24 stundir - 02.04.2008, Side 40

24 stundir - 02.04.2008, Side 40
24stundir ? Um daginn háði ég stríð við stórfyr-irtæki. Fékk reikning fyrir þjónustu semég var ekki lengur með. Ég hringdi ogútskýrði mitt mál en alltaf fékk ég sömusvörin – þú skuldar.Þetta var ekki stór upphæð og miðaðvið hvað það var mikið vesen að reynaað leiðrétta þetta hefði kannski bara ver- ið auðveldara að borga og halda kjafti. En ég ákvað að gera það ekki. Ég hringdi og var reglulega gefið samband við nýja manneskju á hinum ólíku deildum fyr- irtækisins. Að lokum fékk ég þó að vita að reikn- ingurinn yrði ógiltur og málið væri úr sögunni. Sigur, hugsaði ég glaður, og sparaði 5.000 kall um leið. Svo liðu tveir mánuðir. Þá dettur inn póstur frá Intr- um – sami helvítis reikningurinn og náttúrlega búið að klína öðrum 5.000 kalli ofan á af því að þetta var komið í innheimtu. Aftur tók ég upp símann og allt ferlið byrjaði upp á nýtt með sömu niðurstöðu – þú skuldar! Þarna var ég alvarlega að spá í að borga bara til að forðast frekara vesen en ákvað þó að halda baráttunni áfram og ráðast beint á yfirmennina. Eftir mikið hark kom loks í ljós að á þeim tíma sem ég var í viðskiptum við umrætt fyrirtæki hafði ég raunar borgað þeim of mikið. Það voru þeir sem skuld- uðu mér! Ég fékk afsökunarbeiðni og mismuninn endurgreiddan. Boðskapur: Ekki borga reikninga sem þú kannast ekki við, jafnvel þótt það kosti mikið vesen því það er alltaf verið að reyna að svindla á þér. Að svindla á litla manninum Ágúst Bogason Fór í stríð og vann sigur YFIR STRIKIÐ Mega stórfyr- irtæki hvað sem er? 24 LÍFIÐ Íslenska leikjafyrirtækið Gogogic vinnur nú að garðyrkjuleik sem verður í boði á hinn vinsælu síðu Facebook. Íslenskur Facebook- leikur væntanlegur »34 Útgefandi Morðingjanna segir þá ekki fá spilun í Popplandi vegna þess að útvarpsmönnum mislíkar nafnið. Nafnið of ljótt fyrir Popplandið á Rás 2 »38 Fyrsti íslenski burlesque-danshóp- urinn heldur áheyrnarprufur um helgina í Heilsu- akademíunni í Egilshöll. Burlesque-hópurinn leitar að dönsurum »38 ● Góður styrkur „Þetta er frábært fyrir mig og hljómsveitina,“ segir tónlistarmað- urinn Mugison en honum hefur verið úthlutað 4 millj- ónum króna úr Kraums styrktarsjóðnum. „Það er rosalega dýrt að standa í þessum bransa, þetta er bara eins og að vinna í Lottóinu. Ég er hrikalega þakklátur.“ Mugison verður á tón- leikaferð nánast út árið og segir hann að styrkurinn komi þar að góðum notum við að greiða hljómsveitarmeðlimum laun á meðan á tónleikaferðinni stendur. ● Sex í pakka Og átta þó, því 6. þingmaður Suð- urlands leggur nú fram sex þingmál, í viðbót við tvö sem voru komin fram áður. „Málin eru ólík, öll góð, hagsmuna og réttlæt- ismál,“ segir Árni Johnsen, sem meðal annars vill stórskipahöfn í Vestmannaeyjum, niðurfellingu löggæslugjalda á útihátíðum og beina útsendingu vefstöðva frá 150 íslenskum náttúruperlum. Ýmsir þingmenn eru með Árna í fjölbreyttum málapakka, meðal þeirra eru bæði Guðni Ágústsson og Grétar Mar Jónsson. ● Golfa yfir sig „Þessir vellir sem við ætlum að spila á eru hver um sig í heimsklassa og svona ferð á eftir að sitja í minning- unni um árafjöld eftir á,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sem ásamt fleirum stendur fyrir golfferð til Írlands í næsta mánuði. Sem ekki er í frásögur færandi nema hvað spilað er á Druids Glen en sá völlur er reglulega talinn meðal bestu golfvalla álfunnar. Komast þar jafnan færri að en vilja og kostar þá skildinginn. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við -50% Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 OPIÐ VIRKA DAGA 10 – 18 LAUGARD. 11 – 16 NÝJAR VÖRURDÖMUR OG HERRA VOR 08 -50% TILBOÐ TILBOÐSHORNIÐ eldri vörur verðhrun - 60-80%

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.