24 stundir


24 stundir - 02.04.2008, Qupperneq 27

24 stundir - 02.04.2008, Qupperneq 27
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 27  Lagið „Beautiful“ í flutningi bandarísku söngkonunnar Taylor Dayne situr nú í efsta sæti bandaríska Billboard-vinsælda- listans í flokknum „dance/electronic“. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi hér á landi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að lagið er eftir Helga Má Hübner, Íslending sem búsettur hefur verið í Noregi undanfarin ár. » Meira í Morgunblaðinu í dag Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700  „Ég hef verið að syngja alveg síðan ég man eftir mér,“ segir Margrét Edda Jónsdóttir, 19 ára söngkona úr Hafnarfirði. Margrét er tiltölulega óþekkt enn sem komið er, en það á án efa eftir að breytast því eins og heyra má á heimasíðu hennar hefur stúlkan hreint ótrúlega sönghæfi- leika. » Meira í Morgunblaðinu Söngur og sjálfsvörn Miðvikudagur 2. apríl 2008 Það er meira í Mogganum Íslendingur á toppi Billboard reykjavíkreykjavík  Flestir fjölmiðlar landsins gerðu tilraun til að gabba landsmenn í gær, 1. apríl. Virðist þó sem ekki sé jafnauðvelt og áður að láta landann „hlaupa apríl“, og fór engum sögum af hópum fólks sem bitu á agnið. » Meira í Morgunblaðinu Fyrsti apríl í fimmtíu ár Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Valdimar Sigurðsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingarhússins, hafa gert vett- vangsrannsóknir í verslunum hér á landi þar sem kannað er hvaða áhrif þættir eins og framstilling vörunnar, verð og auglýsingar inni í versluninni hafa á kauphegðun neytenda. „Það sem kom okkur á óvart við verðið var að í þessum vörumerkjum sem við notuðum lækkuðum við verðið um 25% og það skipti í flestum tilvikum engu máli. Salan breyttist ekki neitt,“ segir Valdimar og bætir við að í einum stórmarkaðinum hafi það jafnvel skaðað markaðshlutdeild- ina. „Það er af því að í sumum til- vikum gefur verð vísbendingar um gæði. Í sumum vörumerkjum borgar sig ekki að vera með of lágt verð. Það skaðar vörumerkið,“ seg- ir hann. Horfa ekki á verðið Valdimar áréttar að verðbreyt- ingarnar hafi ekki verið auglýstar sérstaklega eða vakin athygli á þeim en það hefði getað haft áhrif á niðurstöðurnar. „Það gefur vísbendingu um að hluti neytenda horfi ekki á verðið. Þeir velja verð þegar þeir velja verslun,“ segir Valdimar. Fleiri þættir voru kannaðir svo sem auglýsingar inni í versluninni og staðsetning vöru. Staðsetningin virtist aðeins skipta máli ef raðað var lárétt í hilluna auk þess sem betur seldist úr miðhillu en efri og neðri hillum. Þá virtist engu máli skipta hvort vörur væru auglýstar í versluninni, til dæmis með bækl- ingum sem lofuðu gæði viðkom- andi vöru. „Það er mjög áhugavert því að menn bítast um að fá að vera með þessa pésa í hillum verslan- anna,“ segir Valdimar. Óhefðbundnar auglýsingar Rannsóknir í markaðsfræði hafa sýnt fram á að neytendur verði fyr- ir svo miklu áreiti að þeir taka ekki eftir því. „Þeir sem taka eftir því eru orðnir mjög tortryggnir í garð þess,“ segir Valdimar og bendir á að vegna þessa beiti markaðsfyr- irtæki í meira mæli öðrum leiðum en hefðbundnum auglýsingum til að hafa áhrif á neytendur til dæmis með því að nota vefsíður eða koma af stað góðu umtali. Valdimar fjallar um rannsókn- irnar á Háskólatorgi (st. HT-104) í Háskóla Íslands í dag kl. 12. Lítil áhrif Lægra verð á vöru í verslun hefur ekki endilega meiri sölu í för með sér. Þvert á móti get- ur dregið úr henni í vissum tilvikum. Verðlækkanir virðast hafa lítil áhrif á kauphegðun Kaupa ekki meira þó að verðið lækki Ekki er sjálfgefið að meira seljist af vöru í verslun þó að verðið sé lækkað. Þá hafa auglýs- ingar í verslunum og staðsetning vörunnar mismikil áhrif á kaup- hegðun neytenda. ➤ Valdimar lauk doktorsprófi ímarkaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá Cardiff University árið 2007. ➤ Hann lauk MSc.-prófi í við-skiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóða- viðskipti frá Háskóla Íslands árið 2005. VALDIMAR SIGURÐSSON SAFT stendur fyrir opnum mál- þingum um land allt í apríl og maí í samstarfi við Vodafone. Markmið þeirra er að draga fram annars veg- ar sýn nemenda og hins vegar for- eldra og kennara á helstu kostum og göllum netsins. Einnig verður áhersla lögð á að fá fram framtíð- arsýn hópanna varðandi ábyrga og ánægjulega notkun og þróun nets- ins. Þátttakendur vinna fyrst í tveim- ur málstofum en málþinginu lýkur með sameiginlegri málstofu nem- enda, foreldra og kennara þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöð- um. Málþingin eru öllum opin og er þátttökugjald ekkert. Nemendur á aldrinum 11-16 ára eru sérstak- lega boðnir velkomnir ásamt for- eldrum sínum. SAFT er vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum. Staðsetningar Egilsstaðir 7. apríl Reyðarfjörður 8. apríl Ísafjörður 10. apríl Stykkishólmur 14. apríl Sauðárkrókur 15. apríl Akureyri 16. apríl Höfn 21. apríl Selfoss 23. apríl Borgarnes 13. maí Vestmannaeyjar 14. maí Öll málþingin hefjast kl. 20. Samræða barna og foreldra um netið Neytendastofa hefur vakið athygli á innköllun fyrirtækisins Mega Brands á leikföngum sem inni- halda litla segla sem geta losnað. Seglarnir geta valdið hættu séu þeir gleyptir eða þeim stungið í nef eða eyru. Leikföngin sem innkölluð eru hafa verið í sölu frá byrjun árs 2005. Leikföngin sem kallast „Magtastik“ og „Magnetix Jr. Pre- School Magnetic Toys“ hafa verið seld til Íslands. Varasöm leik- föng innkölluð LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@24stundir.is

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.