24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir Tvær ungar konur setja fram í Morgunblaðinu um helgina ósk um „mannsæmandi líf á viðráðan- legu verði“ og rekja áhrif ofurverð- lags á ungt fólk á Íslandi og spá landflótta þess. Sama dag er heil- síðuauglýsing í Fréttablaðinu frá einhverjum sem kalla sig „Íslenskar kartöflur“, þar sem vakin er athygli á því að Sameinuðu þjóðirnar hafa valið árið 2008 sem Ár kartöflunn- ar. Af því tilefni er íslenskum neyt- endum boðinn ókeypis uppskrifta- bæklingur; 10 kartöfluuppskriftir. Kartöflur eru táknmynd Þetta er tengt saman hér vegna þess að íslenskar kartöflur eru á margan hátt táknmynd fyrir þær aðstæður sem íslenskum neytend- um og þar með þessum tveimur ungu konum eru boðnar. Íslenskir kartöflubændur hafa fengið frá stjórnvöldum nánast einokun á ís- lenska neytendur. Bannað er að flytja inn kartöflur nema með of- urtollum nær allt árið. Innflutn- ingur á skaplegum tollum er aðeins heimilaður þann örskamma tíma snemma sumars þegar Íslendingar hafa klárað íslensku kartöflurnar frá árinu á undan. Við fáum því bara nýjar uppskriftir, en ekki nýjar kartöflur, nema nokkra mánuði á ári. Undantekningar eru örlitlir innflutningskvótar og bökunarkar- töflur sem ekki eru ræktaðar hér. Við borðum því gamlar kartöflur stóran hluta ársins. Nánast engin verð- eða gæðasamkeppni er frá er- lendum kartöflum. En víða má framleiða kartöflur mun ódýrar en hér og uppskerutími er allt árið, einhvers staðar í heiminum. Álíka höft gilda um aðrar land- búnaðarafurðir. Þaðan mætti taka fjölda dæma um innlent ofurverð miðað við verð sem hægt væri að fá ef innnflutningur væri gefinn frjáls, t.d. mætti selja kjúklinga- bringur út úr búð fyrir 6-800 krón- ur kílóið í stað 1600-2000 króna eins og nú er. Það er því brýnt að ríkisstjórnin standi við það fyrirheit úr stjórn- arsáttmálanum að auka samkeppni í landbúnaðarvörum, sem ekki verður gert nema með því að heim- ila innflutning án ofurtolla. Nálægt heimsmeti í vöxtum Ísland á næstum heimsmet í vöxtum og er það annað dæmi þar sem neytendur borga brúsann. Vaxtastigið sem Seðlabanki ákveður hefur laðað að áhættufjár- festa sem hafa keyrt upp gengi krónunnar með kaupum á svo- nefndum krónubréfum, en eru nú á harðahlaupum undan falli henn- ar með afleiðingum sem við höfum ekki séð fyrir endann á. Eina ráð Seðlabankans er að hækka vexti enn frekar, með takmörkuðum ár- angri fyrir stöðugleikann að því er virðist, en alvarlegum áhrifum fyrir einstaklinga og fyrirtæki, sem varla standa undir þessum vöxtum. Fasteignaverð stórhækkaði í kjölfar róttækra breytinga á útlána- reglum Íbúðalánasjóðs og síðan bankanna, sem komu í kjölfarið til að halda í hlutdeild sína á lána- markaði. Hækkað fasteignaverð kemur einnig fram í vísitölu verð- lags og hækkar þannig verðtryggð lán, svo segja má að kaupendur fasteigna séu verr settir eftir hækk- anir á lánum Íbúðalánasjóðs. Við þessu var ítrekað varað af hagfræð- ingum m.a. Guðmundi Ólafssyni. Þarna eru aftur á ferð stjórnvalds- aðgerðir sem koma neytendum í koll. Aðstæður ungs fólks á Íslandi Það hefur til þessa einkennt Ís- land að þar vilja ungu kynslóðirnar búa og snúa aftur fari þær utan í nám eða störf. Mikilvægt er að svo verði áfram því annars er hætta á að okkar hæfasta og best menntaða fólk fari annað. Þau dæmi sem hér hafa verið rakin snúa hins vegar ekki einungis að ungu fólki. Mat- væli og húsnæði eru einn stærsti hluti útgjalda allra heimila. „Mannsæmandi líf á viðráðanlegu verði“ eins og þær stöllur biðja um næst hins vegar ekki nema þessir liðir verði hér skaplegir. Brýnt er því að heimila frjálsari innflutning matvæla og lækka vexti í áföngum. Dagblaðið 24 stundir hefur verið fjölmiðla ötulast að taka upp hags- munamál neytenda. Þeirri baráttu er brýnt að halda áfram. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Ár kartöflunnar og mannsæmandi líf UMRÆÐAN aBolli Thoroddsen Eigi verðlag hér að verða viðráðanlegt þarf að heim- ila frjálsari innflutning matvæla og lækka vexti í áföngum. Mannsæmandi líf Brýnt er því að heimila frjálsari innflutning matvæla og lækka vexti í áföngum. Það er með stolti sem við í KFUM og KFUK sendum frá okk- ur kynningarblað um sumarstarf félagsins sem dreift er með 24 stundum um land allt. Sumarbúð- irnar fimm, Vatnaskógur, Vindás- hlíð, Ölver, Kaldársel og Hólavatn, hafa til fjölda ára boðið ungu fólki upp á áhugaverða og uppbyggilega sumardvöl utan skarkala þéttbýlis- ins. Í seinni tíð hafa einnig leikja- námskeið félagsins vaxið og njóta mikilla vinsælda. KFUM og KFUK er æskulýðs- hreyfing sem hefur það að mark- miði að stuðla að heilbrigði mannsins til líkama, sálar og anda. Í starfi félagsins er lagt upp með aðferðafræði Jesú Krists, að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu. KFUM og KFUK stendur undir nafni. Í sum- arstarfi félagsins á sér stað kristileg fræðsla sem hefur það að mark- miði að efla trúarþroska einstak- linga. Fræðsla, bænir, kristilegir söngvar og helgihald fléttast á heil- brigðan hátt inn í fjölbreytta dag- skrá í útivist, íþróttum og leikjum. Starfið í sumarbúðunum ein- kennist af lífi og fjöri. Þar er jafnan nóg við að vera, svo erfitt er að láta sér leiðast. En það er ekki nóg að vera skemmtilegur til að fá starf í sumarbúðum KFUM og KFUK. Starfsmenn okkar sækja víðtæka þjálfun og þá ekki síst hvað varðar þá þætti sem snúa að öryggi dval- argesta. Kröfur okkar til starfs- manna félagsins aukast með hverju árinu sem líður. KFUM og KFUK boðar til vorhátíðar nk. laugardag 5. apríl, í húsi félagsins við Holtaveg gegnt Langholtsskóla (í jaðri Laugardals- ins). Hátíðin markar í senn lok vetrarstarfsins og upphaf sumar- starfsins. Þar hefst skráning í sum- arbúðir og aðra viðburði sumars- ins. Þangað eru allir velkomnir sem vilja kynna sér nánar fjölbreytt sumarstarf KFUM og KFUK. Höfundur er formaður KFUM og KFUK á Íslandi Umhyggja og kærleikur UMRÆÐAN aTómas Torfason Fræðsla, bænir, kristi- legir söngvar og helgihald fléttast á heilbrigðan hátt inn í fjöl- breytta dagskrá í útivist, íþróttum og leikjum. Í Vatnaskógi Sumarstarf KFUM og KFUK er fjölbreytt. heimila það með sérstökum lög- um. Þau lög hafa ekki enn séð dagsins ljós. Þessi tillaga var borin fram af biskupi eftir umfjöllun í kenning- arnefnd kirkjunnar. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Þessi afstaða kirkjunnar tekur öllu fram sem við þekkjum í ná- grannalöndum okkar og með syst- urkirkjum í hinu lútherska sam- félagi. Hvergi hefir verið gengið jafnlangt í því að tryggja jafnræði fólks, burtséð frá kynhneigð. Þá má nefna að íslenska kirkjan hefur aldrei samþykkt, né heldur rætt í alvöru, að láta kynhneigð fólks skipta einhverju hvað varðar embættisgengi eða störf í kirkj- unni. Þannig hefur kirkjan gætt þess að sýna virðingu og samstöðu með þeim sem hafa sannarlega í gegn um árin þurft að gjalda fyrir kynhneigð sína. Kirkjan spyr ekki um aðild Helga Vala klykkir út með því að segjast vera fyrrverandi sóknarbarn í þjóðkirkjunni. Það er merkilegt Helga Vala Helgadóttir skrifar grein í 24 stundir þann 28. mars undir fyrirsögninni “Hatur og hleypidómar biskupsins.“ Tilefni greinarinnar er predikun biskups Íslands á páskadagsmorg- un og margt fleira. Helga Vala fer með stóryrðum gegn biskupi og ræðst gegn persónu hans og emb- ættisfærslu og sakar hann um tví- skinnung og hleypidóma gegn samkynhneigðu fólki. Ekkert er fjær sanni. Biskup Ís- lands er heill og samkvæmur sjálf- um sér í starfi sínu og boðun. Pre- dikun hans á páskadag var sann- arlega góð og sönn; hann talaði líkt og við margir kollegar hans um út- lendingafóbíu sem er mikið áhyggjuefni. Það var gleðiefni að sjá hversu fjölmiðlar gerðu orðum biskups góð skil. Biskup var að fjalla um allt þetta fólk sem flutt hefur til Íslands til að eignast betra líf og hefur lagt fram vinnufúsar hendur sem hafa í leið- inni skapað okkur gríðarlegan auð. Hvað verður nú þegar harðnar á dalnum? Það verður prófið stóra sem við, sem hér erum borin og barnfædd og höfum alist upp með silfurskeið í munni, þurfum að standast. Mikið megum við þakka að okkar ungmenni þurfa ekki að fara annað í erfiðisvinnu til að leita sér afkomu og styðja hina eldri sem heima eru. Meiðandi og ósönn orð Orð Helgu Völu um afstöðu biskups og þá kirkjunnar allrar til samkynhneigðs fólks og réttar- stöðu þeirra varðandi sambúð eru alveg út í hött. Hún lætur falla orð sem eru bæði meiðandi og ósönn. Á síðasta kirkjuþingi, í október 2007, var gerð samþykkt um að prestar yrðu vígslumenn staðfestr- ar samvistar, ef Alþingi myndi að fólk skreyti sig með slíku. Hún er líka fyrrverandi afleysingaritari á Biskupsstofu og þjónaði þar sem ritari minn, er ég starfaði sem bisk- upsritari, og Ólafs biskups frænda síns – og með miklum ágætum. Þess vegna þykir mér vond grein hennar enn verri. Að segja sig úr kirkjunni þykir sumum fínt. Þeir hinir sömu kalla síðan eftir kirkjulegri þjónustu þegar þeir þurfa – þetta hef ég margreynt á eigin skinni. Kirkjan spyr ekki um aðild fólks, þegar leit- að er eftir þjónustu. Er þessi eða hinn búinn að borga sóknargjöldin sín? Þannig spyrjum við ekki og þannig vinnum við ekki og mun- um aldrei gera. Úrsagnir úr þjóðkirkju hafa það eitt í för með sér, að sóknarnefndir fá minni fjármuni til að sinna sín- um skyldum, borga laun organista, kirkjuvarða og gæta þess að kirkjur og safnaðarheimili fái sitt viðhald. Þetta ætti að vera umhugsunarefni fólks sem á annað borð vill hugsa. Höfundur er prófastur Hleypidómar og kirkjunnar menn Hleypidómar Kirkjan hefur gætt þess að sýna virðingu og samstöðu. UMRÆÐAN aÞorbjörn Hlynur Árnason Að segja sig úr kirkjunni þykir sumum fínt. Þeir hin- ir sömu kalla síðan eftir kirkjulegri þjónustu þegar þeir þurfa - þetta hef ég margreynt á eigin skinni.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.