24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 5 2 8 VÍÐA UM HEIM Algarve 23 Amsterdam 8 Alicante 18 Barcelona 17 Berlín 16 Las Palmas 21 Dublin 12 Frankfurt 16 Glasgow 9 Brussel 11 Hamborg 14 Helsinki 11 Kaupmannahöfn 5 London 9 Madrid 19 Mílanó 21 Montreal 2 Lúxemborg 12 New York 14 Nuuk -4 Orlando 18 Osló 6 Genf 14 París 12 Mallorca 18 Stokkhólmur 11 Þórshöfn 8 Hvessir og þykknar upp sunnanlands, 15-23 m/s og fer að rigna í kvöld. Hiti 0 til 7 stig að deginum, en frost víða 1 til 6 stig í nótt. Viðvörun: Búist er við stormi við suðurströnd- ina annað kvöld. VEÐRIÐ Í DAG 3 1 -1 0 -1 Þykknar upp Austan 13-15 m/s og snjókoma norðan- og austanlands, en annars rigning eða slydda. Hiti víða 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 3 2 -1 0 -1 Snjókoma norðan- og austanlands Þegar viðskiptavinur Hagkaupa á Eiðistorgi skoðaði kvittun að loknum innkaupum heima sjá sér í fyrradag sá hann að hann hafði greitt 926 krónur fyrir pakka af Andrex-salernispappír með 9 rúllum. Á hillunni var verðið hins vegar 689 krónur. „Ég taldi að ég hefði bara lent á óheppilegri mínútu, að þeir hefðu verið að hækka verðið á kassanum og að það hefði bara tafist lítillega að breyta merkingu á hillu,“ segir viðskipta- vinurinn. Þegar hann kom svo aftur í verslunina um hádegisbil í gær var hilluverðið enn það sama. Við- skiptavinurinn kveðst ekki hafa haft fyrir því að biðja um endurgreiðslu á mismuninum þar sem málið snú- ist ekki um það, heldur slóðahátt eins og hann orðar það. Honum finnst yfir 30 prósenta hækkun þar að auki vera verulega umfram gjaldmiðilshækkanir. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hag- kaupa, segir verðið á pappírnum hafa verið 689 krónur um áramótin. „Þetta er reyndar önnur hækkunin frá áramótum. Verðið fór upp í 789 krónur þann 12. mars og er nú komið í 926 krónur. Við hækkum ekkert nema það komi hækkun á okkur. Það eru hins vegar mistök að hafa ekki skipt um hillumiða á öllum stöð- um. Því miður kemur það alltof oft fyrir á stórum heimilum. Við greiðum auðvitað mismuninn um leið og kúnninn kemur.“ ibs Lægra verð á salernispappír á hillu en á kassakvittun Yfir 30 prósenta verðhækkun Háu eldsneytisverði var víða mót- mælt í gær. Bílstjórar tepptu mestu umferðaræðina á Egils- stöðum og á Akureyri óku þeir löturhægt um götur bæjarins. Í Reykjavík tók Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, við mótmæla- skjali en bílalest fór frá Sunda- görðum í miðborgina. Á sama tíma hægðu flutningabílstjórar umferð annars staðar í borginni. Háu eldsneytisverði mótmælt Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Stimpilgjöld af lánum vegna fyrstu kaupa á íbúðarhúsnæði falla niður 1. júlí næstkom- andi. Lagafrumvarp þessa efn- is var lagt fram á Alþingi í gær og er í samræmi við yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar sem gerð var í tengslum við kjara- samninga 17. febrúar sl. Áætlað er að tekjutap ríkis- sjóðs vegna niðurfellingar- innar geti numið allt að hálf- um milljarði króna á árs- grundvelli. Stimpilgjöldin burt 1. júlí Lán af fyrstu íbúðakaupum „Maður verður að passa að leyfa öllum stofnunum að halda fullri virðingu og hemja í sér hrekkjusvínið,“ segir Margrét Sverrisdóttir að- spurð um hvort hún hafi íhugað valdarán í síðustu viku en þá var Ólafur F. Magnússon í fríi erlend- is. „Ég hef séð það fyrir mér að ef Ólafur væri frá þá gæti maður kannski fellt tillögur og svona en ég sé mig ekki í anda nota þetta eins og hryðjuverkamaður. Það er bara kjánalegt að fara að ræna völdum á meðan hann er á kló- settinu,“ segir hún. aak Hemur í sér hrekkjusvínið Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í gær að horfum fyrir lánshæf- ismat ríkissjóðs Íslands vegna langtímaskuldbindinga í erlendri og innlendri mynt hefði verið breytt í neikvæðar úr stöðugum. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar var staðfest A+ (A plús) og fyrir innlendar langtímaskuldbindingar AA+ (AA plús). Samhliða þessu var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar F1 og lands- einkunn AA- staðfest. Breytingar á horfum ríkissjóðs endurspegla það að lánshæfiseinkunnir þriggja stærstu viðskiptabankanna Glitnis, Kaupþings banka og Landsbanka hafa verið settar til neikvæðrar athugunar. Horfum ríkisins breytt í neikvæðar Rannsókn lögreglu á innbroti í skartgripaverslun í miðborginni aðfaranótt fimmtudagsins 27. mars hefur enn ekki leitt til hand- töku. Upptaka náðist af þjóf- unum og leitar lögreglan þeirra. Þeir sem telja sig þekkja manninn eða búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna á höfuðborg- arsvæðinu í síma 4441100. Lögregla leitar enn úraþjófanna Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins spurði Krist- ján L. Möller samgönguráðherra nokkurra spurninga varðandi Sundabraut í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Hann spurði ráð- herrann meðal annars um það hvað undirbúningi liði, hvenær hann teldi að útboð gæti farið fram og hvaða leið ráðherrann vildi fara í lagningu hennar. Gefur ekki enn upp afstöðu Ráðherrann sagði að undirbún- ingi miðaði vel og að hann vonaðist til þess að útboð gæti farið fram í ársbyrjun 2009 enda teldi hann vera sátt um að ráðast í framkvæmdina þótt enn ætti eftir að ákveða hvaða leið ætti að fara. Hann vildi aftur á móti ekki gefa upp afstöðu sína til þess hvaða leið ætti að fara þar sem það gæti gert hann vanhæfan á síð- ari stigum málsins. ejg Rætt um Sundabraut á Alþingi í gær Í útboð árið 2009 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Algengt er orðið að settar séu ör- yggismyndavelar utan á fjölbýlis- hús og innan í stigaganga þeirra. Þetta segir Sigurður Helgi Guð- jónsson, formaður Húseigendafé- lagsins sem telur notkun öryggis- myndavéla í fjölbýlishúsum hafa gefist vel. „Félagsbústaðir riðu á vaðið með þetta fyrir nokkrum árum,“ segir Sigurður Helgi. „Það höfðu verið skemmdarverk framin mikil í stigagangi, en þegar myndavélar voru settar þar upp gjörbreyttist umgengnin um sameignina.“ Í Asparfelli í Efra-Breiðholti eru rúmlega tuttugu öryggismyndavél- ar. Eru þær bæði staðsettar utan á blokkinni og inni í stigagangi hennar; meira að segja í lyftum. „Það voru skiptar skoðanir um vélarnar í upphafi,“ segir Kjartan Tryggvason, húsvörður í Asparfelli. Hann segir vélarnar hafa fælingar- mátt og hafa nýst til að upplýsa innbrot og skemmdarverk á bílum. „Ég held að í heildina sé ánægja með vélarnar í dag.“ Gunnar Gunnarson, varafor- maður húsfélagsins í Æsufelli 4, tekur undir með Kjartani, en í og utan á Æsufellsblokkinni er einnig nokkuð um myndavélar. Þeir segja efni öryggismyndavél- anna einungis skoðað ef kvörtun berst um ólöglegt athæfi. Samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd eru ekki til reglur sem snúa sérstaklega að öryggis- myndavélum á og við fjölbýlishús. Almenna reglan sé sú að vöktuð svæði þurfi að vera merkt og til- gangurinn með vöktuninni að vera málefnalegur. Að sögn Sigurðar Helgi er nóg að fyrir liggi samþykki einfalds meirihluta til að húsfélag megi setja upp öryggismyndavél í fjöl- býlishúsi, en tekur fram að tilgang- urinn þurfi ávallt að vera málefna- legur. Myndavélar spretta upp  Öryggismyndavélum í og við fjölbýlishús fer stöðugt fjölgandi  Rúmlega tuttugu öryggismyndavélar eru í Asparfelli Vel vaktað Töluvert er um myndavélar utan á Æsufelli. ➤ Einfaldur meirihluti nægir tilað húsfélag megi setja upp öryggismyndavélar. ➤ Tilgangurinn þarf þó að veramálefnalegur og vaktað svæði merkt. MEIRIHLUTINN RÆÐUR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.