24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir
Vorið er á næsta leiti og því
kominn tími til að huga að sumr-
inu og öllu því tengdu. Það er því
ekki úr vegi að kíkja á sýninguna
Sumar 2008 sem haldin verður í
Fífunni í Kópavogi næstu helgi en
sýningin hentar allri fjölskyldunni.
Þetta er sjöunda árið í röð sem
sýningin er haldin og það hefur því
skapast heilmikil hefð í kringum
hana. Það er útgáfu- og sýning-
arfyrirtækið Sumarhúsið og garð-
urinn sem hefur staðið fyrir sýn-
ingunni undanfarin ár.
Sýningarnar hafa jafnan verið
fjölsóttar enda má þar finna vörur
og starfsemi tuga fyrirtækja og
stofnana auk fræðslu og skemmt-
unar. Í fyrra sóttu um 20 þúsund
gestir sýninguna Sumar 2007 og í
ár má því búast við öðrum eins
fjölda.
Sumar 2008 í Fífunni um helgina
Fjölsótt sumarsýning
„Nú er tími til að forrækta vor-
laukana inni, svo má fara með þá
út í byrjun maí og júní,“ segir
Steinunn Reynisdóttir garðyrkju-
fræðingur. „Þá finnst mér líka
upplagt að nota vordagana til að
bera kalk á grasflötinn til að jafna
sýrustigið og stemma stigu við
mosavextinum. Grasið er í dvala
núna og mosinn er áberandi í gras-
fletinum. Hann vex ef ekkert er að
gert. Ég hef líka ráðlagt fólki að
stinga svolítið í jörðina til að leyfa
súrefni að komast að moldinni.
Jarðvegurinn getur verið sam-
anþjappaður eftir snjófargið. Göt-
in má gera með heygaffli eða svip-
uðu tóli. Margir klippa tré í apríl
og ég sé ekki ástæðu til að bíða
mikið lengur með þau verk,“ bætir
Steinunn við.
Ylur af lömpum
„Gashitarar hafa verið vinsælir
hjá okkur í Garðheimum,“ segir
Steinunn. „Þeir hita upp lítið
svæði en ef fólk situr þétt saman
má njóta útiverunnar þótt vorið
geti verið kalt. Engin ástæða er til
að bíða með að gera garðinn að
góðum griðastað á vorin þegar
hægt er að fá hitalampa.“
dista@24stundir.is
Ekki bíða með að gera garðinn að góðum griðastað
Sælureitur í garðinum
Hitað upp Íslenskt vor
er ekki sérlega hlýtt en
kerti og gashitarar gera
gæfumuninn.
Kryddjurtir Blómapott-
arnir eru málaðir með
Senom-málningu (krít-
artöflumálning).
Garðhúsgögnin út
Það má taka teppi með
út á bekk, kerti og hitara.
Bekkur frá Habitat.
Falleg ljós í tré
Ljós sem þessi frá
Habitat lífga veru-
lega upp á garðinn.
Fallegur vorkrans Ekki
mikill siður hér en
skemmtilegt til að bjóða
vorið velkomið.
KYNNING
Þrátt fyrir að verslunin RúmGott
sérhæfi sig í sölu á heilsurúmum
og heilsudýnum má þar líka finna
mikið úrval af arinstæðum. Sig-
mundur Þór Árnason, versl-
unarstjóri RúmGott, segir að ar-
instæði hafi verið mjög vinsæl
undanfarið þar sem ekki hafi allir
aðstöðu fyrir skorstein. „Það er svo
hentugt að hengja arinstæðið á
vegg eða láta það standa á gólfi og
þá þarf engar frekari framkvæmdir.
Arinstæðin sem við seljum eru gel
og etanól arinstæði en þau eru
bæði reyk- og lyktarlaus. Úrvalið
hjá okkur er mjög gott og það sem
gefur okkur sérstöðu er að við er-
um með arinstæði frá fjórum
framleiðendum, evrópska hönn-
unarlínu frá þremur framleið-
endum og hönnunarlínu frá Kína.
Þrátt fyrir að hægt sé að nota gel
og etanól í arininn mælum við
með að etanól sé notað því það er
hreinna og tærara efni, úr því er
enginn reykur né sót og loginn er
skemmtilegri.“ RúmGott er 58 ára
gamalt fjölskyldufyrirtæki og sér-
staða fyrirtækisins er að bjóða upp
á legugreininingu í samstarfi við
sjúkra og iðjuþjálfa og faglega ráð-
gjöf í vali á heilsudýnu. „Við-
skiptavinurinn lætur greina sig og
fær síðan sérsmíðaða dýnu. Við
flytjum líka inn heilsudýnur frá
Belgíu og Frakklandi sem hafa
staðist gæðaprófanir. Ein mest
selda heilsudýnan í heiminum í
dag er 100 prósent latex. Latex
dýnan andar líka einna best af
þeim dýnum sem eru í boði á
markaðnum í dag sem gerir það að
verkum að maður svitnar síður
auk þess sem það er mun léttara að
hreyfa sig á þannig dýnu. Svo má
ekki gleyma að latex er 100 prósent
náttúrulegt sem skiptir miklu máli
auk þess sem þær eru vottaðar.“
svanhvit@24stundir.is
Mikið úrval arinstæða í RúmGott
Reyklaus arinstæði
Arinstæði Hægt er að
hengja þau á vegg eða
láta þau standa á gólfi.
Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is
Gel/ethanOl
aRineldStæði í
SumaRbúStaðinn
eða heimilið.
ReyKlauS OG
lyKtaRlauS
byltinG í SVefnlauSnum
tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði
55
ára
Húsgagnavinnustofa rH
Frí legugreining og
fagleg ráðgjöf um val
á heilsudýnum.
20-50%
afSláttuR