyrir sér að flytja burt af Íslandi, hefur fjölgað verulega frá því að sam- bærileg rannsókn var gerð 1992. Niðurstöðurnar þurfa ekki að koma á óvart. Eins og Þóroddur bendir á, hefur EES-samningurinn opnað Íslendingum auðvelda leið til ann- arra Evrópulanda. Efnahagslífið og samfélagið allt er alþjóðavæddara. Undanfarin ár hefur fólk flykkzt til Íslands frá öðrum ríkjum vegna mikilla efnahagsumsvifa. Það getur að sjálfsögðu snúizt við ef hér verð- ur samdráttur en uppsveifla annars staðar. Með athyglisverðari niðurstöðum könnunarinnar er að af ungmenn- um á landsbyggðinni sjá nú fleiri fyrir sér að þau flytji til útlanda en að þau flytji til Reykjavíkur. Þetta sýnir vel að víglínan í byggðamálum ligg- ur ekki um landamerki höfuðborgarsvæðisins. Hún liggur um Keflavík- urflugvöll. Það getur orðið flókið að halda í bezta fólkið, ekki bara á landsbyggðinni heldur á Íslandi yfirleitt. Einkum og sér í lagi ef ekki tekst fljótlega að skapa stöðugleika í efnahagslífinu á ný. Það sést vel á ótal samtölum í fjölmiðlum við unga Íslendinga, sem velta því nú alvar- lega fyrir sér hvort þeir eigi að snúa aftur heim úr námi. Hluti af því að verja víglínuna á Miðnesheiði er að ná að skapa hér al- menn, efnahagsleg skilyrði sem standast samanburð við nágrannalönd- in. Það á við um verðbólgu og vexti, sem við glímum nú við, en ekki síður um skatta og verðlag. Í skatta- málum stöndum við nokkuð vel í samanburðinum, en hreint ekki í verðlagsmálunum. Og þar er ekki bara utanaðkomandi þáttum um að kenna, heldur í mörgum tilvikum stefnu stjórnvalda. Annar lykilþáttur í vörninni er að skapa í Reykja- vík borgarsamfélag, sem stendur undir nafni og svalar metnaði og þörfum ungs fólks sem kýs á ann- að borð að búa í borg. Almenningssamgöngur sem virka, almennileg samgöngumannvirki og miðborg sem fólk flýr ekki heldur sækir í og ber virðingu fyrir eru á listanum yfir það sem þarf að vera í slíkri borg. Víglínan um Keflavíkurvöll SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Iðnaðarráðherra, Össur Skarp- héðinsson, sagði á fundi í Kefla- vík fyrir nokkrum dögum að stjórnvöld myndu ekki standa í vegi fyrir byggingu álvers í Helguvík og bætti við að það væru ákaflega margir hlynntari álveri nú heldur en til dæmis fyrir kosn- ingar. Þetta þýðir að hann hefur kokgleypt „Fagra Ísland“ í einum bita án þess að blikka auga. For- maðurinn, Ingibjörg Sólrún, sagði hins vegar á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar í gær að það ætti ekki að fara út í stór- iðjuframkvæmdir í Helguvík að svo stöddu. Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is BLOGGARINN Fagra Ísland Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti stanslaust síðan árið 2004. Til hvers? Jú, til að berjast gegn verðbólgu eins og honum er ætlað, berjast gegn þenslu. Samt hefur hann aldrei náð verð- bólgumark- miðum sínum þennan tíma. Hvað hefur rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins gert til að slá á þensluna? Jú, af stór- hug sínum frestaði hún vega- framkvæmdum á Vestfjörðum! Hún einkavæddi bankana alla í einu og afhenti þá pólitískum vildarvinum á silfurfati. Hún lækkaði skatta á hátekjufólk og fyrirtæki. Jón Bjarnason jonbjarnason.blog.is Gagnslaust Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur rétt fyrir sér. Hernám verk- taka á miðbænum er mest Fram- sókn að kenna. Sá flokkur hefur meira en aðrir gengið fram í þjónustu við verktaka. Um leið ber hann mikla ábyrgð á hernám- inu. Borgin hefur sofið og látið verktaka valta yfir sig kruss og þvers. Þeir hafa skipulagt lóðir og sent inn pantanir, sem fela í sér margfalda nýtingu á við það, sem fyrir var. Borginni ber engin skylda til að auka verðmæti lóða. Taka ber hart á gæludýrum Fram- sóknar, sem kaupa gömul hús og níða þau markvisst niður. Jónas Kristjánsson jonas.is Gæludýrin Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Bílstjórar eru óánægðir. Reykvískir öku- menn eru orðnir leiðir á umferðartöfum sem stafa af aðgerðaleysi og einkennilegri forgangsröð stjórnmálamanna. Öllum ofbýður hátt bensínverð og mörgum finnast álögur hins opinbera á bíleigendur allt of miklar. Álögur ríkisins gera almenningi sann- arlega erfiðara fyrir en ella að komast leiðar sinnar. At- vinnubílstjórar eru auk þess ævareiðir yfir því að ríkið sjái þeim ekki fyrir hvíldaraðstöðu. Við þessu ástandi er nauðsynlegt að bregðast og telja sumir atvinnubílstjórar heppilegustu leiðina til þess þá að hefta enn frekar för annarra bílstjóra um höf- uðborgina og nágrenni hennar. Eftir því sem fram kom í máli eins bílstjórans er þetta meðal annars gert vegna þess að mótmæli á Miklatúni og jafnvel Aust- urvelli hafa litlu skilað. Það blasir auðvitað við að eina leiðin er að valda öðrum vegfarendum eins miklum ama og mögulegt er! Nei, að öllu gamni slepptu eru auðvitað aðgerðir vörubílstjóra síðustu daga fráleitar. Óvíst er nákvæmlega að hverjum kröfur þeirra beinast eða hverjar þær eru. Það er hins vegar alveg víst að þær beinast alls ekki að öðrum vegfarendum, sem hafa ekkert annað sér til saka unnið en að vilja nota göt- urnar til að komast á milli staða. Fara í og úr vinnu, sækja börn á leikskóla, fara í matvöruverslun o.s.frv. Fólkið sem var að reyna að komast leiðar sinnar en komst ekki vegna aðgerða vörubílstjóra var beitt órétti. Þó að margir hafi fagnað aðgerðunum var fjöldi fólks sem ekki var á sama máli og óréttur verður ekki réttur við það eitt að hugsanlegur meirihluti einhvers hóps sé slíkum gerðum fylgjandi. Áður en lengra er haldið ættu bíl- stjórarnir að koma því á hreint ná- kvæmlega hverjar kröfur þeirra eru og að hverjum kröfur þeirra beinast. Ef þær beinast að stjórnvöldum væri síðan í framhaldinu tilvalið að koma í veg fyrir að fjármálaráðherra og sam- gönguráðherra komist til ráðuneyta sinna. Bæði bílstjórarnir og ráherr- arnir eru þá ólíklegri en ella til að valda almenningi í landinu frekara tjóni. Höfundur er verkfræðingur Fráleit mótmæli ÁLIT Þorsteinn Arnalds tharnalds@ gmail.com

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.