24 stundir


24 stundir - 24.05.2008, Qupperneq 14

24 stundir - 24.05.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir Býð upp á viðtöl fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur, dáleiðslumeðferð, handleiðslu fyrir fagfólk, markþjálfun (coaching) fyrir þá sem vilja nýta styrkleika sína betur og ná meiri árangri. Pantanir í síma 863-8933 og kolbrunragnars@simnet.is Kolbrún B. Ragnarsdóttir, fjölskylduráðgjafi Hef flutt starfsemi mína í Bæjarhraun 2 í Hafnarfirði Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Talsvert ber á ranghugmyndum um stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Þetta segir Nadereh Chamlou aðalráðgjafi hjá Alþjóðabankanum. Chamlou held- ur fyrirlestur um eflingu kvenna í Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku á vegum Alþjóðamálastofn- unar Háskóla Íslands og Lands- nefndar UNIFEM á Íslandi á mánudag. Efnahagslegt sjónarhorn Alþjóðabankinn skilgreinir jafn- rétti á þremur sviðum: sem jöfn tækifæri, til dæmis til menntunar, í öðru lagi jöfn aðkoma að ákvarð- anatöku, svo sem stjórnmálaþátt- töku, og í þriðja lagi jafnrétti fyrir lögum. „Alþjóðabankinn er peninga- stofnun og þess vegna lítum við á kynjamálin út frá efnahagslegum sjónarhóli,“ segir Chamlou. Hún segir mikilvægt að hafa í huga að kyngerfi og þau kynhlutverk sem samfélagið ætlar fólki geta breyst, til dæmis með hækkandi aldri. „Ég athuga hvernig efnahagsleg staða, vöxtur og þróun hefur áhrif á kyngerfi,“ segir hún og bætir við að efnahagslegur vöxtur ríkja breyti kynhlutverkum, „til hvers ætlast er af konum í slíku þjóð- félagi, hvað þær geta lagt af mörk- um til hagvaxtarins og hvernig geta þær hagnast á honum.“ Vitsmunaleki Þegar staða kvenna í ríkjum heims er metin eru konur í Mið- Austurlöndum og Norður-Afríku oft í neðstu sætunum. Chamlou segir þetta þó fara eftir því hvaða svið eru skoðuð. „Staða kvenna hefur batnað mjög hvað varðar félagslega þætti: menntun, heilsu og lækkaða fæð- ingartíðni. Það sem dregur þær niður eru lítil þátttaka í stjórnmál- um og aðkoma að ákvarðanatöku.“ Sprenging hefur orðið í mennt- un kvenna í þessum löndum und- anfarin 20 ár og í reynd er það svo að samfélögin hafa ekki náð að laga sig að því. Þetta verður til þess sem kallað hefur verið vitsmunaleki. „Konur sem ríkið menntar fá ekki tækifæri til að nýta menntun sína sem skyldi.“ Ekki bara smáfyrirtæki Chamlou segir konur í auknum mæli sjálfstæða atvinnurekendur. „Þetta eru ekki bara lítil hand- verksfyrirtæki; margar konur reka fjölmenn fyrirtæki og hafa náð að laða til sín erlenda fjárfesta,“ segir hún og bætir við að mikilvægur hluti af hennar starfi sé að auka vit- und um þennan hóp, til dæmis með greiningarstarfi, og styðja við þær konur sem hann fylla. Hin mikla menntun kvenna og rekstur þeirra á eigin fyrirtækjum er hins vegar oft stöðvað með ófrelsi þeirra á öðrum sviðum. „Ein kona kom að máli við mig og sagði mér að hún ætti bágt með að stofna til viðskiptatengsla er- lendis vegna þess að hún þarf sam- þykki eiginmanns síns til þess að ferðast úr landi,“ segir Chamlou og bætir við: „Svo við sjáum að það eitt að breyta viðskiptaumhverfinu er ekki nóg.“ Þarf ekki að fórna fjölskyldunni „Ísland er mjög vel á veg komið hvað varðar jafnrétti kynjanna en auk þess virðist mér fjölskyldan skipa stóran sess í hugarheimi Ís- lendinga,“ segir Camlouh. Hún bendir á að samfélagið hér- lendis hafi verið lagað að þörfum fjölskyldunnar og stuðli að góðu fjölskyldulífi. Þá segir hún það að Íslendingar séu meðal þeirra efstu þegar hamingja þjóða sé mæld skipta máli. „Þetta sýnir að það er hægt að vera ríkt og framsækið þjóðfélag án þess að fórna fjölskyldunni. Þetta er mjög mikilvægt því í ríkjum Mið-Austurlönda eru uppi tölu- verðar áhyggjur af því að nútíma- væðing ríkjanna veiki fjölskylduna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 í stofu 101 í Lögbergi. Ranghugmyndir um stöðu kvenna  Staða jafnréttismála á Íslandi getur orðið hvatning ríkjum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku  Fjölskyldutengsl mikilvæg, segir ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum ➤ Nadereh Chamlou er fædd oguppalin í Íran. ➤ Hún er aðalráðgjafi hjá Al-þjóðabankanum fyrir málefni Mið-Austurlanda og Norður- Afríku ➤ Hún leiðir stefnu í málefnumkynjanna á þessu svæði. NADEREH CHAMLOU Nadereh Chamlou Á kjörstað í Íran Chamlou segir konur ekki hafa nægan aðgang að völdum. Kristján Sveinbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Álftaness, hefur lagt fram vítur á Guðmund G. Gunn- arsson, oddvita Sjálfstæðisflokks. Er það í fyrsta skipti sem bæjar- fulltrúi á Álftanesi er víttur. Í bókun frá 22. maí sl. segir Kristján Guðmund hafa „ítrekað farið með ósannindi um stjórn- sýslu Sveitarfélagsins Álftaness, samþykktir stofnana bæjarins og störf embættismanna“. Þá hafi hann farið ranglega með niður- stöður reikninga og „í blaðagrein- um og á bæjarstjórnarfundum haldið uppi ómálefnalegri og æru- meiðandi gagnrýni á störf ein- stakra bæjarfulltrúa og fyrirtækja sem starfa fyrir bæjarfélagið“. Sú háttsemi stangist á við sveitar- stjórnarlög. Vísar Guðmundur því á bug að háttsemi hans kalli á vítur. thorakristin@24stundir.is Deilur milli minnihluta og meirihluta sveitarstjórnar á Álftanesi Bæjarfulltrúi fær vítur Ekki lítur út fyrir að forseta- kosningar fari fram 28. júní eins og auglýst hefur verið. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti og Ólafur Ragnar Grímsson er einn í kjöri, segir RÚV. Yfirkjörstjórnir höfðu skilað vottorðum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í gær. Sé aðeins einn í kjöri til forsetaembættis er hann rétt- kjörinn, án atkvæðagreiðslu, og gefur Hæstiréttur út kjör- bréf fljótlega að liðnum fram- boðsfresti. Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti 1996 og hefur því setið þrjú kjör- tímabil. Forsetinn er sjálfkjörinn Ólafur Ragnar forseti Íslands Bæjarstjóra Kópavogs og fyrr- verandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur greinir enn á um tildrög þess að hávaxin tré voru felld við lagningu vatnsveitu Kópavogs. Vignir Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, segist alltaf hafa tekið skýrt fram að hann teldi ekki koma til greina að fara þá leið sem farin var. „Ég gerði þeim fullljóst að ég hefði engan ákvörðunarrétt í málinu og ef Kópavogsbær ætlaði í þessar framkvæmdir yrði að fara eðlilega leið í gegnum skipulagsyfirvöld.“ Bæjarstjóra mótmælt Ólík sýn á sannleikann Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að skipa starfshóp til að undirbúa það að skólastarf við Öx- arfjörð verði í heildstæðum skóla undir einu þaki haustið 2009. Deilt er um hvort skólinn eigi að vera staðsettur í Lundi eða á Kópa- skeri en hingað til hafa leikskólinn og grunnskólinn verið með deildir á báðum stöðum. Foreldrar á Kópaskeri ósáttir Forsaga málsins er sú að hópur kennara við skólann, undir hand- leiðslu Huldar Aðalbjarnardóttur skólastjóra, vann tillögu að heild- stæðu skólastarfi í Lundi og skilaði til menningar- og fræðslunefndar í apríl síðastliðnum. Var þar lagt til að allir nemendur leikskólans og grunnskólans myndu stunda nám í heildstæðum skóla í Lundi, ásamt því að læra þar heima og stunda félagsstörf. Í kjölfarið skrifuðu á sjöunda tug foreldra á Kópaskeri undir yf- irlýsingu þar sem þeir óskuðu eftir því að skólahald yrði óbreytt og börnum í 1.-7. bekk áfram kennt á Kópaskeri. Vegna þess titrings sem málið olli í sveitarfélaginu ákvað sveitarstjórnin að fresta ákvörðun til eins árs. Lundur eða Kópasker? „Mér finnst slæmt að leggja þrjá- tíu kílómetra óþarfa keyrslu á yngstu börnin,“ segir Stefanía Vig- dís Gísladóttir, íbúi á Kópaskeri, og minnir á að í leikskóla eru börn frá eins árs aldri í dag. Hún óttast einnig að bæjarbúum fækki vegna minni endurnýjunar, fari skólinn. „Fólk í sveitunum er hlynntara því að skólinn verði í Lundi því hann er miðsvæðis. Ef skólinn fer á Kópasker er orðið styttra fyrir suma í sveitunum að fara á Húsa- vík og þá er komin hætta á að sveit- in skiptist,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, varafulltrúi í sveitar- stjórn og íbúi í Kelduhverfi. „Það er óásættanleg skerðing á grunnþjónustu við þá íbúa sem hennar hafa notið að leggja niður alla starfsemi skóla á Kópaskeri,“ segir Kristbjörg Sigurðardóttir, fulltrúi í sveitarstjórn og íbúi á Kópaskeri. Sveitarstjórn Norðurþings hefur skipað starfshóp til að undirbúa að heildstæður skóli hefjist haustið 2009 Deilt um staðsetningu heildstæðs skóla í Öxarfirði ➤ Í Öxarfjarðarskóla eru 62nemendur. Af þeim eru 14 á Kópaskeri. ➤ 122 íbúar voru skráðir áKópaskeri í fyrra, þar af 34 börn fimmtán ára og yngri. SKÓLAMÁLIÐ Kópasker Grunnskólinn og leikskólinn á förum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.