24 stundir - 24.05.2008, Page 19
var þægari í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en Sam-
fylkingin og kann að hafa goldið þess.“
Andstæðingar ríkisstjórnarinnar telja að Sjálfstæð-
isflokkurinn ráði meiru í ríkisstjórninni en Samfylk-
ingin, sem hafi tekið við hlutverki Framsóknar, en fari
ólíkt Framsókn með háreysti gegn samstarfsflokknum
án þess að efndir fylgi orðum.
Gunnar Helgi segist enga athugun hafa gert á því til
að geta sagt hver ráði í ríkisstjórninni. Eins árs sam-
band er líka stutt og ekki endilega komið í ljós hver
ræður. En augljóslega eru oft teknar ákvarðanir í ein-
stökum fagráðuneytum sem ráðherrar í öðrum ráðu-
neytum eru mjög andsnúnir. Fyrir nú utan þær
ákvarðanir sem ekki eru teknar.
„Ríkisstjórnarsáttmálar eru oft styttri hér á landi en
víða tíðkast og minna í þeim. Ítarlegir stjórnarsátt-
málar geta falið í sér samhæfingu stjórnarstefnu sem
vantar hér,“ segir Gunnar Helgi. „Hér er tíðkast ekki
heldur valdastigi ráðherra, „híerarkí“ þar sem einn
ráðherra er valdameiri en annar. Þar sem svo háttar til
getur æðri ráðherrann sagt ráðherra sem neðar stend-
ur fyrir verkum.“
Ekki náttúrulegt stjórnarsamstarf
Innan Samfylkingarinnar hefur andstaða gegn ein-
stökum ákvörðunum ríkisstjórnar farið hátt. Engu að
síður hrósa flokksmenn samstarfinu.
„Menn vita að þetta er ekki náttúruleg stjórn, held-
ur stjórn sem mynduð er af því að aðra möguleika
skorti, svipað og í Þýskalandi. Ríkisstjórnin gæti sýnst
vera að þróast í að verða tvær ríkisstjórnir sem er ekki
boðlegt til lengdar. En samstarfið gengur vel í stærstu
málum og Samfylkingin hefur náð árangri í rík-
isstjórninni, “ segir Mörður Árnason.
beva@24stundir.is
aBjörg Eva Erlendsdóttir
Andstæðingar Samfylking-
arinnar telja að Sjálfstæð-
isflokkurinn ráði meiru í rík-
isstjórninni, en
Samfylkingin hafi tekið við
hlutverki Framsóknar. En
ólíkt Framsókn fari hún með
háreysti gegn samstarfs-
flokknum án þess að efndir fylgi orðum.
24stundir LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 19
Á þriðjudaginn fengum við full-
trúa Skipulagsstofnunar á fund um-
hverfisnefndar þingsins til að segja
frá álitsgerð þeirra um Bitruvirkjun.
Sú álitsgerð markar tímamót í um-
hverfismálum og sama dag sam-
þykkti stjórn Orkuveitu Reykjavík-
ur að falla frá áformum um
virkjunina og borgarstjórnin fagn-
aði ákvörðuninni í framhaldinu.
Þetta er sérstaklega athyglisvert
fyrir okkur í Samfylkingunni. Fyrir
tveimur árum lögðum við nýjar
áherslur í umhverfismálum undir
fyrirsögninni: „Fagra Ísland“. Sú
stefnubreyting varð til þess að við
snerum vörn í sókn og í kjölfarið
náðum við góðum árangri í kosn-
ingum og mynduðum ríkisstjórn.
Eftir myndun hennar hafa pólitísk-
ir andstæðingar okkar reynt af
veikum mætti að draga upp þá
mynd að við höfum brugðist
„Fagra Íslandi“.
Þetta var ekki síst áberandi eftir
úrskurð umhverfisráðherra um ál-
ver í Helguvík. Þá töldu sumir að
ráðherrann hefði átt að setja þá
framkvæmd í nýtt umhverfismat,
sem Þórunn Sveinbjarnardóttir
taldi að væri ekki í samræmi við
lög. Því fylgdu furðulegar upp-
hrópanir um að hér væru að rísa á
vegum Samfylkingarinnar ný álver
við hvern fjörð.
Staðreyndin er hins vegar sú að á
þessu kjörtímabili er ekki að rísa
neitt álver nema hugsanlega í
Helguvík. Stjórnarflokkarnir höfðu
sem kunnugt er ólíka stefnu í um-
hverfismálum og því var í stjórn-
arsáttmálanum samið um að ráðast
í „Fagra Ísland“ en að þau leyfi sem
búið var að gefa út af fyrri ríkis-
stjórn yrðu ekki afturkölluð. Það
þýðir að ríkisstjórnin mun gera
áætlun fyrir landið allt um það
hvaða svæði við viljum vernda í
náttúrunni en hugsanlega getur
risið álver í Helguvík ef það nær
samningum um orku, raflínur, los-
unarheimildir o.s.frv.
Álit Skipulagsstofnunar á Bitru-
virkjun mun hafa veruleg áhrif á
áætlun okkar um vernd náttúru Ís-
lands. Í fyrsta áfanga rammaáætl-
unar sem kynntur var fyrir nokkr-
um árum komu
jarðvarmavirkjanir vel út. Tíðar-
andinn þá var sumpart sá að vatns-
aflsvirkjanir væru ómögulegar en
jarðvarmavirkjanir mjög jákvæðar.
Náttúruverndarfólk gagnrýndi
hins vegar niðurstöðurnar og taldi
þær ekki taka nægjanlegt tillit til
náttúru og landslags. Eins sættu
þær gagnrýni útivistar- og ferða-
þjónustufólks.
Álitið um Bitruvirkjun bendir til
þess að sú gagnrýni hafi átt við rök
að styðjast því þar er einmitt meiri
áhersla en áður lögð á landslag, úti-
vist og ferðaþjónustu. Kannski
Hellisheiðarvirkjun hafi átt þátt í
þessari viðhorfsbreytingu, enda er
hún í alfaraleið og afhjúpar að jarð-
varmavirkjanir eru ekki litlar og
krúttlegar heldur verulegt lýti á
náttúrunni. Auðvitað hefur líka
áhrif að eftir því sem við tækni-
væðumst meira þeim mun mikil-
vægara verður að standa vörð um
náttúruna.
Áætlun okkar um verndun nátt-
úru landsins snýst ekki bara um
náttúruna. Um leið og við vernd-
um hana tökum við afstöðu til þess
hvað ekki á að vernda og þar með
nýta til orkuvinnslu. Það er óþol-
andi umhverfi fyrir orkufyrirtækin
að fá ekki skýr skilaboð um það
hvar má virkja og hvar ekki
Orkuiðnaður er ein mikilvæg-
asta atvinnugrein okkar Íslendinga
og nú þegar kreppir að í efnahags-
og atvinnumálum er brýnt að hon-
um séu búin skilyrði til að nýta
sóknarfæri sín. Það er auðvitað enn
mikilvægara nú þegar við erum að
fást við hrikalegar afleiðingar
hnattrænnar hlýnunar að þessi fyr-
irtæki okkar geti virkjað endurnýj-
anlegar auðlindir.
Pólitíkin hefur brugðist orku-
iðnaðinum. Ef undan er skilinn
iðnaðarráðherrann hafa pólitíkus-
arnir klúðrað útrásinni með stað-
festuleysi og stefnuleysi í náttúru-
verndarmálum um árabil sem
bitnar nú á virkjunum hér heima.
Það eru nefnilega sameiginlegir
hagsmunir náttúruverndar og
orkuiðnaðar að við drögum skýrar
línur um „Fagra Ísland“ og sú áætl-
un verður lögð fram á næsta ári.
Umhverfismatið vegna Bitruvirkj-
unar mun sem betur fer stuðla að
því að þar njóti náttúran vafans.
Höfundur er alþingismaður
Fagra Bitra
VIÐHORF aHelgi Hjörvar
Ef undan er
skilinn iðn-
aðarráðherr-
ann hafa
pólitíkusarnir
klúðrað út-
rásinni með
staðfestuleysi og stefnu-
leysi í náttúruvernd-
armálum um árabil sem
bitnar nú á virkjunum hér
heima.
BÆKUR – GEISLADISKAR
MIKIÐ ÚRVAL – HUNDRUÐ TITLA
FRÁBÆRT VERÐ
ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR!
ÞÚ KAUPIR TVÆR BÆKUR
OG FÆRÐ EINA FRÍA
AF VÖLDUM TITILUM!
OPIÐ Í DAG OG Á MORGUN
KL. 13-19
LAGER-
ÚTSALAN
HÓLMASLÓÐ 2
Í ÖRFIRISEY
NÝJA REYKJAVÍKURBÓKIN
VERÐUR Á KYNNINGARVERÐI
Á ÚTSÖLUNNI UM HELGINA!
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 –101 Reykjavík
skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is