24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir með því væri stoðunum kippt und- an annarri kjötframleiðslu í land- inu. Ekki væru forsendur til þess að halda úti kjötvinnslu og sláturhús- um ef framleiðsla á svínkjöti, kjúk- lingum og eggjum legðist af. Ekki lítill landbúnaður Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtaka Íslands, segir að miðað við gögn frá Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands muni verða 60 til sjötíu prósenta veltusamdráttur í íslenskri kjötframleiðslu. „Ef það gerist sjáum við ekki fram á að kjötvinnslur og sláturhús hafi bol- magn til að standast slíkt högg. Þetta er ekki lítill landbúnaður Svínabú á landinu eru tuttugu talsins og árið 2005 töldust 90 manns vinna beint við svínarækt samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni. Kjúklingabú á landinu eru 43 og töldust 80 manns vinna beint við kjúklingaræktun árið 2005. Þar með er ekki öll sagan sögð því samkvæmt gögnum Hag- stofunnar frá 2005 teljast 170 manns vinna við slátrun og vinnslu alifuglakjöts. Ekki liggja fyrir ná- kvæmar tölur um fjölda þeirra sem vinna við slátrun og úrvinnslu svínakjöts en miðað við markaðs- hlutdeild er ekki óvarlegt að áætla að ríflega 400 hundruð manns vinni við þau störf. Auk þessara starfa eru fjölmörg önnur afleidd störf af greinunum. Mjög alvarlegar afleiðingar Allir þeir sem 24 stundir ræddu við innan greinanna töldu að ef tollar á svína- og fuglakjöt yrðu lækkaðir verulega myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir greinarnar. Þar á ofan væri ljóst að þrátt fyrir að búin séu kannski ekki mjög mörg. Þessar tvær búgreinar eru um það bil 55 prósent af ís- lenskum kjötmarkaði og svínakjöt ber um þriðjung af veltu hjá slát- urhúsunum.“ Haraldur segir af og frá að þessar greinar séu fámennisgreinar. „Þess- ar greinar skipta gríðarlega miklu máli í stærra samhengi. Það er til dæmis alveg ljóst að það yrði mjög erfitt að fá kjarnfóður á eðlilegu verði fyrir aðrar búgreinar ef þessi framleiðsla leggst af því að kjarn- fóðurnotkun þessara greina er meira en helmingur af allri notk- uninni.“ Byggð myndi leggjast af Haraldur telur að það yrði gríð- arlegt högg fyrir byggðir landsins ef þessar tillögur næðu fram að ganga. „Ég tel ljóst að við landbún- aður myndi leggjast af víða um land. Landbúnaður er uppistaðan í atvinnu í mörgum byggðum og ég er hræddur um að ef bændur myndu hrekjast úr sveitunum myndi fjöldi lítilla byggðarlaga hreinlega leggjast af. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Kjötframleiðsla gæti lagst af  Hugmyndir formanns Samfylkingarinnar um tollalækkanir eru umdeildar  Bændur uggandi um stöðu sína SVÍNA-, KJÚKLINGA- OG EGGJABÚ Á ÍSLANDI Hraunbær Pálmholt Teigur Teigur Miðsker Stafholtsveggir Brúarland Minni-Vatnsleysa Þórisstaðir Laxarárdalur Bjarnastaðir Melar Brimnes Vallá Brautarholt Grænahraun Hánefsstaðir Hamrar Efra-Mýrabúið Gerði Klaufi Stjörnuegg Nesbú Auðsholt Miklholtshellisbúið Reykjavík Brúnegg Stjörnuegg Grímsstaðir Tannstaðabakki Eyjaberg Fagrabrekka Reykjagarður Matfugl (3 bú) Heiðabú Hvammur Reykjabúið Hjallakrókur Bræðraból Matfugl (2 bú) Heiðarbær 1 Vor Reykjagarður Högnastaðir Svínabú Eggjabú Kjúklingabú Kjúklinga- og eggjabú Grafík: 24stundir/Einar Elí ➤ Þeir sem þekkja til telja aðeggjaframleiðsla á Íslandi myndi leggjast af ef ekki væri hér kjúklingkjötsframleiðsla. ➤ Mikil vöntun hefur verið áeggjum í heiminum á síðustu árum og heimsmarkaðsverð hefur hækkað mikið. ➤ Því telja menn líklegt að verðá eggjum myndi hækka ef þau yrðu flutt inn. EGGJAFRAMLEIÐSLA Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is FRÉTTASKÝRING KJÖTNEYSLA 1985-2006 Kílógrömm á íbúa Kindakjöt Nautakjöt Fuglakjöt Svínakjöt Hrossakjöt 1985 2006 41,5 10,7 7,2 6,6 3,3 23,2 10,5 21,4 18,9 2,4 Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, segist ekki styðja það að innflutningur á svínakjöti og kjúklingakjöti verði gerður óheft- ur. Yfirlýsingar Ingibjargar Sól- rúnar hafa lagst mjög illa í for- svarsmenn bænda sem hafa sagt að með því að lækka tolla veru- lega á innflutning þessara kjöt- vara sé verið að slá af atvinnu- greinarnar með einu pennastriki. Hugmyndir Ingibjargar séu óá- byrgar. Ekki farið í stórfelldar lækkanir Einar Kristinn hefur sagt í fjöl- miðlum að undanförnu að ekki standi til að ráðist verði í stór- felldar tollalækkanir á landbún- aðarvörum. Einar segir ljóst að ef farið yrði í frekari tollalækkanir á innfluttu svínakjöti og kjúklinga- kjöti myndi það hafa áhrif á alla aðra kjötframleiðslu í landinu. Þessi framleiðsla skapi verðmæti eins og önnur framleiðsla og það sé ekki ábyrgt að kippa undan henni fótunum. Tollar á innfluttar landbúnað- arvörur voru lækkaðir um fjöru- tíu prósent í fyrra með samn- ingum við Evrópusambandið. freyr@24stundir.is Einar Kristinn Guðfinnsson segir ekki standa til að lækka tolla strax Vill ekki óheftan innflutning Landbúnaðarráðherra Vill ekki óheftan innflutning á svína- kjöti og kjúklingakjöti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir for- maður Samfylkingarinnar sagði í ræðu á flokksstjórnarfundi flokks- ins 30. mars síðastliðinn að ríkis- stjórnin yrði að leggjast á árarnar við að draga úr verðbólgu. Nefndi hún aðgerðir sem hægt væri að fara út í nú þegar. Ríkisstjórnin ætti að hraða að- gerðum í þá átt að draga úr óbeinni skattheimtu og það ætti einkum að gera með því að lækka tolla og vörugjöld. Slík aðgerð væri í tengslum við stefnumið ríkis- stjórnarinnar sem hefðu verið tí- unduð í yfirlýsingu til að liðka fyrir kjarasamningum. Ingibjörg beindi sjónum sínum einkum að matvælageiranum. „Ég tel því rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt mat- væli sem ekki teljast til hefðbund- ins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöt. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda,“ sagði Ingibjörg í ræðunni. fr Ingibjörg Sólrún á flokkstjórnarfundi Vill lækkun á tollum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.