24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir Starfsmenntanám · Blómaskreytingar · Búfræði · Garðyrkjuframleiðsla · Skógur og umhverfi · Skrúðgarðyrkjubraut www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Svindl og svínarí virðistfylgifiskur boltans víða.Nú á stærsta knatt- spyrnulið Portúgals, Porto, yfir höfði sér dóm sem gæti leitt til þess að fé- lagið spreyti sig í annarri deild á næstu leiktíð. Snýst málið um að úrslitum liðsins hafi verið hagrætt leiktímabilið 2003/ 2004 eða á sama tímabili og Jose Mourinho leiddi liðið til sigurs í Portúgal og í Meist- aradeildinni. Mourinho sjálfur er þó ekki grunaður um neitt misjafnt enn sem komið er. Titanic sökk og nú er ann-að risamannvirki á svip-aðri leið. Wembley- leikvangurinn er að sökkva og þörf á aðgerð- um vegna sprungna víða í undirstöðum og kjallara leikvangsins aðeins einu ári eftir að smíði hans lauk. Enska knattspyrnu- sambandið hefur ekkert látið frá sér fara ennþá en vitað er að krísufundir hafa verið haldnir um málið sem er eðlilega hið vandræðalegasta. Þetta var eitt vinsælasta aprílgabb í ensku boltamiðlunum í gær og orsök talsverðra skoðanaskipta á enskum bloggsíðum jafnvel þótt fram hefði komið í „frétt- inni“ að ábendingarnar um sprungur á vellinum hefðu komið frá aðdáendum Grimsby og MK Dons en ekki þeim tug- um eftirlitsmanna sem þar starfa. Fyrrverandi framherjiChelsea Mateja Kezmansem nú leikur með Fe- nerbache segir Avram Grant njóta mun minni virð- ingar leik- manna Chelsea en Mourinho gerði og sú óstjórn muni telja þegar liðin mætast í kvöld í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo erbetri leikmaður enDenis Law og George Best að mati Johan Cruyff. Stjóri United lét hafa sama hlut eftir sér í síðustu viku. Tveir leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu fara fram í kvöld en fullyrða má að aðeins annar þeirra muni draga að þúsundir íslenskra stuðnings- manna sinna fyrir framan skjáinn í kvöld. Þá mætast Arsenal og Liverpool meðan Chelsea etur kappi við hið tyrkneska Fenerbache. Þótt Chelsea eigi mikinn fjölda aðdáenda hérlendis er sú ekki raunin með Fenerbache. Að auki yrði um stórmerkilegt afrek að ræða færi milljón punda lið Chelsea ekki áfram í fjögurra liða úrslitin. Öllu meiri spenna er um hvort Arsene Wenger og hans menn, sem gengið hefur brösuglega í Meistara- deildinni frá ómunatíð, geta sett hemil á ferðalag Liv- erpool sem, merkilegt nokk, virðist óstöðvandi í Evr- ópu þótt heima fyrir verði minnstu liðin miklir farartálmar. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi stórlið enska boltans mætast í Meistaradeildinni og tölfræðin á þessu stigi er kyrfilega á bandi Liverpool. Arsenal mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld Fyrsti slagur liðanna í stórkeppni Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Enn þann dag í dag, fimm árum eftir að hann hætti keppni, seljast keppnistreyjur merktar Michael Jordan mun betur en annarra helstu stórstjarna NBA-deildarinn- ar í dag. Treyjur stjarna á borð við Iverson, Shaq, LeBron James að ónefndum Kobe Bryant seljast grimmt en það segir sitt um þann stall sem Michael Jordan komst á að hann skilur þá alla eftir í rykinu og hefur ekkert fyrir því. Þrennt á hug Michael Jordan þessi dægrin; golf, mótorhjól og stelpur. Golf vegna þess að sú bakt- ería kom alveg í stað körfuboltans og hafnaboltans þegar hann hætti leik, mótorhjól vegna þess að hann rekur eitt keppnisliða í Ameríku- bikarnum á keppnishjólum og stelpur þar sem hann er tiltölulega nýskilinn og ef marka má slúður- dálka vestanhafs eru stefnumótin jafn algeng og dagarnir í árinu. Jordan er þó enn með putta eða tvo í körfunni gegnum hlut sinn í NBA-liðinu Charlotte Bobcats en sjálfur tekur hann þó engan þátt í neinu þar innanborðs. Fyrra æv- intýri hans sem yfirmaður körfu- boltamála hjá Washington Wizard eftir að hann hætti að leika með liðinu 2003 hlaut snöggan endi þegar hann var rekinn eftir stuttan tíma. Jordan kemur enn stöku sinnum fram vegna kynningarstarfa en fyr- ir utan tíðar ferðir á skemmtistaði fer lítið fyrir honum nema á golf- völlum en síðustu fregnir herma að forgjöf hans sé kringum einn. Ekki undarlegt miðað við að hann spilar oft heilu dægrin, 12 tíma á dag. Engar áhyggjur Michael Jordan er enn súperstjarna, enn milljarðamæringur, enn elskaður og forgjöfin í golfi fer lækkandi. Ber höfuð og herðar yfir aðra  Nafn Michael Jordan selur fleiri vörur en annarra stórstjarna körfuboltans  Golf, mótorhjól og stelpur eiga hug hans allan Michael Jordan Kobe Bryant LeBron James Allan Iverson Shaquille Ó Neal SÖLUVÆNAR TREYJUR Líkur eru á að F1 keppnin í Singapúr í september verði mesta sjónarspil ársins í ann- ars litríkri Formúlu. Ekki að- eins er keppt að næturlagi heldur ætla þarlendir að lýsa upp hvert skúmaskot í borg- inni af tilefninu með litríkum hætti. Ætti því að verða um- talsvert meiri upplifun að fylgjast með þeim kappakstri en öðrum en kannski vænleg- ast að vera á staðnum. Ljós og litir Skautafélag Akureyrar er Ís- landsmeistari í íshokkíi þessa leiktíðina en stjórn Íshokk- ísambandsins blés af í gær fimmta úrslitaleik SA gegn Skautafélagi Reykjavíkur. Með þrjá sigra er SA meistari en áfrýjunardómstóll ÍSÍ á eftir að taka fyrir kærur liðanna vegna fyrsta leiksins og það gæti breytt málum þó að ólík- legt verði að teljast. Mestanpart meistarar Enn er skoski kylfingurinn Colin Montgomerie með allt á hornum sér. Nú er fýla vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Masters-keppninnar að bjóða þremur asískum stjörnum að vera með. Hugmyndin er frek- ari útbreiðsla Masters- mótsins en Monty er argur enda komst hann ekki inn sjálfur í aðeins annað skiptið í sautján ár. Fúll á móti Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Korpúlfsstaðavallar en bæta á við níu brautum þar og skal því verki ljúka á næstu þremur árum. Fleiri klúbbar eru að skoða hugmyndir um stækkun enda vart vanþörf á með langa biðlista hjá flestum stærri klúbbunum. Korpa stækkar SKEYTIN INN TVÆR SEM SEGJA MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ Hallelujah! Sererna Williams vinnur viðureign á Opna Er- icsson mótinu í golfi. Hún gæti mætt systur sinni í úrslitunum. Mistur og mengun Hafnaboltatímabikið er hafið vestanhafs og má glöggt sjá að mengun spilar þar nokkra rullu. ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Öllu meiri spenna er um hvort Arsene Wenger og hans menn geta sett hemil á ferðalag Liverpool sem, merkilegt nokk, virð- ist óstöðvandi í Meistaradeildinni ár eftir ár.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.