24 stundir - 02.04.2008, Page 38

24 stundir - 02.04.2008, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2008 24stundir Ég myndi ekki nenna að vera að- stoðarmaður einhvers en það væri ekki amalegt að eiga rétt á aðstoðarmanni. Ég myndi ekki tvítóla við að ráða Gillzenegger sem minn aðstoðarmann. Léti hann píska mig áfram í ræktinni og redda mér ódýrum kjúklinga- bringum. Gunnar Hjálmarsson eyjan.is/goto/drgunni/ Femínistafélagið mun mótmæla hlutgervingu kvenna með því að fara í sund, berar að ofan. Þar sem ég er brjóstalaus nánast, veit ég ekki hvort ég get lagt til mál- staðarins, „but I’ll be damned“ ef ég tek ekki þátt. Allar vinkonur mínar mæta[…]og nú er lag að gefa skít í graðnaglana … Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is Ég trúi engum! Ég treysti engum!! Enginn mun gabba mig!!! Ekkert víst að þetta klikki!!!! Mikið rosalega er gott að þessi dagur er bara einu sinni á ári. Þoli ekki þessa vitleysu, gabb og hrekki endalaust. Skil ekki fólk sem hagar sér svona. Rúnar Rafnsson rr.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Ég spurði hvort hann [Ólafur Páll Gunnarsson] ætlaði að hlusta á plötuna. Hann svaraði að nafnið væri hrikalegt. Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en að hann væri ekki búinn að hlusta á hljómsveit- ina vegna þess að honum finnst nafnið ljótt,“ segir Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri út- gáfufyrirtækisins Kimi Records. Kimi gaf nýverið út aðra breið- skífu Morðingjanna, Áfram Ísland. Baldvin gagnrýnir útvarpsmennina Ólaf Pál Gunnarsson og Guðna Má Henningsson fyrir að afskrifa hljómsveitina vegna nafnsins og segir lög sveitarinnar ekki hafa heyrst í Popplandinu frá því að breiðskífan kom út. Góðar viðtökur Baldvin segir tónlist Morðingj- anna höfða til fólks og bendir á að breiðskífan Áfram Ísland hafi feng- ið fullt hús stjarna hjá tónlistar- gagnrýnanda DV. „Við erum að fá rosalega góðar viðtökur þannig að ég held að þessi ákvörðun sé hvorki byggð á þekk- ingu á tónlist né því hvað fólk vill hlusta á,“ segir Baldvin. „Tónlistin er ekki spiluð vegna persónulegrar skoðunar útvarpsmanna á nafni hljómsveitarinnar og engu öðru.“ Baldvin bætir við að Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður á Rás 2, hafi tjáð meðlimum Morðingj- anna að nafnið henti ekki útvarps- stöðinni. Honum finnst fyndið að tónlist bandarísku hljóm- sveitarinnar The Killers hljóti náð fyrir eyrun útvarpsmanna Popplands á meðan Morðingj- arnir eru úti í kuldanum. Enska orðið Killer þýðir banamaður, drápsmaður eða morðingi á íslensku. Killer ekki morðingi Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Palli á Rás 2, vísar gagnrýni Baldvins á bug. „Ég get haft mínar persónu- legar skoðanir á nöfnum hljómsveita eins og á mat og bíó- myndum. En það kemur ekki í veg fyrir að tónlistin heyrist,“ segir Óli. „Þetta nafn höfðar ekki til mín. En það hefur ekkert með tónlistina að gera. Auðvitað stoppar það ekki að við spilum músíkina þeirra.“ Í sambandi við samanburð ánafni Morðingjanna og nafni hljómsveitarinnar The Killers segir Óli að orðið morðingi sé allt ann- að orð en killer. „Þetta er í raun ekki alveg það sama,“ segir hann. „Killer er notað yfir allt annað, það er miklu víð- tækara orð en morð- ingi.“ Útgefandi Morðingjanna gagnrýnir störf útvarpsmanna á Rás 2 Nafnið of ljótt fyrir Popplandið á Rás 2 Baldvin Esra gagnrýnir útvarpsmennina Ólaf Pál og Guðna Má fyrir að setja hljómsveitina Morð- ingjana út í kuldann vegna nafnsins. Óli Palli vísar gagnrýni á bug. Morðingjarnir Ljúfir drengir þrátt fyrir hart nafn. Ljósmynd/Árni Torfason Óli Palli Vísar gagnrýni á bug. HEYRST HEFUR … Hamingjuóskum rigndi yfir Björn Inga Hrafnsson í gær eftir 24 stundir tilkynntu að hann hefði verið ráðinn ritstjóri blaðsins. Undirrituðum er ljúft og skylt að tilkynna að um aprílgabb var að ræða, en óvissa ríkir enn um hvað Björn Ingi ætlar að taka sér fyrir hendur. Kunnugir telja þó að málið skýrist í enda vikunnar og allt virðist benda til þess að hann finni sér starf í fjölmiðlaheiminum. afb Útvarpsmennirnir Jóhann G. Jóhannsson og Atli Þór Albertsson, í útvarpsþættinum Frá A til J á Rás 2, bjóða nú upp forláta hatt frá Björgvini Halldórs- syni. Hæsta boð er 5.000 krónur þessa stundina, en peningarnir renna í styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna. Uppboðinu lýkur á fimmtudag og talið er að miklu hærri upphæð sé hægt að fá fyrir hattinn sem hefur oft hvílt á höfði hins íslenska Elvis. afb Allt lítur út fyrir að fyrirsætan Ásdís Rán sé komin í úrslit áströlsku fyrirsætukeppninni Search for the Million Dollar Woman. Þátttaka Ásdísar hefur vakið landsathygli og margir Íslendingar hafa gefið henni atkvæði sitt á vefsíðu keppninnar. Ásdís heldur að öllum líkindum til Ástralíu í febrúar á næsta ári þar sem hún keppir við aðrar föngulegar stúlkur. Verð- launaféð er nokkuð mikið; ein milljón dollara. afb „Við erum að leita að hressum stelpum sem hafa áhuga og vilja vera með, þetta er góð leið til að komast í form,“ segir Þórey Heið- arsdóttir sem hefur stofnað fyrsta burlesque-danshóp landsins ásamt vinkonu sinni. Áhreyrnarprufur fara fram á laugardag og sunnudag í Heilsu- akademíunni í Egilshöll klukkan 13. Yfir 20 stelpur hafa skráð sig, en Þórey vill sjá fleiri. „Það er fínn áhugi, en ég held að stelpur hafi áhyggjur af forminu og að þær séu ekki búnar að æfa dans,“ segir hún. „Við erum ekki endilega að leita að úrvalsdönsurum sem hafa dansað í 15 ár. Við viljum bara fá stelpur sem geta hreyft sig og eru hressar og með útgeislun.“ Burlesque-dans sækir uppruna sinn í Viktoríutímabilið á 19. öld. Í burlesque blanda dansarar saman kynþokka og húmor svo að úr verður mikið skemmtiatriði. Dita Von Teese, fyrrverandi kærasta Marylin Manson, er einn frægasti burlesque-dansari heims um þess- ar mundir. Nánari upplýsingar um skrán- ingu í áheyrnarprufurnar er að finna á Myspace-síðu danshópsins: myspace.com/burlesqueiceland. atli@24stundir.is Burlesque-danshópur með áheyrnarprufur Leita að stelpum sem geta hreyft sig Stofna danshóp Áheyrn- arprufur verða um helgina. 24stundir/hag Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 4 1 3 9 8 7 5 2 7 3 2 4 1 5 8 6 9 8 5 9 2 6 7 1 3 4 3 2 7 6 4 9 5 8 1 9 1 4 5 8 3 2 7 6 5 8 6 1 7 2 4 9 3 1 9 5 7 2 6 3 4 8 2 6 3 8 5 4 9 1 7 4 7 8 9 3 1 6 2 5 Ég var ekki búinn að strauja mussuna þína. 24FÓLK folk@24stundir.is a Ó nei, ég er rétt að byrja. Minn hinsti dans er ekki stiginn þó að við séum ekki á leiðinni til Serbíu. Hefurðu stigið þinn hinsta dans? Sigrún Birna Blomsterberg er ein fjögurra dansara Euro- bandsins sem var sparkað úr Evróvisjónframlagi Íslands að frumkvæði Páls Óskars Hjálmtýssonar. Minn hinsti dans í flutningi Páls Óskars var framlag Íslands til Euro- vision árið 1997.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.