24 stundir - 23.05.2008, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir
Kjartan Þorbjörnsson
veidi@24stundir.is
Guðmundur Reynisson býr í
Grundarfirði og segist oft veiða í
Hraunsfirðinum enda sé mjög
stutt að skjótast þegar veður er
gott.
„Þetta er fyrsta skiptið í vor sem
ég kem hingað,“ segir Guðmundur.
„Ég hef ekkert frétt af veiðibrögð-
um hingað til en mér hefur gengið
ágætlega,“ segir hann og sýnir fjór-
ar fallegar sjóbleikjur í plastpoka.
„Það er flott bleikja í þessu vatni.
Yfirleitt veiði ég í sandfjörunni við
garðinn hinum megin, en er að
prófa í fyrsta skipti hérna við
hraunkantinn. Bleikjan virðist vera
smærri hinum megin en oft mikið
af henni. Hér er hraunkantur úti í
vatninu og dýpkar hratt fyrir fram-
an hann. Þar fyrir framan er greini-
lega sléttur botn sem hægt er að
draga fluguna eftir.“
Guðmundur segist bara veiða
hér á flugu. Hann er með tvö opin
flugubox sem í eru púpur og marg-
litar straumflugur.
„Ég fékk þessar allar á Peacock,
byrja alltaf á henni, en var að skipta
og setti Prinsinn undir. Þessar tvær
gefa mér alltaf best hér.“
Hann er með flotlínu með sökk-
enda og segir þann búnað henta
vel. Aðspurður hvort aðkoma
Veiðikortsins að Hraunsfirði hafi
breytt einhverju fyrir svæðið segist
hann skreppa oftar en áður, nú
þegar ekki þurfi að kaupa hvern
dag fyrir sig.
„Það hefur líka orðið gríðarleg
fjölgun hérna á veiðimönnum þeg-
ar kemur fram á sumarið. Það er
tjaldvagna- og fellihýsaröð eftir
allri hlíðinni hérna langt inn úr,“
segir Guðmundur og bendir yfir
vatnið. „Sá bakki hefur alltaf verið
vinsælli enda aðkoman auðveld.
Annars er aðalveiðin þarna alveg
inni í botni þegar fer að líða á sum-
arið,“ segir Guðmundur að lokum
og heldur áfram veiðum.
„Ég vona að það lygni með
kvöldinu. Vindurinn er búinn að
snúa sér síðan ég kom. Ef hann
dettur niður aðeins þá fer fiskurinn
strax að sýna sig enda nóg af hon-
um.“
Vor í Hraunfirði
Sjóbleikja á Snæfellsnesi
Vorið hefur bankað á
dyrnar í Hraunfirðinum.
Toppfluga og rykmý sett-
ust á bílrúðuna um leið
og blaðamaður lagði við
hraunkantinn. Feluklætt
rjúpnapar tók á móti
honum er hann stikaði yf-
ir úfið hraunið til að eiga
smá spjall við eina veiði-
manninn sem sjá mátti á
svæðinu.
Fallegt umhverfi Guð-
mundur Reynisson lætur
fara vel um sig.
Vífilsstaðavatn er eitt þeirra
vatna sem fyrst er opnað fyrir
veiðimönnum á vorin. Það er bein-
línis í kastfæri fyrir 80% þjóðarinn-
ar þar sem það kúrir á mörkum
Garðabæjar, Kópavogs og Reykja-
víkur, flestir geta rennt upp eftir á
10-15 mínútum og verið komnir í
bullandi silungsveiði á inniskóm.
Gamli Hljómatrymbillinn og
söngvarinn Engilbert Jensen þekkir
vatnið vel og gaf okkur á flugur.is
mikilvægar upplýsingar um vatnið
sem mig langar til að dreifa til les-
enda 24 stunda enda veiði hafin.
,,Ég byrja því á að lesta bílinn og
skoða flugurnar sem setjast á fram-
rúðuna meðan ég er að taka mig til.
Og það bregst yfirleitt ekki, að sil-
ungurinn er einmitt að taka þessar
sömu flugur!“ segir Engilbert við-
mælendum sínum. Vatnið hlýnar
fyrst þar sem það er grynnst. Þar
tekur lífið fyrst við sér á vorin og
þar er mesta veiðivonin. Þess vegna
kjósa margir suðurenda vatnsins,
þar sem mest er um grynningar og
vesturbakkinn hefur einnig gefið
ágæta veiði. Óþarft er að vaða
langt, fiskurinn er oft alveg í harða
landi. Þess vegna hentar vatnið vel
til æfinga fyrir börn og fullorðna.
Flugurnar í Vífó
Í apríl og maí segist Engilbert
mest veiða á margvísleg afbrigði
mýpúpunnar, ,,enda eru stórir
flákar í vatninu þaktir mýpúpu-
hylkjum, þannig að veiðimaðurinn
þarf ekki að veljast í neinum vafa
um hvað fiskurinn er að éta. Mýið
kviknar fljótt á grynningunum og
þótt lofthitinn sé kannski ekki
mikill má oft sjá flugu. Ef það er ís-
brák á vatninu hefur mér oft reynst
vel að kasta upp á ísinn og oft tekur
hann þegar ég dreg fluguna fram af
ísnum. Ástæðan fyrir því er sú að
oft frjósa mýpúpurnar þegar vatnið
leggur og bleikjan tekur þær síðan
þegar þær losna úr klóm íssins þeg-
ar hann bráðnar.“
Í byrjun júní færir Engilbert sig
yfir í Peacock, Pheashant tail,
Héraeyra og Caddis-flugur. „Ég
mæli með því að menn séu dugleg-
ir við að skreyta Peacock-púpuna
og reyna til dæmis gulan lit í stað
þess rauða. Mér hefur sýnst guli lit-
urinn vera gjöfulli, ef eitthvað er,“
segir Engilbert sem bætir því við að
Vífilsstaðavatn sé kjörið fyrir þá
sem vilja æfa sig með þurrflugu og
þá er farsælast að byrja þegar örlítil
gára er á vatninu.
Þá er þess ógetið sem er ekki síð-
ur mikilvægt að fiskurinn í Vífils-
staðavatni er pýðilegur matfiskur,
ekki síður en í grannvatninu Elliða-
vatni. Bleikjan er reyndar smá og
leitun mun á stórum urriða, en
hvað gerir það til? Létt flugustöng,
inniskór og tvær þrjár mýpúpur er
allt sem þarf til að ná sér í góða
villibráð á borðið. Í miðri ,,stór-
borg“. Hvernig getur lífið verið
betra?
Á flugur.is er sérstök grein um
Vífilsstaðavatn með fleiri ráðlegg-
ingum, kort og myndir af flugum
við hæfi.
Veiddu betur – í samstarfi við flugur.is
Vífilsstaðavatn
Stefán Jón Hafstein
skrifar um veiði
VEIDDU BETUR
Áhugamaður um veiði
Engilbert Jensen er dellukarl.
Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa
næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að
rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið
fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað
er beint á www.veidikortid.is
Tryggðu þér Veiðikortið í tíma!
Á að veiða
í sumar?
Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á allra síðustu sætun-
um til Fuerteventura í maí og júní. Þessi skemmtilega eyja
í Kanaríeyjaklasanum hefur svo sannarlega slegið í gegn
hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumar-
leyfisstað í fríinu. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brott-
för færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Fuerteventura
27. maí – 1 vika
3. júní – 2 vikur
10. júní – 1 eða 2 vikur
17. júní – 2 vikur
Frá aðeins 29.990
Flug og gisting- allra síðustu sætin!
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 saman í íbúð í viku.
Aukavika kr. 10.000.
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn, 2-11 ára, í íbúð íviku. Aukavika kr.
10.000.
VORIÐVEIÐI
veidi@24stundir.is a
Það er flott bleikja í þessu
vatni. Yfirleitt veiði ég í
sandfjörunni við garðinn hin-
um megin.