24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 1
„Ég hef ekki nokkra trú á því að ágreiningur um Evrópusambandið muni kljúfa Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Geir Haarde forsætisráðherra. Hann seg- ir ennfremur: „Það er ekki hægt að útiloka aðild að Evrópusambandinu um aldur og ævi en ég sé ekki að aðild muni henta okkur í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Óttast ekki klofning 24stundir/Golli »38 24stundirlaugardagur24. maí 200897. tölublað 4. árgangur Hvítlaukssmjör me› steinselju Listhúsinu Laugardal Reykjavík Sími: 581 2233 Dalsbraut 1 Akureyri Sími 461 1150 Eftir að ég fékk mér IQ-CARE hef ég ekki fundið til í bakinu! Sölvi Fannar Viðarsson Framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar Ég mæli hiklaust með 6 mán. vaxtalausa r raðgr. VIÐTAL»46 Páll Óskar upplifði bestu daga lífs síns þegar hann keppti í Eurovisi- on árið 1997. Hann segir að atriðið hafi verið hannað til að munað yrði eftir því enda lagið ögrandi og ekki komið fram yfir síðasta söludag. Eftirminnilegt SPJALLIл48 Tæplega 80% munur á sykri NEYTENDAVAKTIN »4 Tveir þýskir táningar á flótta undan lögreglu neyddust til að hringja í 112 eftir að hafa verið króaðir af af villisvínum. Dieter Meier og Reiner Klose höfðu yfirgefið bíl, sem þeir höfðu stolið, og flúið inn í skóg þegar þeir klifruðu upp í tré til að fela sig fyrir lögregl- unni. Þar hugðust þeir bíða til morguns, en að lokum ákváðu þeir að leita aðstoðar lögreglu af ótta við villisvín, sem höfðu komið sér fyrir við rætur trés- ins og ekki sýnt nein merki þess að hverfa. Strákarnir voru handteknir á staðnum. aí Bílaþjófar hringdu í 112 GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 72,49 -0,25  GBP 143,75 -0,02  DKK 15,35 0,31  JPY 0,70 0,62  EUR 114,52 0,32  GENGISVÍSITALA 146,93 0,14  ÚRVALSVÍSITALA 4.827,99 -0,89  »18 7 8 13 8 10 VEÐRIÐ Í DAG »2 Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is „Við erum ekki fólk sem vill fá peninga til að kaupa jeppann sem okkur langar í eða til að fara í utan- landsferð. Allt sem við biðjum um er stuðningur til að búa börnunum okkar eins eðlilegt líf og hægt er í þessum aðstæðum.“ Þetta segir Hildur Axelsdóttir, móðir Daníels Þórs Bjarkasonar sem er með alvarlegan galla í ónæmiskerfi. Ástand Daníels, sem er sextán mánaða, er með þeim hætti að hann getur ekki varist veirum eða bakteríum. „Hann er bara eins og opin bók og sogar að sér öll veikindi í kring um sig. Frá fæðingu hefur hann til dæmis fengið lungnabólgu tólf eða þrettán sinnum.“ Neitað um stuðning Daníel getur ekki farið út á með- al fólks og móðir hans þarf að sinna honum heima við alla daga. Þrátt fyrir þetta fékk hún höfnun á greiðslum vegna hjúkrunar og yf- irsetu yfir drengnum. Ástæður höfnunarinnar voru þær að Daníel hefur lítið þurft að liggja inni á sjúkrahúsi eða þurft á hjúkrun fagaðila heima við að halda. „Við höfum reynt að gera allt til að koma í veg fyrir að Daníel verði enn veikari. Okkur er í raun refsað fyrir að vera góðir foreldrar. Höfn- unin á umsókninni segir okkur það að við getum ekki verið með Daní- el heima vegna fjárhagsstöðu. Ef við getum ekki verið með hann heima verðum við að senda hann á leikskóla. Ef hann fer á leikskóla verður hann veikur og lendir inni á sjúkrahúsi og þá getum við ekki farið til vinnu. Þetta er gjörsamlega galið,“ segir Hildur. Bjarki Egils- son, faðir Daníels, hefur verið í námi en vegna höfnunarinnar ligg- ur ljóst fyrir að hann þarf að hætta náminu og fara út á vinnumark- aðinn til að vinna fyrir fjögurra manna fjölskyldu. „Það er bara óvíst að það dugi til. Eins og staðan er hrannast reikningarnir upp,“ segir Hildur. Refsað fyrir að vera góðir foreldrar  Fá ekki stuðning til að annast son sinn heima  Reikningar hrannast upp  Viljum bara búa börnum okkar sem eðlilegast líf FÁ EKKI STUÐNING»8 ➤ Lögum um greiðslur til for-eldra langveikra barna var breytt í byrjun ársins. ➤ Yfirlýst markmið breyting-anna var að gera foreldrum auðveldara að annast lang- veik eða alvarlega fötluð börn sín. ➤ Frá áramótum hafa um 60umsóknir um stuðning borist. Af þeim hefur 21 verið sam- þykkt en 22 verið hafnað. LÖGIN Bandarískum flugmönnum og flugumferðarstjórum hefur verið bannað að nota nikótínlyfið Champix sem kom á markað hér á landi í fyrra. Ökumenn sem notað hafa lyfið hafa sofnað og keyrt út af. Sofna við stýrið af nikótínlyfi »4 Ár var í gær liðið frá því að rík- isstjórnin kynnti með viðhöfn stefnuskrá sína. Í tilefni þess rýndu 24 stundir í þau stefnumarkmið sem hún setti fram fyrir ári til að sjá hverju hefur þegar verið komið til leiðar. Eins árs afmæli ríkisstjórnar »26 „Aðild að Evrópusambandinu hentar ekki“ Selma hefur náð bestum árangri í Eurovision fyrir hönd þjóð- arinnar en hún segist ekki vera sérstakur aðdáandi keppninnar. „Gæðin eru eiginlega í sögulegu lágmarki.“ Lítil gæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.