24 stundir - 23.05.2008, Side 14

24 stundir - 23.05.2008, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir Yfirvélstjóri Óskum eftir að ráða yfirvélstjóra (1000 hö) á nýja línu -og netaskipið okkar sem er 760 brúttótonn að stærð. Skipið kemur til með að stunda línuveiðar með beitingavél og netaveiðar. Skipið er útbúið með öflugri frystingu og er áætlað að frysta aflann um borð hluta úr ári. Nánari upplýsingar í síma 893 5458 og 892 5374 og á www.fiskkaup.is Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið halldor@fiskkaup.is 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Skilaboð stjórnarflokkanna um breytt fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið skýr. Á meðan samfylkingarfélagsmálaráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir lofar að standa vörð um Íbúðalánasjóð, eins og hún orðar það í frétt 24 stunda á þriðjudag, benda orð sjálfstæðisfjármálaráðherrans Árna Mathiesen á félagsfundi Samtaka iðnaðarins á þriðjudag til annars. „Það þarf ekki að orðlengja að ríkið hefur á undanförnum árum verið að losa sig út úr hvers konar atvinnu- og fjármálastarfsemi á þeirri for- sendu að einkaaðilar sem eiga beinna hagsmuna að gæta geta oftast gert hlutina betur en hið opinbera. Íbúðalánasjóður er nánast eina fjármála- stofnunin sem eftir situr í eigu ríkisins.“ Forysta Alþýðusambands Íslands túlkar orð Árna sem svo að hann vilji hið opinbera út af íbúðalánamarkaði og er áhyggjufull. Jóhanna heldur þó fast í það í frétt blaðsins að breyttur Íbúðalánasjóð- ur sé einungis til að mæta kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), en hjá stofnuninni liggur kæra vegna ríkisábyrgðar Íbúðalánasjóðs, sem er sögð skekkja samkeppnisstöðuna á markaði. „Sú grunnregla yrði þá í heiðri höfð að ríkið sé ekki í samkeppni við einkaaðila á markaði,“ benti Árni á. Málið ber með sér að stjórnarflokkarnir gangi ekki í takt. Jóhanna heldur því fram að þrátt fyrir að félagsleg lán sjóðsins lúti öðr- um lögmálum en markaðslánin sé síður en svo öruggt að vextirnir á al- mennum lánum hækki. „Fullyrðingum um það má svara með því að það ræðst meira af þróun hagkerfisins og hvernig vextir á verðtryggðum lánum almennt þróast, heldur en af skipulagsbreytingum í kerfinu.“ Það dregur Hallur Magnússon, ráðgjafi og fyrrver- andi sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, í efa og segir: „Ef þeir [vextirnir] hækkuðu ekki við það gengi gagnrýni þeirra sem segja að ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs skekki samkeppnisstöðuna ekki upp. Og þá þyrfti ekki að afnema hana.“ Hvort ræður Jóhanna eða Árni? Það þarf fólk sem sýslar með aleigu sína að vita. Íbúðalánasjóður, Árni og Jóhanna SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Nokkrar íslenskar stuðnings- fjölskyldur höfðu gefið kost á sér og tóku hlutverk sitt alvarlega. Eftir nokkurra mánaða dvöl hafði einn flótta- maður samband við tengilið sinn hjá Rauða kross- inum og var allur hinn vandræða- legasti. Allt gekk vel, skólaganga barnanna, aðlögun fjölskyld- unnar og öllum leið vel. En flótta- maðurinn vildi þó vekja máls á einu ,,vandamáli“. Vandamálið reyndist helst vera það að hinar íslensku stuðningsfjölskyldur voru að kæfa hina landflótta fjöl- skyldu í umhyggju og vinahótum og þau báðust vægðar. Oddný Sturludóttir oddny.eyjan.is BLOGGARINN Gestrisni Héraðsdómur Reykjavíkur sann- aði í hundraðasta skipti, að hann er skipaður óhæfum dómurum. Í þetta sinn var róni dæmdur fyr- ir að stela mat úr búðum fyrir sam- tals 1000 krónur. Hann var á skil- orði og því dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Mánuð fyrir hvern 200-kall. Dómarar skilja ekki samanburð glæpa. Fara enn eftir gildismati fyrri alda, þegar snærisstuldur frá yfirstéttum var verstur allra glæpa. Þeir láta of- beldismenn og nauðgara sleppa ódýrt, en ráðast af öllum þunga á róna og ritstjóra. [...] Héraðs- dómur árið 2008, ekki 1708. Jónas Kristjánsson jonas.is Óhæfir dómarar Ríkisstjórnin virðist enn eiga eft- ir að ákveða sig um framtíð Íbúðalánasjóðs ef marka má um- mæli nokkurra ráðherra að und- anförnu. Því eykst furðan yfir ótímabærum um- mælum forsætis- ráðherra og utan- ríkisráðherra um „fyrirhugaðar“ breytingar á Íbúðalánasjóði á dögunum, um- mæli sem hafa skaðað og munu enn skaða fasteignamarkaðinn og mögulega efnahagslífið í heild! Félagsmálaráðherra reyndi að bjarga því sem bjargað varð með því að koma fram með ítarlegri skýringar á framtíðarsýn sinni … Hallur Magnússon hallurmagg.blog.is Orð sem skaða Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Nokkur umræða hefur orðið í kjölfar um- fjöllunar 24 stunda í gær um óánægju flug- farþega með breytingar á flugi vegna yfirbókana í kjöl- far sameiningar flugferða. Talsmanni neytenda ber lögum samkvæmt að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og kynna þeim réttarreglur (sjá www.talsmadur.is) en í því skyni hefur embættið sett upp Leiðakerfi neytenda (www.neytandi.is). Flug- farþegar hafa ýmis réttindi samkvæmt alþjóðareglum, lögum og reglugerðum, sbr. nánar á heimasíðu Flug- málastjórnar sem fer með málaflokkinn (sjá www.caa.is) s.s. vegna dauða eða slyss, glataðs eða skemmds farangurs og ef flugi er aflýst eða seinkað. Reglur um seinkun fela í sér að flugfarþegar eiga oft – en þó ekki alltaf – rétt á bótum ef flugáætlun raskast; hefur flugfélagið sönnunarbyrði fyrir því að það beri ekki ábyrgð. T.d. er kveðið á um að ef flugrekandi hefur ástæðu til að ætla að flugi seinki fram yfir áætlaðan brottfarartíma um 3 klst. eða lengur fyrir algengar flug- lengdir þá skuli bjóða farþegum máltíðir og hressingu, hótelgistingu ef með þarf, flutning milli flugvalla og samskiptaaðstöðu. Þegar töfin er 5 klst. eða lengri verður flugrekandinn einnig að bjóðast til að end- urgreiða farmiða – með ókeypis flugi til upphaflegs brottfararstaðar farþega ef svo ber undir. Þá skal áréttuð sú mikilvæga regla að flugfélagi ber að upplýsa neytanda um rétt hans í nánar tilgreindum at- riðum, t.d. um frest til að gera kröfu. Breytingar má þó aðeins gera samkvæmt samningsskilmálum svo ekki er opið veiðileyfi fyrir flugfélög að breyta áætlunum, seinka flugi, sameina ferðir o.s.frv. Þar sem flugfélög komast undan kröfum ef meiri háttar tilvik (fr. force majeure) valda því að þau geta ekki staðið við skuldbindingar sínar verð- ur hins vegar því miður að líta svo á að ekki sé heldur beinlínis bannað að breyta áætlunum – þó að meginreglan sé að sjálfsögðu, sem endranær, að samninga við neytendur beri að virða. Kjarni málsins er hins vegar sennilega sá að eðlilegt er að flugfélög gefi neyt- endum rúman fyrirvara ef þau þurfa að breyta áætlunum. Höfundur er talsmaður neytenda Neytendur þurfa fyrirvara ÁLIT Gísli Tryggvason gt@tn.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.