24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir Milljónirnar eru ætlaðar í aðgerðir sem varða vatnsveituframkvæmdir eins og kemur fram í samningnum, en slíkar aðgerðir telur sveitarfélag- ið mögulega geta bætt aðstöðu þeirra sem búa næst ánni.“ Friðrik segir eingreiðslur frá Landsvirkjun ekkert einsdæmi og máli sínu til stuðnings nefnir hann m.a. eingreiðslur fyrirtækisins til uppgræðslu á Héraði vegna Kára- hnjúkavirkjunar og margvísleg verkefni tengd Blönduvirkjun í Húnaþingi. Í frétt blaðsins gagnrýndi Jón Árni að íbúum sveitarfélagsins hafi verið kynntar niðurstöður áhættu- matsskýrslu fyrir virkjunina í októ- ber, sem enn sé ekki tilbúin, og að Landsvirkjun hafi sjálf annast gerð áhættumatsins. „Alvanalegt er að Landsvirkjun geri samninga við sveitarfélög vegna virkjunarframkvæmda. Samningurinn við Flóahrepp er ekkert öðruvísi en aðrir slíkir samningar, segir Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar, vegna fréttar sem birtist í 24 stund- um í gær. Í fréttinni sakaði Jón Árni Vignisson, bóndi í Skálmholti og landeigandi við Þjórsá, sveitar- félagið um að setja Urriðafossvirkj- un inn á aðalskipulag hreppsins m.a. fyrir fjörutíu milljóna króna greiðslu frá Landsvirkjun. „Fjörutíu milljóna greiðslan, sem nefnd er, er til komin vegna þess að sveitarstjórnin hefur áhyggjur af því að framkvæmdir raski hefðbundinni búsetu og þar með atvinnustarfsemi næst ánni. „Niðurstöður um áhættu sam- fara byggingu Urriðafossvirkjunar lágu fyrir þegar málið var kynnt, þrátt fyrir að skýrsla um áhættu- mat fyrir allar þrjár virkjanirnar í Þjórsá væri ekki tilbúin. Áhættu- mat er hluti af hönnun mannvirkja og þar með er nauðsynlegt að þeir sem annist hönnunina hafi umsjón með gerð áhættumats.“ aegir@24stundir.is Samningur Landsvirkjunar og Flóahrepps vegna Urriðafossvirkjunar „Alvanalegt samkomulag“ Búlgaría MasterCard Mundu ferðaávísunina! E N N E M M / S IA / N M 3 2 9 63 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. T er ra N o va á sk ilu r sé r ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . BEINT MORGUNFLUG Golden Sands í Búlgaríu hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Þessi einstaki sum- arleyfisstaður býður þín með með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi af- þreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Athugið að það er mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði á þessu einstaka tilboðsverði! Perla Svartahafsins – glæsilegur aðbúnaður í fríinu Bókaðu núna! www.terranova.is - síðustu sætin í júní & júlí 150 sæti á frábæru sértilboði • Sól og frábær strönd • Ótrúlega hagstætt verðlag • Endalausir möguleikar á afþreyingu • Spennandi skoðunarferðir Þú færð hvergi meira frí fyrir peninginn! Hotel Perla Vinsælt hótel með stórum og góðum sundlauga- garði og fjölbreyttri og mjög góðri sameiginlegri aðstöðu. Stórt og gott móttökusvæði með bar, veitingastað o.fl. Herbergi eru rúmgóð og loftkæld, öll með baðherbergi og eru nýlega endurnýjuð á smekklegan hátt með síma og sjónvarpi. Hótel með fína aðstöðu og gott andrúmsloft. Morgunverð- arhlaðborð innifalið í gistingu. Frá kr. 54.990 í viku Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Hotel Perla í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí. Glarus – íbúðir / Club Paradise Park – íbúðir Frábærar íbúðir Club Paradise Park Huggulegt nýlegt (2006) íbúðahótel efst í bænum, í fallegu skógi vöxnu umhverfi, 600 m. frá strönd og miðbæ. Móttaka opin allan sólarhringinn, veitinga- staður, bar og líkamsrækt. Góður sundlaugagarður með barnalaug. Íbúðirnar eru með 1 eða 2 svefn- herbergjum og eru rúmgóðar og vel búnar með sjónvarpi, loftkælingu, síma, ísskáp, örbylgjuofni og öryggishólfi. Svalir með húsgögnum. Góðar íbúðir og aðbúnaður fyrir gesti. Glarus Glarus er nýlegt (2006) íbúðahótel norðarlega við Golden Sands ströndina. Góður sundlaugagarður með barnalaug og sólbekkjum og veitingastaður hótelsins er opinn inn í garðinn. Líkamsræktar- aðstaða, snyrtistofa og heilsulind. Íbúðir eru loftkældar með einu svefnherbergi, baðherbergi með hárþurrku og stofu með eldunaraðstöðu. Sími og gervihnattasjónvarp er á öllum íbúðum. Örygg- ishólf í gestamóttöku. Mjög góður kostur! Frá kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Glarus íbúðahótelinu eða Club Paradise Park íbúða- hótelinu í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí. Aukavika kr. 15.000. Líklegt má telja að margir hafi í gær hlaupið apríl og létu fjölmiðlar ekki sitt eftir liggja og voru þeir fullir af mistrúlegum fréttum um aðskiljanlegustu málefni. Hér í 24 stundum var sagt frá því á baksíðu að Björn Ingi Hrafnsson tæki senn við ritstjórastöðu en hann kom einnig við sögu í apríl- gabbi DV sem sagði hann ætla að árita nýja bók sína um REI-málið. Mótmæli vörubílstjóra voru kveikjan að plati Morgunblaðsins sem sagði þá ætla að sturta möl á Austurvöll í mótmælum dagsins. Morgunblaðið sagði einnig frá því að Bob Dylan ætlaði að syngja með götusöngvaranum JoJo í Austurstræti og á mbl sjónvarpi var boðið upp á ókeypis bíómyndasýn- ingar sem ekki reyndist fótur fyrir. Þá sögðu Bylgjan og Fréttablaðið frá tímabundinni bensínlækkun Skeljungs við Bústaðaveg. Vísir var með raðgabb um snekkju Saddams Husseins sem hann sagði hingað komna til að hýsa Al Gore í heimsókn hans. Ríkisútvarpið sagði frá óvæntum fundi neðanjarðarhvelfingar í Öskjuhlíð frá tímum seinni heims- styrjaldarinnar og var dómsmála- ráðherra meðal viðmælenda. Í ár mátti sjá gabb á netinu frá fleirum en fjölmiðlum. Landspítalinn sagði frá forn- leifafundi, notendaviðmót Barna- lands.is var á dönsku og íslensk út- gáfa sögð til sölu í verslunum BT. Sóley Tómasdóttir auglýsti ber- brjósta mótmæli femínista og vef- síðan lifiderlan.is bauð upp á 100% óverðtryggð bílalán. fifa@24stundir.is Gamla, góða aprílgabbið lifir góðu lífi Fleiri plötuskjóður en oft áður um yfir hann þurfum við að endur- greiða TR hluta af yfirkeyrslunni. Þetta kerfi dregur úr útgjöldum TR sem hefur náttúrlega ekki ótakmörk- uð fjárráð en vegna kerfisins hafa erf- iðleikar á að veita þjónustu á viðun- andi tíma aukist. Núna fer fólk ekki á biðlista en það þarf að leggja út fyrir aðgerðinni.“ Steingrímur Ari Arason, formaður samninganefndar heilbrigðisráðherra, kveðst ekki reiðubúinn að tjá sig um einstök atriði þess sem ber á milli að öðru leyti en því að meira hafi borið á milli í viðræðum við bæklunarlækna en aðra. Ekki verður krafist tilvísunar frá heimilislækni vegna þjónustu bækl- unarlækna. „Það var ákveðið að nálg- ast þetta þannig að það ylli sjúkling- um sem minnstum óþægindum og þannig að um bráðabirgðaástand væri að ræða,“ segir Steingrímur. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Sjúklingar þurfa nú sjálfir að leggja út fyrir aðgerð hjá sjálfstætt starfandi bæklunarlæknum og getur heildar- kostnaðurinn vegna dýrustu aðgerð- arinnar numið 200 þúsund krónum. Gildandi samningar læknanna við Tryggingastofnun ríkisins, TR, runnu út 31. mars síðastliðinn. Nýir samn- ingar hafa ekki náðst milli samninga- nefndar heilbrigðisráðherra og bækl- unarlæknanna sem munu hækka einingaverð lítillega. „Verð fyrir svæfingu verður það sama og verið hefur þar sem svæf- ingalæknar eru með samning. Við munum hins vegar hækka eininga- verðið aðeins,“ segir Ágúst Kárason, formaður samninganefndar bæklun- arlæknanna. Hjá bæklunarlæknum í Orkuhús- inu, þar sem Ágúst starfar, er nú heildarverð dýrustu aðgerðarinnar allt að 200 þúsund krónur. Heildarverð algengustu aðgerðinnar þar, það er hnéspeglunargerðar, er 99.360 krónur, að sögn Ágústs. „Ef allir væru á samn- ingi og við værum öll með sama ein- ingaverðið og samið var um við aðra sérfræðinga þá myndi þessi aðgerð kosta 93.472 krónur. Ég veit ekki hvað þessi aðgerð kostar annars staðar.“ Önnur algeng aðgerð er aðgerð vegna skekkju á stórutá. Heildarverð á henni er nú 72.630 krónur í Orkuhús- inu en væri 68.326 krónur ef sama einingaverð gilti og hjá öðrum sér- greinum, að því er Ágúst greinir frá. Hann segir kerfið með afslætti og skerðingu ekki virka lengur þar sem það sé vinnuletjandi. „Menn hafa get- að unnið upp að ákveðnum eininga- fjölda á mánuði. Þegar honum er náð hefur komið hár afsláttur á það sem menn gera. Þar að auki er sérgreinin í heild með ákveðinn pott og ef við för- Sjúklingar greiði sjálfir  Bæklunarlæknar án samnings  200 þúsund á borðið Speglun á hné Leggja þarf út tæpar 100 þúsund krónur fyrir hnéspeglunaraðgerð. ➤ Samkvæmt sérstakri reglu-gerð, sem er að vænta, munu sjúklingar geta fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan hjá TR frá og með 1. apríl. ➤ Hámarksgreiðsluþátttakasjúklings hefur hingað til ver- ið 21 þúsund krónur. GREIÐSLUÞÁTTTAKA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.