24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 23 Í anda veggfóðursins hefur það verið í tísku undanfarin ár að hafa eitthvað aðeins meira en bera málningu á veggjunum. Að skreyta veggina þannig að þeir sjálfir breytist í hálfgerð listaverk. Þetta hefur verið gert með veggfóðri, stenslum og öðru en nú eru líka fá- anleg mót sem eru einkar þægileg í notkun. Á síðunni Wallter.com má finna alls kyns falleg mót sem henta vel til að hengja upp á veggi. Mótin eru fest með lími og því má festa þau á hvaða vegg, hurð eða hús- gagn sem er. Þegar búið er að festa Wallter-mótin á vegginn verða þau hluti af herberginu og henta sér- staklega vel fyrir barnaherbergi enda eru stór mynstur á borð við þessi aðlaðandi í augum barna. Mótin má mála í hvaða lit sem er og þannig er hægt að mynda skugga í herberginu, ef mótin eru máluð í öðrum lit en herbergið sjálft. svanhvit@24stundir.is Falleg mót til að skreyta herbergi Veggur verður að listaverki Fallegt Hér má sjá hvernig mótin eru notuð til að skapa listaverk á eldhúsveggi sem kemur einkar vel út. Allt eins hefði mátt snúa mótunum á hinn veginn. Skemmtilegt Góð í barnaherbergi. Litríkt Myndskreyting með mótunum. Margir safna salt- og piparstauk- um og kaupa sér gjarnan slíkt. Hér er eitt slíkt par, saltað og piprað en um leið sætt. Salt og pipar í vangadansi Þessi hönnun er tilvalin fyrir þá sem vilja hafa rauðvínsdreitil við höndina í fallegum umbúðum eða bera smekklega fram í matarboði. Rauðvínsbelja í sparifötunum Hér er á ferð má segja klukka í felulitum en hún getur falið sig vel í bókahillunum. Öðruvísi og falleg hönnun. Bókaklukka í felubúningi Breska fyrirtækinu Funky Little Darlings var komið á fót árið 2006 af þeim Mandy Colliss og David Quinton. Samanlagt hafa þau rúmlega 40 ára reynslu af grafík, þrívídd og hönnun umbúða, að- allega innan leikfanga- og tölvu- leikjaiðnaðarins. Hönnuðirnir byrjuðu á því að hanna vegg- listaverk og mála á veggi í barna- herbergjum en á ellefta degi fannst eigendum verkið farið að taka dá- lítið langan tíma og Mandy og David ákváðu að finna aðra leið til að koma sköpun sinni á framfæri. Stafræn prentun Í framhaldi af því fengu þau til liðs við sig prentsmiðju sem sér- hæfir sig í því að prenta stafræn veggmálverk í skærum litum sem síðan eru fest á vegginn. Eigendur Funky Little Darlings hafa meðal annars verið í samstarfi við BBC og Disney um að framleiða skrautleg veggverk í anda Tele- tubbies, Action Man og Sindy. Í kjölfarið á því hefur fyrirtækið að langmestu leyti einbeitt sér að hönnun fyrir börn. Unnið er út frá þeirri hugmyndafræði að börnum á að vera skemmt og ímyndunarafl þeirra innblásið af umhverfinu. Þau eiga að geta kannað liti, yfirborð og áferð sem hvetur þau til skapandi hugsunar og gjörða. Einkunnarorð fyrirtæk- isins eru gæði og þjónusta en áður en verkið er sett á vegginn er hann gerður tandurhreinn og ábyrgst að verkið muni endast í 8 ár. Öll hönnun fyrirtækisins er unnin samkvæmt hæstu umhverf- isstöðlum og reglum sem slíku til- heyra í Bretlandi. Hugmyndaflug barnanna Veggmálverkin má útfæra eftir smekk og áhugmálum barnsins. Frekari upplýsingar má finna á http://www.funkylittledar- lings.co.uk/. Veggmálverk í skærum litum Sérsniðin fyrir börn Skærir litir og stór form Eru áberandi í vegg- málverkum Funky Little Darlings sem sérhæfir sig í hönn- un fyrir barnaherbergi. Fyrir þá sem vilja gera garðinn eða svæðið utanhúss aðlaðandi til útiveru er um margt að velja. Palla- einingar sem fást í bygginga- vöruverslunum gera smíði á úti- pöllum auðvelda. Á myndinni hér að ofan er sýndur pallur sem hefur verið gerður að nokkurs konar gróðurhúsi. Svo er um að gera að gefast ekki upp ef fjárráðin eru lítil. Falleg stólsessa, litfagrar pullur og púðar og nokkrar orkídeur eða sí- grænn gróður í fögrum pottum getur gert gæfumuninn. Hér er sessunni einfaldlega stillt upp á stétt við húsvegg og virkar vel. Tvær ólíkar hugmyndir fyrir sumarið Fyrirhöfn eður ei www.formaco.is Fossaleyni 8 . 112 Reykjavík . Sími 412 1700 . Fax 412 1799 . formaco@formaco.is fo rm ac o Velfac gluggar eru hannaðir og framleiddir með hámarks endingu í huga. Betri ending þýðir einfaldlega minna viðhald og lægri kostnað þegar fram líða stundir. Hönnunin er einföld og stílhrein sem gerir það að verkum að Velfac gluggarnir fara aldrei úr tísku. Ál-tré gluggar Lágmarks viðhald Falleg og tímalaus hönnun Aukin vörn gegn innbrotum 15 ára reynsla á Íslandi 10 ára ábyrgð Gluggar fyrir lífið         

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.