24 stundir - 23.05.2008, Side 46

24 stundir - 23.05.2008, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir „Mig langar að mæla með Karin Herzog Siluette-kreminu, ef ykk- ur langar að laga slit eða appel- sínuhúð. Það gerir kraftaverk, sérstaklega eftir barnsburð ef borið er á brjóst, maga, rass eða læri 1-2 á dag. Húðin strekkist og þéttist, slitin sléttast og hverfa nánast á nokkrum dögum!“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir asdisran.blog.is „Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur sýknað karlmann af ákæru fyr- ir að hafa haft í frammi skag- firska sveiflu á almannafæri. Bann við skagfirskri sveiflu var bundið í lög árið 1997 eftir að rannsóknir höfðu sýnt sterk tengsl milli skagfirskrar sveiflu og heilabilunar.“ Brjánn Guðjónsson brjann.blog.is „Naglinn massaði byssurnar í gær, ekki veitir af að pumpa þessar spírur. Æfði með Jóhönnu svo það var vel tekið á því og spottað alveg grimmt í þyngstu settunum. Enda eru komnar góðar sperrur í tribbann, og vonandi tekur bibbinn við sér í dag líka.“ Ragnhildur Þórðardóttir ragganagli.blog.is BLOGGARINN Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is „Ein ástæða þess að við gerum þetta í kvöld er að þetta er á milli Eurovision-keppna,“ segir Ben Frost sem undrar sig á þeim menn- ingardoða er kemur yfir íslensku þjóðina í kringum söngvakeppn- ina. „Okkur var sagt að það þýddi ekkert að gera neitt annað kvöld, því að enginn myndi mæta. Þetta er svolítið óhugnanlegt.“ Ben kom hingað til lands fyrir þremur árum og hefur síðan þá unnið með mörgum af merkileg- ustu tónlistarmönnum landsins. Þar á meðal Björk, Sigtryggi Bald- urssyni og Valgeiri Sigurðssyni er hann starfrækir listahópinn Bed- room Community með. Minna er betra Verkið sem hann flytur í kvöld er samið í byrjun árs í fyrra og hef- ur þegar verið flutt þrisvar áður hérlendis og sjö sinnum erlendis. „Ég er að reyna spyrna gegn þeirri þróun að allt þurfi að vera stærra til að vera betra. Mér finnst það fáránlegt og þess vegna ætla ég að flytja verk sem hefur aðeins ver- ið flutt á stórum stöðum og flytja það í svona litlu rými. Ég held að það muni vera áhugaverðara.“ Verkið er um fjörutíu mínútna langt og aldrei nákvæmlega eins. Það getur þó ekki talist spuni þar sem gítarleikararnir þurfa að fylgja stífum en einföldum reglum. „Það tekur á fyrir gítarleikarana að spila þetta. Þeir þurfa að spila allan tímann án þess að stoppa. Þetta endar oft með blóði og brotnum hlutum. Þetta snýst um það. Ég samdi verkið með það í huga að gera tilraun um þanþol þeirra sem spila. Það veldur oft spennu hjá gítarleikurunum að þeir mega ekki fara út fyrir það sem ég set þeim að spila.“ Laus staða Það er misjafnt hverja Ben hefur fengið til þess að spila verkið en á morgun verður hópurinn sam- settur af þeim Guðmundi og Hauki úr Reykjavík!, Gunnari og Steinari úr Coral og svo Berki Magnússyni kontrabassaleikara. Athygli vekur svo að staða sjötta gítarleikarans er enn opin. „Það er opið að hafa samband ef einhver vill sækja um,“ segir Ben að lokum. Þeir sem vilja baða sig í gítarflóði mæti kl. 21:30. Ben Frost gerir skemmtilega tilraun í kvöld Býður upp á gítar- súpu á barnum Ben Frost er ástralskur tónlistarmaður í miðju ís- lensku jaðarsenunnar. Í kvöld flytur hann sér- stakt verk á Kaffibarnum spilað af sex gítarleik- urum. Ben Frost Tilraunaglaður. Sexlógía Sex gít- arleikarar, sex gítarar allir með sex strengi. HEYRST HEFUR … Óskar Jónasson, leikstjóri Svartra engla, leitaði á dögunum til blaðamanna um þátttöku í myndinni. Eins og í Pressunni mun fjölmiðlafólk koma til með að leika sjálft sig til þess að gefa sögunni raunveru- legri blæ. Í þeim hópi er Agnes Bragadóttir hjá Morg- unblaðinu en allir fjölmiðlarnir sendu fulltrúa. Allir voru þeir svo látnir skrifa undir þagnareið að tökum loknum til að verja söguþráð þáttanna. bös Þrír liðsmenn hljómsveitarinnar fyrrverandi Jak- obínarínu eru byrjaðir að æfa sem ný hljómsveit. Það eru þeir Hallberg, Heimir og Sigurður tromm- ari en þeir félagar fengu vin sinn Andra á bassa. Tónlistin er meira í ætt við surf-tónlist en sú er pilt- arnir léku áður. Sveitin, sem enn hefur ekki hlotið nafn, verður höfð í bílskúrnum út sumarið en ætlar svo að hefja spilamennsku á fullu í haust. bös Bob Dylan kemur hingað til lands á sunnudag og stoppar stutt. Hann ætlar greinilega ekkert að skoða sig um því hann flýgur af landi brott strax að tón- leikum loknum á mánudagskvöldið. Það hefur svo vakið þónokkra athygli að Dylan hefur harðbannað allar ljósmyndatökur á tónleikum sínum í Laug- ardalshöllinni. Það á líka við blaðaljósmyndara sem eru heldur súrir vegna þessa. bös Sigur Rós hefur leigt stórt hús- næði í miðborg Reykjavíkur yfir helgina þar sem þeir piltar æfa sig undir væntanlega heimsreisu sína er hefst í Mexíkó fimmta dag næsta mánaðar. Sú ferð er til kynningar á fimmtu breiðskífu sveitarinnar er kemur út síðla næsta mánaðar. Athygli vekur að liðsmenn hafa ákveðið að veita engin hefðbundin viðtöl fyrir plötuna. Þess í stað hef- ur sveitin boðið fjölmiðlafólki í heimsókn til þess að fylgjast með æfingum. Blaðamenn frá tónlist- arblöðunum Mojo og Q-Magazine eru staddir hér á landi til þess að fylgjast með gangi mála. „Við erum alveg á milljón að vinna og ákváðum að fara ekki í nein hefðbundin viðtöl,“ segir Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar. „Við erum orðnir svolítið leiðir á þeim þar sem við segjum aldrei neitt af viti hvort eð er. Þess í stað ákváðum við bara að bjóða blaðafólki á rennslisæfingu hjá okkur þar sem hægt verður að spyrja einhverra spurninga.“ Njósnavélin samstillt Stúlkurnar í Amiinu taka einnig þátt í æfingunum en þær munu styðja strákana sem fyrr en aðeins á fyrri parti heimsreisu þeirra. Á æfingum sem þessum er það ekki aðeins hljómsveitin sem æfir lög sín heldur er einnig verið að ganga frá umgjörðinni allri. Sam- þættingu ljósa-, hljóð- og sviðs- manna. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitin gerir þetta hérlendis en venjan er að þessar æfingar fari fram á fyrsta tónleikastað hverrar reisu. biggi@24stundir.is Sigur Rós þreytt á því að veita viðtöl Opin æfing fyrir blaðamenn Sigur Rós Hefur leigt stórt húsnæði í miðborginni yfir helgina fyrir æfingar. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 1 9 3 2 4 6 7 8 4 7 2 5 8 6 9 1 3 8 3 6 7 9 1 4 2 5 6 2 8 4 7 5 1 3 9 3 4 5 6 1 9 2 8 7 7 9 1 8 3 2 5 4 6 9 5 7 1 4 8 3 6 2 1 6 3 2 5 7 8 9 4 2 8 4 9 6 3 7 5 1 Er einhver á leiðinni til Kópaskers? 24FÓLK folk@24stundir.is a Nei nei, sem skólastjóri er ég vanur að taka menn á teppið Guðmundur, ertu ekkert hræddur við að einhver taki þig á orðinu? Guðmundur Sigurðsson er fyrrverandi skólastjóri í Borgarnesi og núverandi listmálari. Hann heldur myndlistarsýningu í Safnhúsi Borgarfjarðar undir nafninu „Finndu mig í fjöru“, en þema verkanna fjallar um það sem finna má í fjörum landsins. Ótrúlegt úrval af útskriftarkjólum Útskriftarkjólar Laugavegi 54 sími 552 5201

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.