24 stundir - 23.05.2008, Side 38

24 stundir - 23.05.2008, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ekki er hundrað prósent útilokað að Logi Geirsson geti tekið einhvern þátt í leikjum landsliðsins gegn Makedóníu þrátt fyrir að hafa rifið magavöðva fyrir stuttu. Hinn spænski þjálfariLiverpool, Rafa Bení-tez, segir lykilinn að farsælli leik- tíð vera þann að sigra Man- chester United minnst einu sinni á leiktíð. Þeir leikir séu í raun sex stiga leikir en Liverpool endaði ellefu stigum á eftir meisturunum nú og þarf því aðeins meira til. Benítez veit vel að fyllist ekki einhverjir skápar félagsins af silfurlituðum dollum að ári er framtíð hans hjá liðinu orðin afar veik. Forráðamenn Real Madrideru meðal þeirra hundr-aða þús- unda sem naga nú neglur með- an beðið er eft- ir yfirlýsingu Cristiano Ro- naldo varðandi framtíð sína. Lofaði hann ákvörðun eigi síð- ar en um þessa helgi og þykir sá tími sem hann hefur tekið sér benda sterklega til að hann fari frá United hvað sem menn þar á bæ segja. Meirihluti þátttak- enda í nokkrum netkönnunum hjá stórum erlendum fjöl- miðlum eru þó sannfærðir um að hann fari hvergi. Aðeins Barcelona eða Real Madrid koma til greina verði brottför raunin. Fari hann er þó víst að hann sprengir alla skala hvað varðar dýrasta knattspyrnu- mann veraldar. Kampakátir tóku leikmenn Manchester United við Meistaradeildarbikarnum í vikunni og flóðu gleðitárin og kampvínið í svipuðu magni hjá þeim og stuðnings- mönnum þeirra. Ekki síður glaðir voru eigendur og stjórnarmenn liðsins sem hefur halað inn tæpa tólf milljarða króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sú tala á eingöngu við um fé vegna sigurs í Meist- aradeildinni og í ensku úrvalsdeildinni auk tekna fyrir sjónvarpsrétt sem greiddar eru út í byrjun ágúst en hækka hlutfallslega eftir því sem fleiri leikir eru valdir til beinna útsendinga. Þannig gefur sigurinn í deild- inni auk tekna fyrir flesta leiki í sjónvarpi 7,1 milljarð króna og rúmir fjórir milljarðar fást fyrir sigur í Meist- aradeildinni. Á þá enn eftir að reikna aðra tekjustofna félagsins sem gefa mun meira í aðra hönd eins og aug- lýsingasamningar, aðgangseyrir og tekjur af sölu varn- ings. Til marks um mikilvægi þess fyrir félagslið að halda sér í efstu deild má taka afar öfgafull dæmi af Fulham og Derby. Derby endaði í neðsta sætinu og féll sem kunnugt er og áhugi á leikjum liðsins var takmark- aður. Heildartekjur liðsins þessa leiktíðina námu að- eins 909 milljónum króna að meðtöldum greiðslum fyrir sjónvarpsrétt. Tekjur Fulham sem bjargaði sér frá fallinu á lokametrunum nema hins vegar 4,5 millj- örðum króna. Það er fjárhagslegur munur þess að enda í tuttugasta sæti eða slefa í það sautjánda. Allmargir spekingar í Bretlandi hafa og bent á og gagnrýnt að mikil fylgni sé milli tekna félags og þeirra sæta sem þau á endanum lenda í. Þannig séu tíu rík- ustu félagslið Englands í tíu efstu sætum nýliðinnar leiktíðar þó röðin sé ekki alveg kórrétt. Aston Villa sem endaði í sjötta sæti er til dæmis aðeins ríkara félag en Everton sem endaði í því fimmta. Langur vegur sé þó frá tekjum þeirra fjögurra efstu og næstu liða og engin tilviljun að ellefu stiga munur var á Liverpool í fjórða sætinu og Everton í því fimmta. Átta stig skildu að Arsenal og Tottenham í þessum sömu sætum fyrir ári. Tímabilið verið afar gjöfult Manchester United Tólf milljarðar í verðlaunafé Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Ég vil engu spá á þessu stigi en veit að strákarnir vita hvað þarf að gera og við munum gefa allt sem við eigum til að ná hagstæðum úrslit- um,“ segir Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik. Landsliðið hélt af landi brott í gær áleiðis til Spánar þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki við Spán um helgina. Frammistaða leikmanna þar ræður því hver end- anlegur hópur verður fyrir þrjá leiki í forkeppni Ólympíuleikanna og tvo umspilsleiki að auki um sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári. Enn laus sæti í landsliðinu Guðmundur tilkynnti í vikunni hópinn sem fór til Spánar en hann segir þann hóp þó ekki endanleg- an. „Ég mun taka stöðuna í leikj- unum tveimur um helgina og það eru þar tvær stöður sem ég gæti hugsað mér að fá aðra í ef einhverj- ir skila ekki sínu eins og til er ætl- ast. Hópurinn er því ekki endan- legur ennþá.“ Nýir hlutir Guðmundur ætlar sér að prófa nýja hluti og leikskipulag gegn Spánverjunum. „Ég verð óhræddur við það enda eru úrslitin í þeim leikjum ekkert aðalatriði. Fyrst og fremst ætla ég að fínpússa liðið en við erum líka að æfa nýja vörn og nokkur ný leikkerfi sem liðið hefur ekki notað áður og ég mun nota tækifærið úti á Spáni til að fara vel gegnum þau.“ Logi ekki kulnaður Ekki er loku fyrir það skotið að Logi Geirsson taki þátt með lands- liðinu í leiknum gegn Makedóníu. Reif hann magavöðva og þarf að hvílast í fjórar vikur en rúmar þrjár vikur eru enn í síðasta leikinn og landsliðsmenn vona það besta enda missir að Loga gegn þeim stórliðum sem liðið mætir næstu vikur. Stórir leikir framundan Guðmundur ætlar að reyna nýjar áherslur og taktík gegn Spánverjum um helgina. Gefum allt sem við eigum  Næstu vikur verða strangar fyrir karlalandsliðið í handbolta  Árangurinn á þeim tíma mun ráða hvort Ísland keppir á Ólymp- íuleikunum í sumar eða á heimsmeistaramótinu á næsta ári ➤ Tveir æfingaleikir þessa helgina 24. maí Spánn - Ísland 25. maí Spánn - Ísland ➤ Forkeppni ÓL30. maí Ísland - Argentína 31. maí Ísland - Pólland 1. júní Ísland - Svíþjóð ➤ Undankeppni HM 20098. júní Makedónía - Ísland 15. júní Ísland - Makedónía LEIKIR ÍSLANDS Gunnlaugur Júlíusson lang- hlaupari tekur öðru sinni þátt í hinu árlega danska últra- maraþoni um helgina en mót- ið er sérstakt að því leyti að hlaupið er stanslítið í 24 klukkustundir og síðan mælt, en fyrir ári varð Gunnlaugur þriðji í hlaupinu. „Ég hef nú ekki sett mér nein sérstök markmið nú heldur ætla ég að reyna mitt besta og ég verð sáttur við útkomuna hver sem hún verður ef það tekst. Þetta er Danmerkurmót í greininni og margir af helstu köpp- unum í greininni taka þar þátt. Ég náði þriðja sæti síðast og hljóp 197 kílómetra og við sjáum til hvað gerist nú.“ 24 stundir Stærsta og öflugasta fim- leikadeild landsins, fim- leikadeild Ármanns, heldur sínu árlegu vorsýningu á morgun í Laugardalshöllinni en þar sýna alls 500 krakkar sem stundað hafa fimleika í vetur listir sínar og dansa. Fimleikadeildin fær á sama tíma afhenta fyrirmynd- arfélagsviðurkenningu frá Íþróttasambandi Íslands. Sýn- ingin hefst kl. 18 og stendur í tæpa tvo tíma. Vorsýning SKEYTIN INN Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Búlgaríu 9. júní frá kr. 49.995 Kr. 49.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í hótelherbergi / íbúð í viku. Súpersól tilboð, 9. júní. Aukavika kr. 15.000. Kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í hótelherbergi / íbúð í viku. Súpersól tilboð, 9. júní. Aukavika kr. 15.000. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Aðeins örfá sæti í boði! Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í júní á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitinga- staði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.