24 stundir - 24.05.2008, Page 27

24 stundir - 24.05.2008, Page 27
24stundir LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 27 Þessir flokkar hafa einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga velferðarjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnis- hæfni atvinnulífsins.“ Ríkisstjórnin ætlaði ennfremur að vinna að víðtækri sátt í sam- félaginu um aðgerðir á sviði efna- hags- og félagsmála. um náttúru- vernd og auðlindanýtingu og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. r verið gert? 24stundir/Brynjar Gauti Varðandi heilbrigðisþjónustuna átti að leita leiða til að lækka lyfja- verð, einfalda greiðsluþátttöku hins opinbera, kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaðri fjármögnun þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur meðal ann- ars lagt fram frumvarp um breyt- ingar á lyfjalögunum sem eiga að efla samkeppni. Í því felst brottfall banns við póstverslun með lyf og heimild til sölu á nikótín- og flúor- lyfjum utan lyfjabúða. Hann mælti einnig nýverið fyrir frumvarpi til nýrra laga um sjúkra- tryggingar sem á að taka á mörg- um þeim þáttum sem tilgreindir eru í stefnuyfirlýsingunni. Fram- kvæmd laganna mun fyrst og fremst hvíla á nýrri sjúkratrygg- ingastofnun sem á að taka til starfa 1. september næstkomandi. Í stefnuyfirlýsingunni var einnig sagt að stuðla ætti að fjölbreyttari meðferðarúrræðum, fylgja áætl- unum um uppbyggingu fangelsa og stórauka áherslu á forvarnir á öllum sviðum. Meðferðarúrræðin hafa þó ekki verið aukin þannig að tekið hafi verið eftir. Ástand fang- elsismála hefur sjaldan verið alvar- legra. Í febrúar síðastliðnum sátu 133 í fangelsum á Íslandi og 144 einstaklingar til viðbótar höfðu verið dæmdir til óskilorðsbund- innar refsingar en ekki hafið af- plánun. Eftir að fangelsið á Ak- ureyri var tekið í notkun á ný eru afplánunarpláss 135 talsins og fyrr á þessu ári var brugðið á það ráð að setja fanga saman í klefa. Engin áætlun liggur þó fyrir um byggingu nýs fangelsins né hefur fjármagni verið heitið til framkvæmdarinnar. Í forvarnarmálum hefur fátt sýni- legt gerst. Lýðheilsustöð er sú op- inbera stofnun sem ætlað er að efla og samræma lýðheilsustarf í land- inu og vera stjórnvöldum til ráð- gjafar um stefnumótun á sviði lýð- heilsu. Þar er nú unnið á einum stað sameiginlega að forvörnum á nánast öllum sviðum. Framlög til Lýðheilsustöðvar voru samtals 359,5 milljónir á fjárlögum og fjár- aukalögum á árinu 2007. Núvirði þeirrar upphæðar er um 402 millj- ónir. Framlög til stofnunarinnar á fjárlögum 2008 eru tæpar 299 milljónir og því hafa þau dregist töluvert saman milli ára. 9. Örugg heilbrigðisþjónusta og vímuefnavarnir Lægra lyfjaverð og forvarnir Stuðla átti að fjölgun starfa á veg- um ríkisins á landsbyggðinni, ráð- ast í stórátak í samgöngumálum og tryggja öryggi gagnaflutninga með nýjum sæstreng. Í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar- innar vegna skerðingar þorskkvót- ans var leitað eftir því að skapa ný störf til að mæta afleiðingum hennar, meðal annars með því að gera átak í viðhaldi opinberra bygginga og hrinda af stað áform- um um tölvuskráningu gagna. Í samgöngumálunum átti sér- staklega að beita sér fyrir úrbótum á samgöngukerfi höfuðborgar- svæðisins. Í mars var tilkynnt að Vaðlaheiðargöng og tvöföldun hluta Suðurlandsvegar hefðu verið sett á samgönguáætlun og áformað að framkvæmdir gætu hafist í haust. Við sama tilefni var tilkynnt að samönguráðherra myndi skipa nefnd með Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fara „mjög náið yfir samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu“. Sunda- braut, sem talin er helsta sam- göngubót höfuðborgarsvæðisins, er þó enn ekki komin á samgöngu- áætlun og því liggur ekkert fyrir hvort eða hvenær farið verður í lagningu hennar. Ríkisstjórnin samþykkti þó á árinu tillögu um lagningu sæstrengsins Danice á milli Íslands og Danmerkur. 10. landið verði eitt búsetu- og atvinnusvæði Samgöngumál í höfuðborginni Koma átti á föstum samráðsvett- vangi stjórnmálaflokkanna á Al- þingi sem myndi fylgjast með þró- un mála í Evrópu. Þeim vettvangi hefur þegar verið komið á undir forystu Illuga Gunnarssonar og Ágústs Ólafar Ágústssonar. 14. Opinská umræða um Evrópumál Samráð flokka Nýir hornsteinar í íslenskri utan- ríkisstefnu áttu að vera mannrétt- indi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála. Í apríl var undirritað samkomulag milli tveggja ráðu- neyta um móttöku flóttafólks og fjármögnun flóttamannaverkefna á þessu ári og því næsta. Þá hefur einnig verið skipaður sérstakur fulltrúi Íslands gagnvart palest- ínskum stjórnvöldum og unnið að breytingum á skipulagi þróun- arsamvinnu innan ráðuneytisins. Einnig átti að koma á fót samráðs- vettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál. Honum hefur hins vegar ekki verið komið á enn sem komið er. Þá var einnig lofað að allar meiriháttar ákvarðanir um utanríkismál yrðu teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Að mati þeirra stjórnarand- stöðuþingmanna sem 24 stundir hafa rætt við hefur alls ekki verið staðið við það. 13. Frumkvæði í alþjóðamálum Enginn samráðsvettvangur Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Fjölga átti námsleiðum, leggja áherslu á valfrelsi nemenda og ein- staklingsmiðað nám, efla list- og verkmenntun á öllum skólastigum og auka náms- og starfsráðgjöf. Þá átti að stefna að auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstæði skóla og minni miðstýringu. Að lokum átti að lengja kennaranám. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðgerra lagði fram frumvarp til laga um nýja mennta- stefnu sem taka á á þessum þátt- um. Meðal annars á samkvæmt þeim að lengja kennaranám í fimm ár. Í þessum kafla var einnig lofað að lög um Lánasjóð íslenskra náms- manna yrðu endurskoðuð. Frum- varp þess efnis hefur verið lagt fram og afgreitt úr mennta- málanefnd. 8. Menntakerfi í fremstu röð Kennaranámið lengt til muna Endurskoða átti hana meðal ann- ars með áherslu á að leiða til lykta ágreining um þjóðareign á nátt- úruauðlindum. Sú endurskoðun stendur ekki yfir. 15. Endurskoðun stjórnarskrár Endurskoðun stendur ekki yfir Stefnt var að víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins, gera átti skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda, efla skógrækt og land- græðslu og tryggja stækkun frið- landsins í Þjórsárverum þannig að það næði yfir „hið sérstaka vot- lendi veranna“. Íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem náðu samkomulagi á loftslagsfundi aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna á Balí um að hefja víðtækar samningaviðræður um aðgerðir í loftslagsmálum, meðal annars um þörf á samdrætti í los- un gróðurhúsalofttegunda. Síðasta stóra átakamál um skóg- rækt og landgræðslu á Alþingi var síðasta sumar þegar skógrækt var flutt til umhverfisráðuneytisins gegn umsögn allra umsagnaraðila. Varðandi stækkun friðlands í Þjórsárverum hefur hún ekki geng- ið í gegn. 11. Í sátt við umhverfið Loftslagsmál og verndun vera Leggja átti fram heildstæða fram- kvæmdaáætlun í málefnum inn- flytjenda. Þar átti meðal annars að tryggja að útlendingar á vinnu- markaði nytu sambærilegra rétt- inda og íslenskt launafólk, að allar ráðningar þess væru í samræmi við gildandi kjarasamninga og að átak yrði gert í íslenskukennslu fyrir út- lendinga. Þingsályktunartillaga um slíka áætlun var lögð fram í byrjun apríl síðastliðins. 12. Umbætur í innflytjendamálum Heildstæð fram- kvæmdaáætlun Ætlaði sér að verða frjálslynd umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf í framkvæmd, hver þeirra séu komin í ferli og hver hafi setið eftir

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.