24 stundir - 24.05.2008, Side 15

24 stundir - 24.05.2008, Side 15
24stundir LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 15 Nýlega lauk með dómsátt máli sem hjón á höfuðborgarsvæðinu höfðuðu gegn fasteignasölu í Reykjavík til endurheimtar á svo- nefndu umsýslugjaldi. Þeim hafði árið 2004 verið gert að greiða fast- eignasölu umsýslugjald sem þau töldu sér óskylt. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að inn- heimta gjaldsins bryti í bága við lög, að því er segir á fréttavef Neyt- endasamtakanna. Lögmaður hjónanna krafði fast- eignasöluna ítrekað um endur- greiðslu gjaldsins, 31.125 krónur, án árangurs. Þau höfðuðu þá mál á hendur fasteignasölunni í nóvem- ber 2007. Þegar að aðalmeðferð var komið féllst fasteignasalan á kröf- una. Neytendasamtökin greiddu málsókn stefnenda. Höfðuðu mál vegna greiðslu umsýslugjalds Málinu lauk með sigri kaupenda Að beiðni Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins fer nú fram rannsókn á vegum Vinnueft- irlits ríkisins á húsnæði Heilsugæslu Árbæjar. Beiðnin er til komin vegna gruns um að samband kunni að vera á milli ákveðinna veikindaeinkenna tveggja starfsmanna og ástands húsnæðis stöðvarinnar. Rannsókn Vinnueftirlitsins hefur það í för með sér að loka verður tímabundið u.þ.b. helmingi húsnæðis heilsugæsl- unnar. Engin heilsufarsleg áhætta er talin fylgja því að nota þann hluta húsnæðis sem ekki er til rannsóknar, að því er segir í tilkynningu. Leiði rannsókn í ljós að rýma þurfi húsnæðið varanlega, sem á þessari stundu er ekki talin ástæða til að ætla, hafa verið gerðar ráðstafanir til að koma starfseminni fyrir annars staðar þar til Heilsugæsla Árbæjar flytur í nýtt húsnæði. Áformað er að Heilsugæslan í Árbæ flytji í nýtt húsnæði fyrir 1. desember nk. Í undirbúningi er að flýta þeim flutn- ingi. mbl.is Rannsaka hús heilsugæslu www.ellingsen.is TB W A\ RE YK JA V ÍK \ SÍ A Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is • Opið mánud.–föstud. 10–18, laugard. 10–17 og sunnud. 13–17 Söluaðilar: BÍLASALA AKUREYRAR & BÍLASALA AUSTURLANDS í Fleetwood Santa Fe 10 fet Rúm 196x178 cm Sæti SætiFæranlegt matborð Eldhús Bekkur með útdrægu rúmi Rúm 196x122 cm • „Posi-Lock“-lyftikerfi úr ryðfríu stáli • Hurð með álramma í einu lagi • Undirstöður sæta með máluðum málmramma • Hurðarþrep með innbyggðu geymslurými • Öryggiskeðjur með pósitífri læsingu • Nefhjól sem leggst upp • Varadekk, festing, felgulykill og vínylhlíf fyrir varadekk • Skiptur Sunbrella® 302 tjalddúkur með gluggaflipum • Gagnsæir vínylgluggar • Efri eldhússkápar velta ekki en sveiflast með fullri geymslugetu • Djúpur postulínsvaskur • 3 gashellur • 9 kg LP-gaskútur og vínylhlíf fyrir gasgeymi • 80 l vatnsgeymir undir gólfi • Þétt svampdýna með áklæði • Saumlaust Fílon®-þak með sambyggðum Rack Track-teinum, engar berar þéttingar • Vatnsþolnar eldhúsplötur með saumlausum köntum • Rafhemlar • Fjórir stuðningsfætur • Sveif lyftikerfis þægilega sett í mittishæð • Grjótþolnar TPO-plötur að aftan og framan • Stálgrind úr holum bitum • E-Z Lube Axle™-öxull og öflugar Slipper-blaðfjaðrir • Álfelgur með krómuðum róm og krómaðri miðju • Gólf og rúmbotnar úr heilum Structurwood-plötum • Áfastir rúmfætur • Þykkir állistar umhverfis vagn eða rúm Staðalbúnaður Aðrar upplýsingar • Árgerð 2008 • Rafgeymir 12 V 115 amp • Heildarlengd 508 cm (10 fet) • Heildarbreidd 226 cm • Hæð að innan 203 cm • Eigin þyngd 805 kg • Heildarþyngd 1356 kg • 53 l gasískápur • 25 ampera straumbreytir með hleðslutæki • 12 V rafknúin vatnsdæla • Útiljós • Vatnsþolið matborð með saumlausum köntum • Fóðruð tjöld fyrir gluggum og rúmum • Skrautkappi allan hringinn • Truma®-gashitari Þakskyggni, grjótgrind, sólarsella Heildarverðmæti 256.485.oo kr. Aukahlutapakki fylgir! KASKÓ-TRYGGINGí eitt árfylgir Njóttu frelsis

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.