24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Lögregla í Kaupmannahöfn leitar
nú fimm til sex manna sem grun-
aðir eru um að hafa rænt peninga-
flutningafyrirtækið Loomis í Glost-
rup, rétt fyrir utan höfuðborgina,
aðfaranótt gærdagsins. Ræningj-
arnir eru taldir hafa haft um 30
milljónir danskra króna á brott
með sér, jafnvirði um 480 milljóna
króna. Ránið er það annað stærsta í
sögu Danmerkur.
Töpuðu hluta þýfisins
Lögregla segir mennina hafa
notað sprengiefni eða ekið vörubíl
á vegg fyrirtækisins, ráðist inn í
fjárhirslurnar, vopnaðir skotvopn-
um, og tekið fjölda málmkassa
fyllta seðlum. Að sögn vitna óku
þeir að því loknu á brott í þremur
til fjórum Audi-skutbílum á þýsk-
um eða sænskum númerum. Ræn-
ingjarnar flúðu hins vegar af vett-
vangi í svo miklum flýti að í öllum
hamagangnum misstu þeir nokkra
peningakassa úr bílum sínum.
Naglamottur og sprengiefni
Áður höfðu mennirnir dreift
naglamottum á götuna við ráns-
staðinn, þannig að bíldekk þriggja
lögreglubíla sprungu er þeir komu
á vettvang. Auk þess skildu ræn-
ingjarnir eftir um tíu kíló af
sprengiefni á Glostrup-lestarstöð-
inni, sem lögregla lokaði í kjölfarið
á meðan sprengiefnið var fjarlægt.
Meðan á því stóð fóru engar lestir
um stöðina, þannig að fjöldi fólks
lenti í vandræðum á leið sinni til
vinnu.
Þaulskipulagt rán
Síðdegis í gær fann lögregla tvo
Audi-bíla sem grunur leikur á að
tengist ráninu. Þeir fundust í höfn-
inni í Ishøj og í Hvidovre á Sjá-
landi. Í bílnum fannst meðal ann-
ars nokkurt magn sprengiefnis.
Brian Normann, talsmaður
Kaupmannahafnarlögreglunnar,
segir liggja í augum uppi að ránið í
Glostrup hafi verið skipulagt í
þaula. Normann segir að ránið
minni um margt á annað rán sem
var framið í Malmö í Svíþjóð fyrir
um mánuði. Hann segist óttast að
ræningjarnir hafi þegar yfirgefið
danska grund.
Þaulskipulagt rán Lögregla
leitar nú fimm til sex manna í
tengslum við ránið í Glostrup.
Annað stærsta
rán í sögu Dana
Hópur manna rændi peningaflutningafyrirtæki í Glostrup
Ræningjarnir höfðu 30 milljónir danskra króna á brott með sér
➤ Stærsta ránið í sögu Dan-merkur var framið árið 2000.
➤ Ræningjar náðu þá 41 milljóndanskra króna er þeir rændu
peningaflutningabíl S & P
Security Services í Glostrup.
➤ Í lok síðasta árs náðu grímu-klæddir menn um 27 millj-
ónum danskra króna þegar
dreifingarmiðstöð Danske
Bank var rænd í Braband.
RÁN Í DANMÖRKU
Varnarmálaráðherra Bretlands
tilkynnti í gær að frestun yrði á að
fækka í herliði landsins í Írak. Des
Browne sagði ástæðuna vera vax-
andi óróleika í borginni Basra. Til
stóð að fækka í herliðinu um 1.500,
úr 4.000 í 2.500, með vorinu.
Ráðherrann sagði að í ljósi at-
burða síðustu daga sé það viturlegt
að stöðva frekari fækkun og fylgjast
áfram grannt með gangi mála. „Á
þessu stigi munum við áfram vera
með 4.000 hermenn á staðnum, á
meðan við ræðum við bandamenn
okkar og írösk stjórnvöld um fram-
haldið.“
Róstusamt hefur verið í Basra að
undanförnu eftir að stjórnarher
Íraks hóf sókn sína gegn liðsmönn-
um Mehdi-hers sjítaklerksins
Moqtada al-Sadr. Víða hefur kom-
ið til átaka, þrátt fyrir yfirlýsingu
al-Sadr, þar sem hann skipaði
mönnum sínum að hætta árásum.
Aukið mannfall
Fréttir bárust af því í gær að tala
látinna Íraka í marsmánuði hefði
hækkað um 50 prósent frá fyrri
mánuði. Samkvæmt opinberum
tölum íraskra yfirvalda létust tæp-
lega 1.100 Írakar, þar af 925
óbreyttir borgarar, í ofbeldisverk-
um í mars. Þá fjölgaði jafnframt
sjálfsvígssprengjuárásum og vopn-
uðum átökum. atlii@24stundir.is
Róstusamt Látnum
Írökum fjölgaði um 50
prósent milli mánaða.
Versnandi ástand í borginni Basra
Bretar fresta fækkun
í herliði sínu í Írak
Borgaryfirvöld í Kaupmanna-
höfn og fulltrúar gamla Ung-
dómshússins á Jagtvej 69 hafa
náð samkomulagi um að nýju
Ungdómshúsi verði fundinn
staður á Dortheavej 61 í Norð-
vesturhverfi borgarinnar.
Ungdómshúsið verður í 1.800
fermetra viðbyggingu. Miklar
óeirðir brutust út í þegar Ung-
dómshúsið var rýmt og síðar
rifið. Mótmælendur brutu þá
rúður í ólátunum, rændu
verslanir og kveiktu í bílum á
götum úti. aí
Kaupmannahöfn
Ungdómshúsi
fundinn staður
Margt bendir til þess að þörf
sé á annarri umferð í forseta-
kosningunum í Simbabve.
Talsmenn stjórnarflokksins
hafa viðurkennt að stjórn-
arandstæðingurinn Morgan
Tsvangirai hafi hlotið fleiri at-
kvæði en Robert Mugabe for-
seti, en ekki nægilega mörg til
að sleppa við aðra umferð.
Að sögn AP fréttastofunnar
hafa menn Mugabes og
Tsvangirai rætt þann mögu-
leika að Mugabe afsali sér
völdum. aí
Kosningar í Simbabve
Önnur umferð
í forsetakjöri?
Ilkka Kanerva hefur sagt af sér
embætti utanríkisráðherra
Finnlands í kjölfar SMS-
hneykslisins svokallaða. Alex-
ander Stubb, þingmaður
Finna á Evrópuþinginu, hefur
verið skipaður arftaki Ka-
nerva. Jyrki Katainen, for-
maður Hægriflokksins, var
voteygur er hann tilkynnti um
ráðherraskiptin í gær. „Þetta
var erfið ákvörðun. Kanerva
hefur staðið sig frábærlega
sem utanríkisráðherra og ég
vildi treysta honum.“ Hann
nyti hins vegar ekki lengur
fullkomins trausts.
Kanerva sagði af sér eftir að
upp komst að hann hafði sent
um 200 vafasöm textaskilaboð
til nektardansmeyjar. aí
Finnska SMS-hneykslið
Segir af sér
Í Tösku- og hanskabúðinni má finna
mikið úrval af handtöskum, tölvu- og
skjalatöskum, seðla-og leðurveskjum,
ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum
göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt. Þú getur litið
við í verslun okkar eða einfaldlega farið á slóðina
www.th.is þar sem hægt er á aðgengilegan
hátt að skoða úrvalið og gera góð kaup!
Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
Skeifan 11d • 108 Reykjavík
sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15
Vönduð ítölsk leðurstígvél
fyrir breiða kálfa
(vídd 44 - 48cm)
skóstærðir 38 - 43
Ný sending af
yfirhöfnum
st: 42-58