24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Ægi Þór Eysteinsson
aegir@24stundir.is
„Ég ákvað að flytja til Íslands eftir
að móðir mín veiktist, því launin
mín í Póllandi dugðu mér engan
veginn til að aðstoða hana þar sem
hún býr í Kasakstan,“ segir Anna
Filinska, 26 ára kona frá Kasakstan
sem hefur búið hér á landi frá því í
október.
Anna fæddist í Kasakstan, en
þrátt fyrir það lítur hún á sig sem
Pólverja, enda voru foreldrar henn-
ar frá Póllandi, en foreldrar þeirra
voru sendir frá heimalandi sínu til
Kasakstans af Rússum stuttu fyrir
síðari heimsstyrjöldina. Faðir
Önnu lést úr krabbameini þegar
hún var fjórtán ára, en hún á tvær
systur sem búa hjá móður hennar í
Kasakstan.
Með tvær meistaragráður
Árið 1999 flutti Anna til Lublin í
Póllandi til að setjast á skólabekk.
Hún lauk meistaranámi í pólsku og
fjölmiðlafræði árið 2005 og réði sig
í kjölfarið til starfa sem kennari í
smábæ skammt frá borginni
Bochnia í Póllandi.
Hún öðlaðist pólskan ríkisborg-
ararétt árið 2006 en ákvað í kjölfar
veikinda móður sinnar að flytja til
Íslands ásamt kærasta sínum, en
hún hafði heyrt Pólverja sem bú-
settir eru hér á landi bera landi og
þjóð vel söguna.
Skömmu eftir komuna til lands-
ins fékk hún vinnu hjá veitinga-
staðnum American Style og hefur
unnið þar síðan.
„Mér finnst gaman að vinna
hérna því hér vinnur gott fólk, en
mér er í raun alveg sama hvar ég
vinn því ég vil bara hjálpa fjöl-
skyldu minni. Það er dýrt að lifa á
Íslandi en launin duga mér til að
senda peninga mánaðarlega heim
til Kasakstans.“
Nauðsynlegt framtak
Auk þess að sinna fullu starfi hjá
American Style, gefur Anna út dag-
blað á pólsku á netinu sem hún
skrifar sjálf og ritstýrir, en hún
vinnur um þessar mundir að út-
gáfu fjórða tölublaðsins. „Ég gef
þetta blað út fyrst og fremst til að
hjálpa Pólverjum hér á landi. Í
blaðinu eru bæði fréttir sem ég
skrifa sjálf og fréttir sem ég þýði yf-
ir á pólsku og svo hef ég tekið við-
töl við Pólverja á Íslandi og birt í
blaðinu. Þá eru líka alls konar upp-
lýsingar í blaðinu fyrir Pólverja hér
á landi, til dæmis um hvar þeir geti
sótt þjónustu og svo framvegis. En
það getur oft verið mjög erfitt fyrir
útlendinga að afla sér upplýsinga á
Íslandi um hvert þeir eiga að snúa
sér varðandi hin ýmsu mál, því þeir
kunna ekki á kerfið.“
Bjartsýn á framtíðina
Í blaðinu sem heitir Przeglad Isl-
andzki á frummálinu eru engar
auglýsingar en Anna vonar að
blaðið muni stækka og dafna í
framtíðinni. „Ég vona að blaðið
stækki með tíð og tíma og fleiri
komi að því síðar meir. Kannski
getur maður einhvern tímann farið
að selja auglýsingar í blaðið og haft
eitthvað upp úr þessu, en eins og er
er þetta bara áhugamálið mitt,“
segir Anna og hlær.
Steikir á daginn,
skrifar á kvöldin
Ung kona frá Kasakstan, með tvær háskólagráður, vinnur í fullu
starfi á hamborgarastað og gefur út pólskt dagblað í frístundum
Anna Filinska Gefur
út dagblað á pólsku til
að aðstoða landa sína
hér á landi.
➤ Blaðið sem Anna gefur út erhægt að nálgast ókeypis á
slóðinni www.przegladisl-
andzki.pl.
➤ Í fyrsta tölublaði blaðsins,sem er fjórar síður, eru grein-
ar og myndir eftir Önnu, en
þar er lesendum blaðsins
einnig kennt að telja á ís-
lensku.
DAGBLAÐIÐ
MARKAÐURINN Í GÆR
!""#
!"#
$
%
&#
'()*+
'
,
-./.
0#1
2
345
#"
" 61
"(##
(7
81
!"# "
+9#/
'
01 - -
:
-
;#
1
-/
!
: -
0 -< =
$
'
>43?@AA3
?B5C>5D?
3@3C>?DC3
>4BCBCCACA
C4>@434B@C
3B?B?5AA
C4?C?C5A
CD3@>@D@A3
>>CBBAC33?
5B3DD?BB
>?43>>@A4
53C3AB?4C
?3A?DAA
>A@DB@34
,
A
A
>D3>BB@
>D>4>D
BBAA
>3D3>CA3
DA5AAA
,
C>45@@C?>@3
,
,
@5DAD@3A
>BAAAA
,
?E3?
@>ECA
>AE@5
4ECD
>?E>A
CCE>5
C@E3A
BACEAA
CDE@A
D>EBA
@EC4
>>E44
@E>?
DCE>A
>E3A
4E?4
>DBE5A
>@@AEAA
345EAA
AEB?
>@BEAA
AEDA
CCEAA
4EC4
,
,
5AC5EAA
>AEAA
,
?E@4
@>E5A
>AE54
4E3@
>?ECA
CCECA
C@E55
BA3EAA
CDE55
DCE?A
@ECD
>>E?C
@E3>
D3ECA
>E3C
4EBA
CAAEAA
>@?AEAA
3?AEAA
AEBB
>5AEAA
CECA
CCEAA
4E33
,
,
5>AAEAA
>CEAA
4EAA
/
- ?
C4
@>
33
BB
>A
>A
>D>
?C
>5
54
CB
B
D
,
,
,
B
>
>
C5
>
,
>5
,
,
4
>
,
F#
-#-
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
3>3CAAB
3>3CAAB
3>3CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>@CAAB
>A3CAAB
>BCCAAB
>@CAAB
4>CCAA?
CCBCAA?
>@CAAB
>@CAAB
?3CAAB
● Mestu viðskiptin í Kauphöll
OMX í gær voru með bréf í Skipt-
um fyrir 21,654 milljónir króna.
● Mesta hækkunin var á bréfum
í Century Aluminium eða um
1,41%. Bréf í Skiptum hækkuðu
um 0,8% og bréf í Atorku um
0,54%.
● Mesta lækkunin var á bréfum í
Eimskipum, 4,32%. Bréf í Ice-
landic group lækkuðu um 3,21%
og bréf í Icelandair um 2%.
● Úrvalsvísitalan lækkaði um
0,19% og stóð í 5,041,26 stigum í
lok dags.
● Íslenska krónan veiktist um
0,81% í gær.
● Samnorræna OMX-vísitalan
hækkaði um 4,03%. Breska FTSE-
vísitalan hækkaði um 2,6% og
þýska DAX-vísitalan um 2,8%.
Stjórn Icelandic Group hefur sam-
þykkt að leggja tillögu fyrir hlut-
hafa á aðalfundi félagsins þann 18.
apríl nk. þess efnis að hluthafar
samþykki að félaginu verði heim-
ilt að taka víkjandi skuldabréfalán
til 4 ára samanlagt að höfuðstóls-
fjárhæð í íslenskum krónum er
samsvarar 41 milljón evra á þeim
tíma sem skuldabréfalánið er
veitt, með 23% föstum ársvöxtum, er veiti kröfuhafa rétt til þess að
breyta kröfu samkvæmt skuldabréfaláninu á hendur félaginu í hluti í
því á genginu 1,00.
Til stendur að bjóða hluthöfum félagsins og fagfjárfestum að kaupa
framangreind skuldabréf í lokuðu útboði.
Stjórn Icelandic Group hf. samþykkti ennfremur að falla frá áður sam-
þykktri tillögu sinni um að leggja til við aðalfund aukningu á hlutafé
um allt að 30.000.000 evrur. mbl.is
Heimild til lántöku
Íslenskir fjallaleiðsögumenn ehf.
hafa gert samning um kaup á Ís-
lenskum ferðamarkaði ehf. (Ice-
landic Travel Market) fyrir milli-
göngu Saga Capital
fjárfestingarbanka. Jafnframt
hafa eigendur Íslenskra fjallaleið-
sögumanna og Iceland Rovers
(Íslandsflakkarar ehf.) undirritað
samkomulag um sameiningu.
Nýtt sameinað fyrirtæki verður
rekið undir nafni Íslenskra fjalla-
leiðsögumanna. Höfuðstöðvar
fyrirtækisins verða að Vagnhöfða
7 í Reykjavík og framkvæmda-
stjóri verður Elín Sigurveig Sig-
urðardóttir, núverandi fram-
kvæmdastjóri Íslenskra
fjallaleiðsögumanna.
Starfstöðvar fyrirtækisins verða í
Reykjavík, Skaftafelli og við Sól-
heimajökul. mbl.is
Þrjú fyrirtæki
sameinast
Kraumur, nýr sjálfstætt starfandi
sjóður og starfsemi sem hefur það
að markmiði að efla íslenskt tón-
listarlíf, kynnti sín fyrstu verkefni
og stuðning við unga íslenska tón-
listarmenn og hljómsveitir í gær.
Stærstu framlög Kraums til lista-
manna að þessu sinni fara í stuðn-
ing við Mugison, 4 milljónir, Vík-
ing Heiðar Ólafsson, 1,5 milljónir,
og Amiinu, 1,2 milljónir.
Tíu milljónir
í tónlistina
Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í mars var 564 milljarðar og er
þetta næstmesta mánaðarvelta frá upphafi en veltan var mest í janúar
sl. er hún nam 683 milljörðum króna. Það sem af er ári nemur heild-
arveltan 1.619 milljörðum og er það meiri velta en á þremur fyrstu
fjórðungum síðasta árs en þá nam heildarveltan 1.592 milljörðum
króna í Kauphöll Íslands.
Kaupþing Banki var með mestu hlutdeildina á skuldabréfamarkaði
eða um 27%, næst kom Glitnir banki með 20,2% hlutdeild og því næst
Landsbankinn með 19% hlutdeild. mbl.is
Skuldabréfaveltan 1.619
milljarðar á fyrsta ársfjórðungi
Samgönguráðherrar Svíþjóðar og
Danmerkur greindu frá því í gær að
stefnt sé að því að sameina póst-
þjónustu landanna tveggja. Alls
verða starfsmenn nýja fyrirtækisins
um 50 þúsund talsins og velta þess
um 45 milljarðar sænskra króna.
Póstsameining
FÉOGFRAMI
vidskipti@24stundir.is a
Ég vona að blaðið stækki með tíð og tíma
og fleiri komi að því síðar meir. Kannski
getur maður einhvern tímann farið að selja aug-
lýsingar í blaðið og haft eitthvað upp úr þessu.
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafskutlur
-umhverfisvænn ferðamáti