24 stundir - 23.05.2008, Side 23

24 stundir - 23.05.2008, Side 23
24stundir FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 23 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Grunnnámskeið í köfun eða Open Water Diver Course er skilgreint sem réttindanámskeið til köfunar á allt að 18 metra dýpi með félaga. Námskeiðið er upp- byggt þannig að í fyrri hluta taka nemendur bóklegt próf í hlutum á borð við virkni búnaðarins, eðl- isfræðilögmál köfunar og áhrif öndunar. Að prófi loknu tekur við verkleg þjálfun í sundlaug og loks í sjó en venjulega tekur námið tvær til þrjár vikur. Sérstæðar íslenskar aðstæður „Það er um að gera fyrir fólk sem langar að kafa erlendis að koma til okkar fyrst og nýta tím- ann hér á landi þar sem við kenn- um fyrir alþjóðleg samtök. Íslensk- ar aðstæður eru sérstæðar að því leyti að hérlendis notum við þurr- búning sem lætur þér finnast þú dálítið stífari og innilokaðri en þegar kafað er erlendis. Fyrir þá sem hafa lært erlendis myndi ég því mæla með aukanámskeiði í köfun í íslenskum aðstæðum til að læra að kafa í slíkum búningi,“ segir Matthías Bjarnason köf- unarleiðbeinandi. Þingvellir einna þekktastir Matthías segir köfunina kennda á hentugum kennslustöðum þar sem leiðbeinendur þekkja vel til. Hann segir mikilvægt að fara á námskeið til að læra hlutina í réttri röð og blessunarlega sé nær alveg dottið upp fyrir að fólk sé að fikta sjálft við köfun sem hafi dregið úr óhöppum. Kafað er á fjölda staða hérlendis en Silfurgjáin á Þingvöll- um er einn þekktasti köf- unarstaður heims og segir Matt- hías tíðkast að skrifa í það minnsta eina grein á ári um gjána í virtum köfunarblöðum erlendis. Margt sem hrífur „Það er ótal margt sem hrífur við köfunina, til að mynda sú stað- reynd að það er ótrúlega fjölbreytt lífríki neðansjávar og mun fjöl- breyttara dýralíf neðansjávar en of- ansjávar á Íslandi. Eftir 15 ár finnst manni ótrúlegt að maður eigi eftir að upplifa enn stórfenglegri daga en þá sem maður hefur þegar upp- lifað en það gerist þó aftur og aftur. Ég hef kafað við Garðsbryggju með höfrungum, með selum sem synda þétt upp við mann og inni í loðnu- torfum. Fyrir mér er þetta útivist, ákveðið jaðarsport og gríðarlega skemmtileg útivist auk þess sem gaman er að fylgjast með þróun köfunartækja,“ segir Matthías. Hann hefur lokið öllum sínum námskeiðum í köfun erlendis og einnig starfað við kennslu utan landsteinanna. Hann segist yfirleitt kafa þegar hann fari í frí á sólar- strönd en enginn staður sé þó jafn eftirminnilegur og Ísland. Þó hafi hann farið í margar eftirminnileg- ar ferðir til útlanda og sú eft- irmannilegasta hafi verið ferð sem hann fór í til Noregs og synti þar með háhyrningum sem áður hafði verið reynt að nálgast við Íslands- strendur með misjöfnum árangri. Í Noregi kafaði hópurinn hins vegar í firði sem heitir Tysfjord, en þar safnast háhyrningarnir saman þar sem síldarstofninn syndir inn í fjörðinn á haustin. Þarna fékkst því mikil nálægð við háhyrningana sem Matthías segir að hafi verið sérstök upplifun. Krakkar fá að prófa Fólk á öllum aldri kemur á köf- unarnámskeiðin en þau eru kennd eftir kerfi sem gerir leiðbeinendum kleift að leyfa krökkum frá 8 ára aldri að prófa köfun í sundlaug. Matthías segir árangur í köfun að- allega snúast um andlegt og lík- amlegt atgervi og þannig geti allir kafað. Sem skemmtilegt dæmi um slíkt segir hann frá ferð á Þingvelli sem köfunarleiðbeinendur skólans voru beðnir um að fara í með tvo menn á vegum Össurar. Þegar hópurinn var að klæða sig í bún- ingana tekur leiðbeinandi eftir því að á annan manninn vantar báða fæturna en þarna var þá kominn hlaupagarpurinn Oscar Pistorius. Segir Matthías að leiðbeinandinn sem kafaði með Oscari hafi lært mikið um atgervi á þessari ferð og ekki dottið í hug að bjóða Oscari aðstoð með búnaðinn eftir köf- unina eins og algengt er þegar ganga þarf með hann upp gilið, svo einbeittur og ákveðinn hafi hann verið í að ljúka verkefninu. Allir sem vilja kafa ættu því að vera full- færir um slíkt. Nokkur grundvallaratriði „Í grundvallaratriðum þarf að kenna fólki að bregðast rétt við og búa sig rétt þannig að ekkert komi upp á. Síðan þarftu að kunna atriði eins og að tæma grímu, setja upp í þig öndunarbúnað neðansjávar og skipta yfir í öndunarbúnað fé- lagans,“ segir Matthías. Allar frek- ari upplýsingar má sjá á www.kof- unarskolinn.is, en sérstök tilboð á köfunarvörum eru nú í boði hjá skólanum í tilefni af 15 ára starfs- afmæli hans. Köfun er ævintýri Allir geta kafað ef þeir vilja. Hvergi jafn spennandi að kafa og á Íslandi Silfurgjáin þekkt um víðan heim Köfunarnámskeið verða vinsælli með hverju árinu. Hjá Köfunarskól- inn.is er hægt að sækja allt frá grunnnámskeið- um til björgunar- kafaranámskeiða. ➤ Köfunarnámskeiðinu er skiptí bóklegan og verklegan hluta í sundlaug og sjó. ➤ Meðal grundvallaratriða er aðkunna að bregðast rétt við, tæma grímu og setja upp í sig öndunarbúnað neðansjávar. KÖFUN Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum nota Jahti Jakt fatnað með góðum árangri. Icefin Noatuni 17 • S. 5343177 • úrvalið á www.icefin.is Premium veiði og útivistarfatnaður frá finnska framleiðandanum Jahti Jakt. Hentar vel við Íslenskar aðstæður -Premium Jahti Jakt Innifalið: Vatnsheldur öndunarjakki og buxur, ullarpeysa, microflís nærföt, flísmillilag, flónelskyrta, derhúfa, axlabönd, öryggisvesti, flugnanet, sætisáklæði á bíslstjórasætið. Allurpakkinn kr35900 Velkomin að skoða www.weleda.is Losar bjúg og léttir á liðamótum Vatnslosandi Birkisafi Ráðlagður dagskammtur eru 20-30 ml. Gott er að taka þriggja vikna kúr á safanum. Blanda má safann með eplasafa eða vatni. Má einnig taka óblandað. Birkisafinn frá Weleda hefur verið vinsæll undanfarin misseri enda er hann einkar góður fyrir heilsuna. Birkisafinn hefur sérstaklega verið vinsæll hjá þeim sem vilja léttast enda örvar hann vatnslosun og styður við náttúrulega úthreinsun líkamans, en eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan og vert að hafa í huga núna í sumar. Birkisafinn losar bjúg. Birkisafinn er unnin úr þurrkuðum birkiblöðum. Hægt er að fá birkisafann með og án hunangs. Þrátt fyrir að safinn sé kenndur við birki bragðast hann síður en svo eins og þessi ágæta trjátegund. Þetta er bragðgóður drykkur sem gott er að blanda með vatni og eiga tilbúinn í kæliskáp. Útsölustaðir: Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Heilsuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaver, Nóatún, Hagkaupum Kringlunni og Holtagörðum, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.