24 stundir


24 stundir - 24.05.2008, Qupperneq 22

24 stundir - 24.05.2008, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Sveitarfélög hafa verið að láta bygg- ingafélög sem hafa nú verri aðgang að fjármagni en áður, byggja fyrir sig. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Eftirspurn eftir lánum hjá Lána- sjóði sveitarfélaga hefur aukist nokkuð á undanförnum mánuð- um. Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segist telja meginástæðu aukningarinn- ar vera þá að sveitarfélögin eigi erfiðara um vik en áður að fá lán í gegnum aðra en sjóðinn, vegna þeirra skilyrða sem hafa ríkt á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum. „Sveitarfélög hafa verið að láta byggingafélög byggja fyrir sig, sem hafa nú verri aðgang að fjármagni en áður.“ Hægir á sölu lóða Þá sé að hægja á sölu lóða og byggingarréttar hjá sveitarfélög- um, sér í lagi á suðvesturhorninu. „Þannig að peningainnstreymi hjá mörgum sveitarfélögum er kannski ekki jafnmikið og menn reiknuðu með, sem getur skapað þörf til að fjármagna sig til skamms tíma.“ Engu að síður séu miklar fram- kvæmdir í þeim sveitarfélögum þar sem fólksfjölgun er hvað mest og byggja þarf t.d. leik- og grunn- skóla, sem kalli á auknar lántökur. Lánar einungis sveitarfélögum Lánasjóður sveitarfélaga er op- inbert hlutafélag og nýtur sem slíkt ákveðinna forréttinda. Sem dæmi greiðir sjóðurinn ekki tekjuskatt. Markmið sjóðsins er að veita sveitarfélögum lánsfé á hagstæðum kjörum og má hann einungis lána til sveitarfélaga, eða félaga að fullu í eigu þeirra. Í 24 stundum í gær var haft eft- ir Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að Lánasjóðurinn hafi ekki síður en aðrir átt í erf- iðleikum með að fá erlent lánsfé, og nái því ekki að samþykkja allar þær umsóknir sem hjá honum liggja. Þorsteinn segir þetta rétt að því leytinu til að sjóðurinn hafi fund- ið fyrir erfiðleikum með að fá nýja aðila til að veita honum lán og því sé erfitt að verða við auknum beiðnum sveitarfélaga um lánsfé með skömmum fyrirvara. „En þeir aðilar sem við höfum áður fengið lánað hjá og þekkja vel til Íslands hafa haldið áfram að lána okkur.“ Með mikið lánstraust Áætlanir sjóðsins gera ráð fyrir að veitt verði lán fyrir tíu til tólf milljarða á árinu, sem er meira en síðustu ár þegar hann hefur lánað að jafnaði fyrir um níu milljarða á ári. „Við sjáum ekki annað en að áætlanir ársins gangi eftir,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvers vegna sjóður- inn eigi ekki í jafnmiklum erfið- leikum með að taka lán um þessar mundir og aðrir segir hann: „Við erum opinber stofnun sem lánar einungis sveitarfélögum, svo að okkar lánstraust er nokkuð gott.“ Sveitarfélögin þurfa meiri lán  Meira leitað til Lánasjóðs sveitarfélaga og með minni fyrirvara Aukning Þorsteinn segir að veitt verði lán fyrir 10 til 12 milljarða í ár. Undanfarin ár hafi verið veitt lán fyrir um 9 milljarða á ári. ➤ Lánasjóður sveitarfélaga eropinbert hlutafélag sem hef- ur einungis heimild til að lána til sveitarfélaga. ➤ Hann má t.d. ekki lána Eign-arhaldsfélaginu Fasteign hf., sem er að 60% í eigu nokk- urra sveitarfélaga. ➤ Heildarnafnverð hlutafjársjóðsins er 5 milljarðar. LÁNASJÓÐURINN MARKAÐURINN Í GÆR            ! ""#                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                              : -   0 -< = $ ' >>353>? 43@@?4AB C@@D3C53 , >@AD5B4A@ D3A45AA BACAAAA >5C?D?BD4 3DAAAB?>? >43@AA 5C5@AA 5BA4?BBD CA4@@D?B 4?BB?4A , D3CAAAB@ A D>D?@>> C4>CB@ , ?34?@D , , BD@A@4D3B , , C@4A>?AA 4>D?A , >EA5 35EDA DAEDD , D>E4A BAEDA BAECA >@BEAA B5E>A C5E3A ?E?C DDE?3 3E3B C>E@A DEB4 4E@C BD4E5A D4AAEAA 3D5EAA , D5BEAA , , , , , 53C5EAA DAEAA 5EAA >EA@ 35E4A DAED4 4E4A D>E45 BAE?A BDEDA >@5EAA B5ECA C4EAA ?E53 DDE?> 3E34 C@E4A DEB@ 4EC? BDCE5A D43AEAA 3B5EAA DEDA D53EAA DE@A BDEAA 4E4? , , 5?AAEAA , 4EAA /   - 5 DD B3 , 4B B D 5B BC B 3 DC D> C , 5 , 4 D , 5 , , D , , @ 3 , F#   -#- B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ BD5BAA@ B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ B35BAA@ D45BAA@ B35BAA@ BA5BAA@ B35BAA@ B35BAA@ BA5BAA@ B35BAA@ DA3BAA@ @5BAA@ D45BAA@ 4DBBAA> BB@BAA> B35BAA@ B35BAA@ >3BAA@ "   ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 780 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Færeyjabanka, eða 0,66%. Bréf Alfesca hækkuðu um 0,14%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Century Aluminum, eða 4,76%. Bréf Atlantic Petroleum lækkuðu um 4,69%, bréf Bakkavarar um 2,50% og bréf Exista um 1,84%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,89% í gær og stóð í 4.828 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 0,03% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan lækkaði um 1,61% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 1,53% og þýska DAX- vísitalan um 1,79%. „Skynsamlegast væri náttúrulega að sameina orkuskólana,“ segir Davíð Stefánsson, stjórnarformaður Orkuvarðar efh., sem kynnti RES orkuskólann á þingi Samorku í gær. Í dag eru þrír orkuskólar ýmist starfandi hér á landi eða í burð- arliðnum; RES orkuskólinn er starf- andi, Reyst orkuskóli OR og orku- skóli Keilis í burðarliðnum. „Í stað þess að vinna allir hver í sínu lagi ættu þessir skólar að finna einhvern samhljóm. Samkeppni er í sjálfu sér af hinu góða, en þegar skólarnir eru orðnir þetta sérhæfðir er skynsamlegt að vinna saman. Því það er ekki síst verið að keppa um að ná í erlenda nemendur og þá er skynsamlegra að sameina t.d. markaðsstarfið,“ segir Davíð. RES orkuskóli er einkarekin mennta- og vísindastofnun í eigu Orku- varðar. Skólinn er til húsa í Háskólanum á Akureyri sem sér ásamt Há- skóla Íslands um að útskrifa nemendur hans. hos Sameina ætti orkuskólana 49 kaupsamningum vegna íbúða- kaupa var þinglýst á höfuðborg- arsvæðinu frá 16. maí til og með 22. júní nú í ár. Þar af voru 38 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 3 samn- ingar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan á íbúðamarkaði var 1.489 milljónir króna og meðalupphæð á kaup- samning 30,4 milljónir króna. ´ Á sama tíma var 11 kaupsamningum þinglýst á Akureyri og gengið var frá níu kaupsmaningum um íbúðir á Ár- borgarsvæðinu á þessu tímabili. mbl.is Frost en ekki alkul á markaði Magnið af fölsuðum lyfjum sem hald var lagt á við landamæri Evrópusambandsríkjanna í fyrra var 51 prósenti meira en árið áð- ur. Flest fölsuðu lyfjanna eru flutt út frá Sviss, Indlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum, að því er sænsk lyfjatímarit greina frá. Nýlega komst upp um gríðarlega lyfjafölsun í Kína. Fölsuðum lyfjum fjölgar Kaupþing banki spáir því að verulega hægi á verðbólgunni á næstunni. Hún verði 1,6% í maí, en tólf mánaða verðbólga 12,6%. Í nýútgefinni verðbólguspá bankans er bent á að kaupmáttur hafi verið í sögulegu hámarki hér á landi að undanförnu, sem hafi valdið því að neytendur gátu tekið á sig þær hækkanir á innfluttum vörum sem gengislækkun og hækkun á olíu- og hrávöruverði olli. Nú sé hins vegar aukin greiðslubyrði af lánum og minnkandi kaup- máttur farinn að segja til sín, sem valdi að öllum líkindum því að ekki verði rými fyrir miklar launahækkanir í ár. Þetta telur bankinn að muni stuðli að því að úr innlendri eftirspurn dragi. Bankinn nefnir tvær forsendur fyrir því að verðbólga gangi hratt niður á næstunni. Annars vegar að krónan hætti að veikjast og styrkist tíma- bundið, og hins vegar að fasteignaverð standi í stað eða lækki. Mæl- ingar bendi til að hvort tveggja gangi eftir. hos Verulega hægi á verðbólgu Laun kvenna sem eignast börn lækka en laun karla hækka við barneignir, samkvæmt kortlagn- ingu samtaka opinberra starfs- manna í Svíþjóð. Konurnar minnka við sig vinnu en vinnu- stundum karla fjölgar samtímis. Launin lækka Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.