24 stundir - 23.05.2008, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
„Yfir hásumarið hugsa ég að næt-
urnar okkar fyrir austan séu fleiri
en í bænum. Bústaðurinn er
fullbúið heilsárshús með öllum
þægindum en það sem okkur
finnst mesti ávinningurinn við
húsið er sú hvíld og tímaleysi
sem þar ríkir. Maður slakar á um
leið og maður er kominn upp á
Sandskeið á leiðinni austur,“ segir
Sigþrúður sem starfar sem fram-
kvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.
Rækta skjólbelti
Þau hjónin stunda trjárækt fyr-
ir austan sem Sigþrúður segir af-
ar gefandi þar sem uppsveitir
Suðurlands séu jú með gróð-
ursælustu sveitum landsins. Þau
hafa ræktað birki, blágreni og
víðiplöntur en einnig sjaldgæfari
plöntur eins og sýrenu og körfuv-
íði. Segir Sigþrúður að þau séu
rétt lögð af stað í ræktinni og sé
margra áratuga starf framundan.
„Við lögðum áherslu á að byrja á
því að mynda skjól þar sem að
það getur orðið dálítið kalt og
hvasst hjá okkur í norðan- og
norðaustanátt og erum nú farin
að velta fyrir okkur restinni af
lóðinni,“ segir Sigþrúður.
Gestagangur allt árið
„Við lítum á húsið sem okkar
annað heimili og vinnum stund-
um í sveitinni sem er mjög hent-
ugt þegar maður þarf góðan
vinnufrið. Það er gestagangur
hjá okkur allan ársins hring og
gaman að taka á móti fjölskyldu
og vinum enda er ég ekki frá því
að maður njóti samvistanna bet-
ur í sveitinni betur þar sem af-
slappandi aðstæður skapast. Síð-
an njótum við þess að lesa, elda
góðan mat og hlusta á tónlist,“
segir Sigþrúður.
24stundir/Einar Falur
Í Biskupstungum með Heklu í baksýn Á fallegum sumardegi.
Fleiri gistnætur í sumarhúsinu en heima við yfir sumarið
Njóta hvíldarinnar og tímaleysisins
➤ Stutt er í alla þjónustu oggolfvelli á Suðurlandi frá bú-
staðnum.
➤ Samskipti við heimamenn ísveitinni segir Sigþrúður
skemmtileg og góð.
LÍFIÐ Í SVEITINNI
Sigþrúður Guðmunds-
dóttir og eiginmaður
hennar Birgir Guðjónsson
létu byggja sér sum-
arbústað í Bláskógabyggð
fyrir rúmum sjö árum.
Þau nýta sér nálægðina
við höfuðborgina og
sækja gjarnan vinnu í bæ-
inn úr sveitinni.
Hilton Golf Academy er skipu-
lagt fyrir þá sem vilja læra golf í
góðu veðri og hafa það virkilega
notalegt á meðan. Skólinn er stað-
settur á fjórum stöðum í Phoenix
& Tucson, Arizona, Myrtle Beach,
South Carolina og Santa Fe, Nýju
Mexíkó. Námskeiðin eru seld í
pakka með mat og gistingu innifal-
ið. Á Myrtle Beach stendur nám-
skeiðið til að mynda í eina viku og
er meðal annars innifalið í því gist-
ing á svítu á Hilton hótelinu,
morgunverður, tveir kvöldverðir,
par af golfskóm og geymsla og þrif
á golfsettinu.
Afslappandi vika
Námskeiðið sjálft stendur í þrjá
daga en að því loknu gefst fólki
færi á að spila meira golf eða skoða
sig um á svæðinu. Þannig geta þeir
sem vilja spilað helling af golfi en
hinir geta auk þess sólað sig eða
slappað af. Þægileg lausn fyrir mis-
munandi mikla golfaðdáendur.
maria@24stundir.is
Golf, strönd og
lúxusfrí
Gaman er að hoppa á trampól-
íni í góðu veðri en fara verður
varlega þar sem margir krakkar
hafa slasað sig á slíku. Algengustu
slysin verða á handlegg, olnboga,
öxl, hné, ökkla og tám en Sjóvá
Forvarnahúsið hefur í samvinnu
við Fimleikasamband Íslands tek-
ið saman góð ráð um það hvern-
ig megi spyrna við slíkum slys-
um.
Aðeins eitt barn í einu
Í fyrsta lagi er mikilvægt að
einungis eitt barn í einu hoppi á
trampólíninu. Eins að læra að
stoppa með því að fjaðra rólega 3
sinnum og beygja síðan hnén eða
hoppa kröftuglega og beygja
hnén. Hoppa skal í miðjunni,
ekki hoppa af og alltaf hafa hend-
ur fyrir framan sig þegar hoppað
er. Þá er mikilvægt að fullorðnir
meti færni barnanna og fylgist
með þeim þegar þau leika sér á
trampólíninu. Frekari ráð má fá á
www.forvarnarhusid.is
maria@24stundir.is
Fara verður varlega á trampólíni
Mikilvægt að fylgjast með
Nú er tíminn til að dusta rykið af
gítarnum og gítargripunum. Þeir
sem geta gripið í gítar og spilað
nokkur lög við varðeldinn eru allt-
af vinsælir partígestir. Síðan er
náttúrlega enn betra ef viðkom-
andi getur sungið líka og þá er góð
hugmynd að taka með sér nokkra
góða texta eða söngbók og fá alla
til að syngja með. Meðal sívinsælla
laga má mæla með Þytur í laufi og
og Fyrir átta árum.
Gítarspil við
varðeldinn
Alvöru garðyrkjufólk er jafnan úti í
beði með hanska á sér og bograr
yfir því með skóflur eða klórur.
Síðan hringir síminn og þá þarf að
henda öllu frá sér í grasið og
hlaupa inn. Þessi sniðuga taska
leysir algjörlega það vandamál en
hana setur fólk utan um sig mitt og
hleður síðan þeim tólum og tækj-
um sem það þarfnast í vasana. Það
mætti jafnvel setja farsímann í einn
vasann.
Þægilegt fyrir
garðyrkjufólk
Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is
Gel/ethanOl
aRineldStæði í
SumaRbúStaðinn
eða heimilið.
ReyKlauS OG
lyKtaRlauS
byltinG í SVefnlauSnum
tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði
55
ára
Húsgagnavinnustofa rH
Frí legugreining og
fagleg ráðgjöf um val
á heilsudýnum.
20-50%
afSláttuR