24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 25
Sagan sem Þórhildur Þorleifs- dóttir og leikhópurinn segja okk- ur á stóra sviði Þjóðleikhússins er hálfgert mósaíkverk. Á hringsviði Þjóðleikhússins er að finna ein tíu leikrými sem hefur verið komið fyrir í hring sem er á stöðugri hreyfingu. Í þessum rýmum þríf- ast ellefu persónur sem örlögin leiða saman – tvær fjölskyldur og nokkrir einstaklingar. Leikmyndin er yndisleg, minnir á hringekju sem engin leið er að stökkva af. Útlit sýningarinnar er raunar mikið listaverk, leikmynd, leik- gervi og lýsing mynda dásam- legan, en dálítið geggjaðan, heim sem tónlistin styður vel við. Leikstjórinn Þórhildur hefur löngu sýnt að hún er mikil galdrakona þegar kemur að upp- setningu stórsýninga og hér bregst henni ekki bogalistin. Margir leikararnir urðu nánast óþekkjanlegir á sviðinu – það var dáindisskemmtilegt og bendir til þess að menn hafi unnið heima- vinnuna sína. Eitt sem Þórhildur gerir öðrum leikstjórum betur er hin lík- amlega vinna sem hún fer í með leikurunum. Líkamsbeiting var hér með miklum ágætum og má þar nefna Þóru Karitas Árnadótt- ur í hlutverki 12 ára stúlku, sem var óþægilega sannfærandi á köfl- um. Það var miserfitt að tengjast persónunum, einstæðingarnir voru almennt fjarlægari en þeir sem voru hlutar af fjölskyldum, svo sem Dada Þórunnar Lár- usdóttur og allt hennar slekti. Að- alpersónan Nadeza var þó sú sem var mest utangarðs, en hún var ákaflega heillandi í meðförum Sólveigar Arnarsdóttur. Sérstakt gleðiefni var að sjá stórleikara af eldri kynslóðinni – Arnar Jóns- son, Hjalta Rögnvaldsson og Gunnar Eyjólfsson sem voru allir framúrskarandi og átti sá síðast- nefndi stórleik. Maður skammast sín, vit- anlega, meðan á sýningunni stendur fyrir það hversu fáfróður maður er um þá atburði sem per- sónurnar eru að vinna úr. Kannski var það þess vegna sem þeir hlutar sýningarinnar sem lutu að pólitík fóru aðeins fyrir ofan garð og neðan. Það var a.m.k. stundum óljóst hver var að njósna um hvern, fyrir hvern – og af hverju. Persónulegu sögurnar urðu mun áhrifameiri. Viðfangsefni leikskáldsins er meðal annars samskipti kynslóð- anna og var þar margt áhugavert, en niðurlagið var að vísu helst til snyrtilegt. Engu að síður var þessi kvöldstund í Þjóðleikhúsinu mikil (en að vísu dálítið löng) upplifun. Sýning sem situr í manni Hin grimma grunnhyggni Þórunn var stórhættulegt kvendi. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Höfundur: Biljana Srbljanovic Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Giedrius Puskunigis Þýðing:Davíð Þór Jónsson Leikarar: Anna Kristín Arn grímsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson,Guðrún Gís- ladótir, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gestsson, Sólveig Arnars dóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir Engisprettur í Þjóðleikhúsinu Eft ir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@24stundir.is LEIKLIST Í HNOTSKURN Landslið leikara í marglaga verki, greypt í dásamlega leikmynd. 24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 25 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Allt sem hægt er að ímynda sér er raunverulegt. Pablo Picasso Veröld hefur gefið út í kilju írsku skáldsöguna Strákurinn í röndóttu náttfötunum eftir John Boyne og er þetta frum- útgáfa á íslensku. Bruno, sem er níu ára þýskur drengur í síðari heimsstyrjöld, veit ekk- ert um helförina eða grimmd- arverk landa sinna erlendis. Dag einn flytur fjölskyldan úr notalegu húsi þeirra í Berlín og upp í sveit þar sem hann hefur engan til að leika við. Þar kynnist hann Shmuel; strák sem lifir undarlegu lífi handan girðingar og klæðist þar að auki röndóttum nátt- fötum – eins og allir aðrir hin- um megin gaddavírsins. En vinátta Brunos og Shmuels á eftir að draga dilk á eftir sér og hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Örlagarík kynni Föstudaginn 4. apríl kl. 20:00 verða haldnir út- gáfutónleikar, þar sem Anna Jónsdóttir sópr- ansöngkona og Sigríður Freyja Ingimars- dóttir píanóleikari munu flytja lög af nýútkomnum geisladiski, Móðurást. Tón- leikarnir verða í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Sungið um móðurást AFMÆLI Casanova kvennamaður, 1725 Hans C. Andersen rithöfundur, 1805 Marvin Gaye söngvari, 1939 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is „Ætli hugmyndin hafi ekki sprottið út frá áhuga mínum á fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitarinnar, auk þess sem ég á börn og hef oft leitað að bókum um tónlist sem hæfa þeim en hef lítið fundið,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún hefur sent frá sér barnabókina Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina. Þetta er fjörug saga um litla mús sem villist inn á æf- ingu sinfóníuhljómsveitar og kynnist hljóðfærunum og þeim hljóðum sem þau gefa frá sér. „Þegar músin er búin að sjá hljóðfæraleikarana hita upp og þeir byrja að spila setti ég inn í huga músarinnar það sem ég finn sjálf þegar ég hlusta á tónlist: eitt- hvað yndislegt, angurvært, sorg- legt, glaðlegt og mikilfenglegt. Allt þetta er tónlistin, sem músin hlust- ar á að segja,“ segir Hallfríður. Bein tengsl við tónlistina Bókinni fylgir geisladiskur þar sem sagan er lesin og Sinfóníu- hljómsveitin leikur tónverkin sem við sögu koma. „Mér fannst skipta miklu máli að sögunni fylgdi disk- ur þannig að bein tengsl væru við tónlistina,“ segir Hallfríður. „Þegar ég fékk hugmyndina að sögunni fór ég að hugsa um hvaða tónlist myndi vera vel til þess fallin að kynna sinfóníska tónlist fyrir börnum. Ég valdi til dæmis Bolero eftir Ravel vegna þess að margir kannast við lagið og sama stefið er síendurtekið en með mismunandi blæbrigðum þannig að það heyrist hvernig hljóðfærin hljóma ein og sér og hvernig þau blandast saman. Lagið byrjar veikt en endar í helj- arinnar hljómi. Sömuleiðis valdi ég Á Sprengisandi eftir Kaldalóns. Bæði vegna þess að ég vildi hafa eitt íslenskt verk og vegna þess að það vekur alltaf mikla ánægju þeirra sem hlusta á það. Það er til dæmis ótrúlega gaman oft á tón- leikaferðalögum Sinfóníunnar er- lendis að sjá fólk sem ekki þekkir lagið bókstaflega takast á loft þegar við spilum það sem aukalag.“ Mús með eigin karakter Myndirnar í bókinni, sem eru bráðskemmtilegar, eru eftir Þórar- in Má Baldursson, víóluleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Hann er stórkostlegur myndskreytari, bjó til þessa dýrlegu mús, sem er ekki lík nokkurri annarri teikni- myndamús, heldur á sinn eigin karakter. Það er mikill húmor í myndum hans og með þeim tekst eitt af því sem ég vildi: að sýna mannlegu hliðina á hljóðfæraleik- urunum sem annars eru eins og á stallil á tónleikum, fínir og form- legir á sviðinu.“ Töfraheimur tónlistarinnar „Mitt helsta takmark með þess- ari bók er að veita börnum innsýn í töfraheim klassískrar tónlistar,“ segir Hallfríður. „Mér hefur fund- ist að klassísk tónlist hafi farið hall- oka síðustu ár og börnum gefst að- allega tækifæri til að hlusta á popptónlist. Það er eins og fólk haldi að klassísk tónlist sé ekki fyr- ir alla en börn geta hlustað á hvaða tónlist sem er. En maður setur börnin auðvitað ekki inn í tón- leikasal og lætur þau hlusta strax á heila sinfóníu, frekar en að láta þau byrja á að lesa heila skáldsögu.Ég vildi með bókinni veita þeim inn- sýn í það hvað tónlistin er að segja og kveikja ímyndunaraflið til þess að þau geti skilið tungumál tónlist- arinnar og flogið með tónlistinni.“ 24stundir/Ómar Tónlistarsaga fyrir börn „Mitt helsta takmark með þessari bók er að veita börnum innsýn í töfra- heim klassískrar tónlist- ar,“ segir Hallfríður Ólafs- dóttir, flautuleikari og höfundur bókar um mús- ina Maxímús Músíkús, sem heimsækir hljóm- sveit. ➤ Á geisladiski sem fylgir bók-inni les Valur Freyr Einarsson leikari söguna. ➤ Tónverkin sem við sögu komaeru eftir Aaron Copland, Mau- rice Ravel og Sigvalda Kalda- lóns. ➤ Hallfríður samdi svo eitt lag,Lagið hans Maxa. GEISLADISKURINN Maxímús Músíkús er aðalsögupersóna í nýrri barnabók Hallfríður „Mitt helsta tak- mark með þessari bók er að veita börnum innsýn í töfra- heim klassískrar tónlistar.“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.