24 stundir - 24.05.2008, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir
Í gær, 23. maí, var ár liðið frá því
að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar var formlega mynd-
uð. Í tilefni þess kynnti hún stefnu-
yfirlýsingu sína á Þingvöllum við
mikla viðhöfn. 24 stundir ákváðu á
þessum tímamótum að að rýna í
stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar og
sjá hverju hefur þegar verið komið
til leiðar, hvaða umbætur eru í ferli
og hverjar þeirra virðast hafa dott-
ið á milli sprungnanna.
Frjálslynd umbótastjórn
Í stefnuyfirlýsingunni segir að
myndun ríkisstjórnarinnar endur-
spegli „sögulegt samstarf tveggja
stærstu stjórnmálaflokka landsins.
Hvað hefur
Beita átti sér fyrir markvissum að-
gerðum í þágu barna og barnafjöl-
skyldna á Íslandi og móta átti
heildstæða aðgerðaáætlun í mál-
efnum barna og ungmenna. Strax í
júní 2007 var samþykkt aðgerða-
áætlun til fjögurra ára til að styrkja
stöðu barna og ungmenna þar sem
tilkynnt var meðal annars að fæð-
ingarorlof yrði lengt í 12 mánuði á
kjörtímabilinu og að stuðningur
við langveik börn yrði aukinn. Þar
var þó sérstaklega tekið fram að
aðgerðirnar myndu miðast við
„ástandið í efnahagsmálum á
hverjum tíma“.
Meðal annarra atriða í þessum
kafla var aukin tannvernd barna,
hækkun barnabóta og að fram-
haldsskólanemendur myndu fá
stuðning til að kaupa námsgögn.
Nú býðst þriggja ára börnum ein
skoðun hjá tannlækni foreldrum
þeirra að kostnaðarlausu. Í aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar vegna gerðar
kjarasamninga var tilkynnt að
skerðingarmörk barnabóta yrðu
hækkuð úr 100 þúsund krónum á
mánuði fyrir einstaklinga í 120
þúsund krónur árið 2008 og 150
þúsund krónur árið 2009.
Þá er grein í frumvarpi til nýrra
framhaldsskólalaga sem segir að „í
fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú
fjárhæð sem veitt er til að mæta
kostnaði nemenda vegna náms-
gagna. Ráðherra setur reglur um
skiptingu fjárins og fyrirkomulag
þessa stuðnings.“ Frumvarpið hef-
ur enn ekki verið afgreitt.
5. Barnvænt samfélag
Aðgerðaáætlun fyrir börnin
„Eitt brýnasta verkefni nýrrar rík-
isstjórnar er að tryggja stöðugleika
í efnahagslífinu í þágu heimila og
atvinnulífs. Markmið hagstjórn-
arinnar er að tryggja lága verð-
bólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi
í utanríkisviðskiptum, jafnan og
öruggan hagvöxt og áframhaldandi
trausta stöðu ríkissjóðs,“ segir í
stefnuskránni. Þar var einnig lofað
að settur yrði á laggirnar samráðs-
vettvangur milli ríkisins, aðila
vinnumarkaðarins og sveitarfélaga
um aðgerðir og langtímamarkmið.
Í maí fyrra var verðbólgan 4,7 pró-
sent og stýrivextir 14,25 prósent. Í
1. Traust og ábyrg efnahagsstjórn
Lág verðbólga og lágir vextir
apríl síðastliðnum var hún 11,8
prósent og stýrivextir eru í dag
15,5 prósent, þeir hæstu í heimi
meðal þróaðra þjóða. Þegar ríkis-
stjórnin tók við völdum var við-
skiptajöfnuður við útlönd nei-
kvæður um 48,6 milljarða. Á
fjórða ársfjóðrungi ársins 2007 var
hann orðinn neikvæður um 90,6
milljarða króna. Varðandi fyrir-
hugaðan samráðsvettvang þá hitt-
ust þeir sem að honum áttu að
koma í júlí í fyrra. Síðan var engin
fundur haldinn fyrr en fyrir um
tveimur vikum síðan. Næsti fund-
ur hefur ekki verið boðaður.
Meðal þess sem átti að gera var að
efla Rannsóknar- og Tækniþróun-
arsjóð. Framlög til Rannsókn-
arsjóðs voru 659 milljónir á nú-
virði í fyrra. Á fjárlögum ársins
2008 er áætlað að 750 milljónir
renni til sjóðsins og framlög því
aukist um 91 milljón að raungildi.
Tækniþróunarsjóður fékk samtals
558 milljónir á núvirði í fyrra en
ætlunin er að láta 600 milljónir
renna í sjóðinn í ár.
Þá ætlaði ríkisstjórnin að leggja
áherslu á að efla Fjármálaeftirlitið
(FME). Engin ný lög hafa verið sett
sem snúa að FME en framlög til
stofnunarinnar hafa verið aukin
töluvert. Þau voru um 667 millj-
ónir árið 2007 ef miðað er við nú-
virði en eru áætluð tæplega 936
milljónir á fjárlögum í ár. Síðar í
kaflanum segir: „tímabært er að
leysa úr læðingi krafta einka-
framtaksins svo að íslensk sérþekk-
ing og hugvit fái notið sín til fulls í
útrás orkufyrirtækja“. Orku-
frumvarp iðnaðarráðherra, sem
tekur meðal annars til þess að
skilja samkeppnisrekstur orkufyr-
2. Kraftmikið atvinnulíf
Styrkja opinbert eftirlit
irtækja frá sérleyfisrekstri, hefur
verið lagt fram en hefur ekki verið
afgreitt sem lög. Þá átti að efla
Samkeppniseftirlitið. Forstjóri
stofnunarinnar hefur viðrað hug-
myndir um víðtækari heimildir til
handa því til að geta beitt sér fyrir
uppskiptingu fyrirtækja þar sem
lögbrot hafa verið framin. Engar
breytingar á samkeppnislögum
þess efnis hafa verið kynntar.
Framlög á fjárlögum og -aukalög-
um árið 2007 til eftirlitsins voru
samtals 287 milljónir, eða um 321
milljón á núvirði. Á fjárlögum árs-
ins í ár eru framlögin áætluð 277
milljónir. Þau hafa því ekki hækk-
að milli ára. Ríkisstjórnin vildi líka
leggja áherslu á mikilvægi öflugs
landbúnaðar og hágæðafram-
leiðslu á matvælum í landinu og
vinna að endurskoðun landbún-
aðarkerfisins með það fyrir augum
að auka frelsi, bæta stöðu bænda
og lækka verð til neytenda. Land-
búnaðarráðherra hefur lagt fyrir
nýtt matvælafrumvarp sem heim-
ilar meðal annars innflutning á
hráu kjöti.
Stefna átti að lækkun skatta á ein-
staklinga, meðal annars með
hækkun persónuafsláttar. Í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar frá því í
febrúar síðastliðnum kemur fram
að við vinnslu ramma fjárlaga
næstu fjögur ár mun verða haft að
markmiði að persónuafsláttur
hækki um sjö þúsund krónur á
næstu þremur árum umfram al-
menna verðuppfærslu. Þá verður
tekjuskattur fyrirtækja lækkaður
úr 18 prósentum í 15 prósent.
Lækkunin á að koma til fram-
kvæmda á álagningarárinu 2009.
Einnig segir að „fyrirtæki skulu
búa við stöðugt og örvandi skatta-
umhverfi“. Nýverið var frumvarp
fjármálaráðherra um að fella niður
skattgreiðslur af hagnaði hluta-
bréfa samþykkt. Sá skattur var 18
prósent.
Afnema átti stimpilgjald í fast-
eignaviðskiptum á kjörtímabilinu.
Samþykkt var á Alþingi nýverið að
fella niður stimpilgjöld af lánum
vegna fyrstu kaupa á íbúðar-
húsnæði frá og með 1. júlí næst-
komandi. Aðrir íbúðarkaupendur
verða hins vegar, enn sem komið
er, að greiða þau. Helsti rökstuðn-
ingur þess að afnema ekki stimp-
ilgjöld til þessa hefur verið sá að
mikil þensla hafi ríkt á Íslandi og
með því að afnema þau væru
stjórnvöld að kynda undir henni.
3. Hvetjandi skattaumhverfi
Stimpilgjöld og persónuafsláttur
Stærsti hluti þessa kafla snýr að
breyttri verkaskiptingu ráðuneyta
og sumarið 2007 voru samþykkt
lög um slíkt þar sem almanna-
tryggingar voru fluttar til félags-
málaráðuneytis frá heilbrigð-
isráðuneyti, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneyti voru sam-
einuð og Hagstofan gerð að
stofnun. Þá hefur iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu verið skipt
upp í tvö ráðuneyti. Einnig átti
að einfalda og nútímavæða
stjórnsýsluna. Forsætisráðuneytið
kynnti fyrir stuttu stefnumótun
sína um upplýsingasamfélagið þar
sem miðað er að því. Eftirlauna-
kjör alþingismanna og ráðherra
áttu að vera endurskoðuð. For-
4. Markviss ríkisrekstur
Nokkrum ráðuneytum skipt upp
svarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa
sagst ætla að breyta lögunum en
ekkert hefur verið lagt fram í
þeim efnum.
Þá átti að gera rammafjárlög til
fjögurra ára í senn og endurskoða
tekju- og verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Hvorugt hefur verið
gert.
um „framvindu aðgerða gegn kyn-
bundnum launamun og að vinna
eða láta vinna mat á raunveruleg-
um árangri aðgerða.“ Þá voru ný
lög um jafna stöðu karla og kvenna
samþykkt í febrúar. Með þeim fékk
Jafnréttisstofa auknar heimildir til
gagnaöflunar auk þess sem þau
tryggja að hlutfall kynja sé ekki
minna en 40 prósent í opinberum
nefndum, ráðum og stjórnum þar
sem sitja fleiri en þrír. Þá var
launaleynd afnumin í lögunum.
Ríkisstjórnin lofaði einnig að veita
trúfélögum heimild til að staðfesta
samvist samkynhneigðra og frum-
varp þess efnis hefur verið lagt
fram en ekki hlotið afgreiðslu.
Gera átti áætlun um að minnka
óútskýrðan kynbundinn launa-
mun hjá ríkinu og stefna að því að
hann minnki um helming fyrir lok
kjörtímabils. Þá átti einnig að
reyna að jafna stöðu kynjanna í
nefndum og stjórnunarstöðum á
vegum ríkisins og tryggja rétt
launafólks til að skýra frá launa-
kjörum sínum ef það kysi að gera
svo. Félagsmálaráðherra skipaði
tvo starfshópa í október til þessara
gjörða. Annar hópurinn átti að
leita leiða til að eyða óútskýrðum
launamun kynjanna á almennum
vinnumarkaði, en hinn er sjö
manna ráðgjafahópur sem hefur
það hlutverk að ráðleggja ráðherra
7. Jafnrétti í reynd
Launaleyndinni aflétt
Hraða átti byggingu 400 hjúkr-
unarrýma, einfalda almannatrygg-
ingakerfið, auka einstaklingsmiðaða
þjónustu og færa ábyrgð á lögbund-
inni þjónustu frá ríki til sveitarfé-
laga. Í apríl var lagt fram frumvarp
þar sem lagt var til að frá 1. júlí 2008
til 1. janúar 2009 geti öryrkjar valið
um að hafa 100 þúsund króna frí-
tekjumark á mánuði vegna atvinnu-
tekna eða telja 60 prósent af at-
vinnutekjum til tekna við útreikning
tekjutryggingar. Þá tóku nýjar reglu-
gerðir gildi í ár þar sem m.a. er mælt
fyrir um hækkun frítekjumarks
tekjutryggingar vegna atvinnutekna
ellilíeyrisþega og frítekjumark ellilíf-
eyris hækkað frá 1. apríl.
6. Aldraðir og öryrkjar
Meiri tekjur
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er orðinn eins árs Æ
24 stundir kynntu sér hvaða stefnumálum hefur verið hrundið í