24 stundir


24 stundir - 02.04.2008, Qupperneq 20

24 stundir - 02.04.2008, Qupperneq 20
Danfoss ofnhitastillar Háþróuð og notendavæn hitastýring sem veitir þægilega húshitun og hámarks orkusparnað Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu ofnhitastilla Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 20 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir Silfurskottunnar er fyrst getið í heimildum 1786 og síðan ekki fyrr en 1932 og það var í Eyjafirði. En í kringum 1940-1944 fannst hún í Reykjavík Silfurskottur eru mjög algengar í híbýlum manna þar sem kjöraðstæður skapast í raka og hita. Silfurskottur geta verið í verslunum, fyrirtækjum, far- artækjum og í vörum. Silfurskottan þarf 60-75% raka til þess að lifa og fjölga sér. Silf- urskottan verpir 12-30 eggjum í einu og á fimm árum verða þetta um 600 dýr. Lífsferill silfurskottu frá eggi til fullvaxta dýrs er um þrír mánuðir. Flest skordýr verpa eggjum. Silf- urskottur eru tvíkynja og fram- kvæma svokallaða meyfæðingu. Lífstími skordýra er ólíkur, allt frá nokkrum klukkutímum til fimm ára. Hún getur orðið allt að 5 ára gömul. Silfurskottur eru tví- kynja og framkvæma svokallaða meyfæðingu. Ferlið frá eggi til full- vaxta dýrs tekur þrjá mánuði og virkni eitursins sem á að nota end- ist í þrjá mánuði. Silfurskottur geta klifrað. Silfurskottur naga vegg- fóður, pappír, jurtafæðu, sykur, sterkju og lím. Hún getur því skemmt bækur og myndir og ýmsa hluti eins og veggfóður og glugga- tjöld. Silfurskottan tekur á sig alls konar litbrigði. Hún getur verið dökk, grá, silfruð, bláleit, ljós og gulleit. Silfurskottur eru ljósfælin dýr og lifa í myrkri við raka og hita eða við svokallaðar kjöraðstæður, sem geta verið sökklar undir innrétt- ingum, gólflistar, í geymslum, uppi á háalofti svo eitthvað sé nefnt. Heimilisfólk getur borið egg silf- urskottunnar milli herbergja á fót- um og klæðnaði og jafnvel til ann- arra heimila. Maðurinn er duglegastur allra við að dreifa skordýrum og sýklum. Það er ekki samasemmerki milli silfurskottu og sóðaskapar en sóðaskapur og raki hjálpar þó til. Fólk ætti að kalla til mein- dýraeyði til að losna við þennan ófögnuð í eitt skipti fyrir öll. Ef þetta er að angra fólk. Stundum koma flækingsskottur til landsins með vörum og tækjum og tólum. Nokkrar aðrar tegundir af skott- um hafa fundist hér á landi sem eru líkar silfurskottunni. Ein þeirra er töluvert stærri en silfurskottan og virðist vera loðin. Þetta er yl- skotta en mjög fá tilfelli hafa greinst af henni og alveg víst að um einstaka einstaklinga er um að ræða. Þá hefur kögurskotta annað kastið líka greinst hérna en hefur ekki tekið sér bólfestu hér í nein- um mæli svo vitað sé. Mjög sterk skilaboð Mörg skordýr og áttfættlur sem finnast í híbýlum eru vísbendingar um að eitthvað sé að í húsnæði. Nauðsynlegt er að finna út hvort einhver leki, óþétt rör, óþéttir vatnslásar, slagi í veggjum o.s.fr. eða raki sé í námunda við þá staði sem silfurskottan finnst á. Einnig gæti illa einangruð eða óeinangruð gólfplata verið sökudólgur. Þetta getur fólk lagað áður en það fær meindýraeyði til að úða. Það er al- veg nauðsynlegt að komast í veg fyrir leka og rakamyndun, svo að sagan endurtaki sig ekki aftur og aftur. En sumar fasteignir eru bara með illa hannaðar, illa einangraðar og lélega frágengnar lagnir og jafn- vel óeinangraðar. Sumar fasteignir eru ekki með drenum meðfram húsum og því síast vatn i gegnum veggi og veggir verða rakir. Sér í lagi í kjöllurum og þar sem er nið- urgrafið húsnæði. Forvarnir borga sig Í fyrirtækjum er áhrifaríkast að úða fyrir henni á þriggja mánaða fresti til að komast fyrir mein- semdina og vera með slíkar for- varnir sér í lagi í fyrirtækjum í matvælaiðnaði. Fólk getur líka hjálpað sér sjálft við að losna við skordýr sem koma í heimsókn. Til dæmis með ein- földum aðgerðum eins og að hækka hitastig í herbergjum, auka loftræstingu, lækka rakastig og finna orsökina fyrir rakamyndun. Hægt er að fá rakamæla í bygg- ingavöruverslunum, lyfjaversl- unum og víðar. Silfurskottu er eytt með efni sem er vatnsþynnanlegt. Efnismagn ræðst af rúmmetra- stærð herbergisins. Það eina sem dugar á silfurskottur er langvirkt efni sem meindýraeyðar einir hafa leyfi fyrir. Það gæti þurft að úða aftur eftir þrjá mánuði til að eyða þeim dýr- um sem hugsanlega gætu hafa sloppið í fyrri úðun en hjá vönum mönnum eru það undantekningar. Varnaðarorð Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverf- isstofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra /sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkom- andi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Ein og sér hafa starfs- réttindi meindýraeyða og garð- úðara ekkert gildi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félagar í Fé- lagi meindýraeyða eru með fé- lagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna við- skiptanna. Réttindi meindýraeyða og garð- úðara frá erlendum ríkjum og fé- lagasamtökum gilda ekki á Íslandi. Lesendum 24 stunda er velkom- ið að senda fyrirspurn á netfangið: gudmunduroli@simnet.is. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004. Silfurskotta er algeng á Íslandi Silfurskottan er talin upprunnin í Bandaríkj- unum og hefur þaðan breiðst út til Evrópu og Norður-Afríku. Silf- urskottan er eitt algeng- asta skordýrið á Íslandi og finnst um allt land. Eitur Það eina sem dugar á silfurskottur er langvirkt efni sem meindýraeyðar einir hafa leyfi fyrir. Guðmundur Óli Scheving skrifar um silfurskottur MEINDÝR OG VARNIR Lifir góðu lífi í raka Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI 11. apríl 2008 `tàâÜSérblað 24 stunda Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni Auglýsingasímar: Katrín Rúnarsd. 510-3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510-3722 kolla@24stundir.is fyrir auglýsinguna þína Hafðu samband og fáðu gott pláss

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.