24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 02.04.2008, Blaðsíða 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 13 Stefán Hjörleifsson, læknirog heimspekingur, var íviðtali við Morgunblaðið á sunnudag þar sem fjallað var um dokt- orsritgerð hans. M.a. kemur þar fram gagnrýni á umfjöllun fjölmiðla um erfðavís- indi hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, svarar Stefáni fullum hálsi í Mogga í gær og talar um að hann hafi vaðið um fyrirtæki sitt á skít- ugum skónum þegar hann vann að ritgerðinni. „Ég held að Stefán sé afskaplega prúður og ágætur piltur, en þetta er vanhugsað hjá honum,“ segir Kári í viðtalinu. Þegar hann var spurður hvort þessi prúði og ágæti piltur væri ekki bróðursonur hans hikaði Kári en sagði síðan: „Ástæðan fyr- ir því að ég hleypti Stefáni inn í fyrirtækið er jú einmitt sú að hann er bróð- ursonur minn.“ Það sem vekur athygli lesenda er að talað er um Stefán sem pilt en hann verður fertugur á þessu ári og því fyrir löngu vaxinn upp úr því að vera kallaður piltur. Dr. Gunni er ekki kátur yfirþví að alþingismenn ráðisér aðstoðarmenn þrátt fyrir að vinkona hans, Heiða í Unun, hafi fengið starf aðstoð- armanns Atla Gíslasonar. Hann sparar ekki stóru orðin á heima- síðu sinni. „Ég set horklessu í næsta kjörseðil. Ef ég nenni að mæta.“ Í öllu því krepputali sem tröll-ríður þjóðinni þessa dag-ana finnst æðstu embætt- ismönnum þjóðarinnar ekkert að því að fljúga á Nato-fund í einka- þotu. Visir.is greindi frá því í gær að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og Geir Haarde ásamt fjórtán manna fylgdarliði færu með einkaþotu frá fyrirtækinu Icejet. Það er spurning hvort ekki hefði verið betra að fara með venjulegu áætlunarflugi, þótt ekki væri nema til að sýna almenningi samstöðu í því að herða þurfi sultarólina. Einkaþotur teljast lúxus og því varla heppilegur far- arskjóti á krepputímum. Barna- fólk svitnar t.d. yfir því að mjólk- urpotturinn sé kominn í hundraðkall. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Kvennahreyfing Samfylkingar- innar heldur ársþing sitt á Hótel Örk í Hveragerði dagana 11.-12. apríl. Aðalumræðuefni þingsins verður aðferðafræði við val á lista stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Munum við velta fyrir okkur þeim mismunandi aðferðum sem ís- lensku flokkarnir hafa notað í ár- anna rás og skoða sérstaklega hvort þær hafi gagnast konum og körlum til jafns eða hvort í þeim kunni að felast innbyggt kynjamisrétti. Upp- stilling, prófkjör og fléttulistar þar sem karlar og konur eru til skiptis í sætum ofarlega á lista verða til um- ræðu en ýmsir hafa haldið því fram að prófkjör, líkt og þau sem haldin hafa verið hjá stóru flokkunum á síðustu misserum, gagnist konum illa. Þær nái síður toppsætum en karlarnir og séu ólíklegar til að bjóða sig fram í efstu sætin. Nýleg rannsókn sem gerð var í Háskóla Íslands sýndi þó fram á að konum gengi álíka vel og körlum að ná sætum neðar á lista en vandinn væri hins vegar sá að þær byðu sig ekki fram í efstu sætin. Samfylk- ingin hefur ætíð stært sig af því að vera kvenfrelsisflokkur og hefur til að mynda jafna skiptingu kynja í ráðherrasætum sínum. En úrslit síðustu kosninga eru hins vegar umhugsunarefni fyrir allt samfylk- ingarfólk út frá sjónarmiðum kynjajafnréttis. Einungis ein kona, formaður flokksins, var í efsta sæti og þar með oddviti í sínu kjör- dæmi. Þó voru nokkrar sem gáfu kost á sér til oddvitasætis en náðu ekki tilsettum árangri. Í þingflokki Samfylkingarinnar sitja nú sex konur, þar af eru þrjár ráðherrar. Í árdaga Samfylkingarinnar voru jafnmargar konur og karlar í þing- flokknum svo að nokkuð hefur sig- ið á ógæfuhliðina í þessum efnum. Það er svolítið eins og við tökum alltaf eitt skref fram á við en tvö afturábak í þessum efnum, líkt og reyndar á fleiri sviðum jafnréttis- baráttunnar. Uppstilling eða prófkjör? Sumir halda því fram að próf- kjör séu lýðræðislegasta leiðin til að velja fólk á lista, þar keppi allir á jafnréttisgrundvelli og allir hafi möguleika á að bjóða sig fram. En er það raunverulega þannig? Mín reynsla af starfi í stjórnmálum í 15 ár er að það sé afar erfitt að fá kon- ur til að henda sér í þann slag sem prófkjör eru. Þær eru margar hverjar til í að gefa kost á sér til stjórnmálaþátttöku en setja fyrir sig milljónakostnað við prófkjör. Það vita síðan allir að möguleikar fólks til að safna fjármunum til prófkjörsbaráttu eru mjög misjafn- ir. Nýtt fólk sem keppir t.d. við sitj- andi fulltrúa á fremur litla mögu- leika á að ná árangri þannig að líkur á endurnýjun eru ekki miklar. En hver er þá „ rétta leiðin“? Um það geta verið skiptar skoðanir en mér finnst ánægjulegt að heyra úr ýmsum áttum og fleiri flokkum en Samfylkingu vaxandi efasemdir um prófkjörsfyrirkomulag. Ein leið sem má hugsa sér er nokkurs konar forval innan flokks. Það færi þann- ig fram að allir sem skráðir eru í viðkomandi félag fá sendan lista með nöfnum einstaklinga sem gefa kost á sér og þeir eru beðnir um að raða tilteknum fjölda. Síðan væri starfandi uppstillingarnefnd sem tæki þessa niðurstöðu og ynni úr henni sigurstranglegan lista. Þann- ig væri tryggt að kostnaði væri haldið í lágmarki, lýðræðislegur réttur allra til að bjóða sig fram væri tryggður og meiri möguleiki væri á að fá konur til að gefa kost á sér. Í lögum fulltrúaráðs Samfylk- ingarinnar í Reykjavík er t.d. talað um beina og milliliðalausa aðkomu flokksmanna að vali frambjóðenda þannig að sú leið sem nefnd er hér að ofan myndi að fullu rúmast inn- an laganna. Þar sem enn er langt í næstu kosningar er fyllilega tíma- bært að taka þessa umræðu á heið- arlegan og málefnalegan hátt. Kon- ur í Samfylkingunni ætla að ríða á vaðið og opna þessa umræðu á árs- þinginu 11-12. apríl nk. Allar áhugasamar konur eru hvattar til að mæta og leggja sitt af mörkum til umræðunnar. Höfundur er alþingismaður Konur og prófkjör VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir Ýmsir hafa haldið því fram að próf- kjör gagnist konum illa. Þær nái síður toppsætum en karlarnir og séu ólík- legar til að bjóða sig fram í efstu sætin. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Framsækið samfélag með álver á Bakka Opinn borgarafundur um verkefnið Framsækið samfélag með álver á Bakka, verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl, kl. 20:00-22:00 á Fosshótelinu, Ketilsbraut 22, Húsavík. Fulltrúar Norðurþings, Alcoa, HRV, Landsvirkjunar og Landsnets kynna á fundinum undirbúning og stöðu þessa mikilvæga verkefnis og svara fyrirspurnum íbúa. Dagskrá Fundarsetning Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings Norðurþing, staða mála og næstu verkefni Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslu Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings Orkuflutningar Árni Jón Elíasson, sérfræðingur, Landsneti Orkuöflun Árni Gunnarsson, forstöðumaður jarðhita, Landsvirkjun Power Undirbúningsrannsóknir vegna álvers Arnór Þórir Sigfússon, HRV Grunnur að styrkingu atvinnulífs á Norðausturlandi – álver á Bakka Kristján Þ. Halldórsson, verkefnisstjóri samfélagsmála hjá Alcoa á Norðurlandi Spurningar og svör Samantekt og fundarslit Bergur Elías Ágústsson Fundarstjóri: Erna Björnsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings NORÐURÞING 36. aðalfundur SPOEX 2008 36. aðalfundur Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga verður haldinn miðvikudaginn 2. april nk. að Grand Hótel, Reykjavík v/Sigtún og hefst fundurinn kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar. Mætið öll og fræðist um málefni samtakanna. Stjórnin. Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA Ef þetta er ekki aprílgabb eru þessir dansarar dáldið tregir til að viðurkenna að þeirra nær- veru sé ekki óskað lengur. Magga Ö á blog.is Svona atriðum er alltaf breytt heilan helling fyrir lokakeppnina, bæði búningum og sviðs- framkomu svo þetta er bara væl! Og hver hefur meira vit á þessu en einmitt Páll Óskar? Ingibjörg Rósa á blog.is Já, það verður gaman að sjá hvort Palli hefur rétt fyrir sér. Mér finnst skrítið að það sé verið að sparka dönsurum núna eftir allan þennan tíma, en spyrjum að leikslokum. Blogger á blog.is BLOGGAÐ UM FRÉTTIR Palli veit best 24stundir 1. apríl ftir Björn Braga Arnarssonornbragi@24stundir.is Við erum búnar að starfa mjögið með þessu fólki frá byrjun,fa okkur 150% í þetta allan tím-n og skipuleggja framtíðina al-í kringum þessa keppni. Síðanokkur tilkynnt um þessaörðun með einu litlu símtali áudagskvöldið,“ segir dansarinnún Birna Blomsterberg.órum dönsurum, sem hafað með í Eurovision-atriðibandsins, var síðastliðiðdagskvöld tilkynnt að nær-þeirra verði ekki óskað þegarIs My Life verður flutt í Serbk „Ég get alveg leyft mér að fullyrðaað við erum ekki rekin vegnaframmistöðu okkar. Við erumgóðir dansarar og höfum sinntokkar starfi vel. Ég held líka að Ís-lendingar hafi verið að kjósa atrið-ið í heild, en ekki bara lagið,“ segirSigrún og á ekki von á að atriðiðmuni líta vel út án dansara. Breyta atriði f þeim vonbrigðum, en ég kaus aðhugsa um hagsmuni lagsins. Égveit að þetta er óvinsæl ákvörðun,en ég get lofað því að atriðið verð-ur margfalt betra fyrir vikið. Þegarkemur að því að búa til gott„show“ er ég manna bestur.“Málsaðilar áttu fund á sunnu-dag, sem Sigrún i ð Dansarar fara ekki til Serbíu þrátt fyrir margra mánaða undirbúningDönsurum Euro-bandsins sparkaðEurobandið hefur látiðfjóra dansara sína fjúkaog ætlar að fá bakraddir ístaðinn. Páll Óskar tekurábyrgð á ákvörðuninniog segir lagið ekki hafaverið samkeppnishæft. Eurobandið Ætlar að fáfjóra bakraddasöngvaratil að bæta flutninginn. Sa Gi He hlj Þet ma nýju end Hvö Au rei á söng kvikna Láki va 24stundir/Eggert

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.