24 stundir - 24.05.2008, Síða 39

24 stundir - 24.05.2008, Síða 39
24stundir LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 39 R íkisstjórnin fagnar eins árs afmæli. Frá því að Þingvallastjórnin komst til valda hafa orðið snöggar breytingar í ís- lensku þjóðfélagi. Efnahagserfið- leikar hafa tekið við af góðærinu. Forsætisráðherra Geir H. Haarde segir að ekki megi gera of mikið úr erfiðleikunum. „Ég tel allar líkur á að við komumst hratt og örugglega í gegnum þetta erfiðleikaskeið. Það var fyrirséð að hægjast myndi um í efnahagslífi okkar en þar við bætt- ist að alþjóðlegt ástand hefur haft sín áhrif. Erlend lánsfjárkreppa hefur sorfið að og mikil hækkun orðið á olíu- og matvælaverði. Þetta er alþjóðlegt vandamál. Það er óhjákvæmilegt að slíkar breyt- ingar hafi áhrif á lífskjör okkar,“ segir Geir. Hvernig er hægt að bregðast við? „Alþjóðleg niðursveifla á fjár- málamörkuðum kom bönkum og stjórnvöldum um allan heim í opna skjöldu. Við höfum unnið að því í allan vetur að leysa úr vand- anum og fjárlagafrumvarpið sem var afgreitt fyrir jólin tók mið af því. Ríkisstjórnin hefur verið með margs konar lagabreytingar í vinnslu, meðal annars í skattamál- um, sem nú eru langt komnar í þinginu. Einnig hefur verið gott samstarf við Seðlabankann um að efla varnir og viðbúnað hagkerf- isins. Liður í því er að styrkja gjald- eyrisforðann. Það mál mun skýrast innan tíðar. Það er mikilvægt við aðstæður sem þessar að vinna mál af kostgæfni og yfirvegun en hrapa ekki að skyndilausnum eins og ýmsir hafa lagt til. Við erum í mótvindi en höfum búið svo vel í haginn á undanförn- um árum að við erum miklu betur í stakk búin að takast á við ut- anaðkomandi erfiðleika en við vorum fyrir einhverjum árum. Við erum með skuldlausan ríkissjóð og öflugt lífeyrissjóðakerfi. Ef hag- stjórnin hefði ekki verið jafn sterk og raun ber vitni á undanförnum árum er óvíst að við hefðum staðið af okkur þau áföll sem yfir hafa dunið.“ Gamaldags gagnrýni Ertu sannfærður um að þetta séu tímabundnir erfiðleikar? „Já, það er ég. Að vísu þurfum við að búa okkur undir það að eldsneytisverð verði hátt til fram- búðar og matarverð mun verða það líka. Við þurfum að laga okkur að þessu. En orkuauðlindir lands- ins munu verða verðmætari og sömuleiðis fiskafurðir og landbún- aðarafurðir. Hagkerfi okkar er sveigjanlegt og hreyfanlegt og við erum yfirleitt fljót að jafna okkur á utanaðkomandi áföllum og laga okkur að breyttum aðstæðum. Það er einn af kostunum við að hafa sjálfstæða mynt. Ég tel allar líkur á því að okkur takist að komast hratt í gegnum þetta erfiðleikaskeið og að verð- bólgan gangi niður á tiltölulega stuttum tíma. Þá verðum við tilbú- in að bæta lífskjörin þótt þau muni skerðast um einhvern tíma.“ Tíðar utanlandsferðir ráðherra ríkisstjórnarinnar og kostnaður vegna þeirra hafa vakið athygli og gagnrýni. Hverju svararðu þeirri gagnrýni? „Það er hluti af embættisskyldu ráðherra í nútímasamfélagi að eiga samskipti við kollega í öðrum löndum. Það er gamaldags gagn- rýni að ráðherra megi ekki fara úr landi og einfaldlega ekki fram- kvæmanlegt. Utanríkisráðherrann hefur að aðalstarfi að vinna að hagsmunum Íslands gagnvart um- heiminum. Forsætisráðherra þarf sömuleiðis að fara utan til að tala máli Íslands og vinna að hags- munum landsins. Það sama á við um aðra ráðherra. Það var til dæmis mikilvægt að mæta á ráð- herrafund NATO og hafa þar beint samband við alla helstu ráðamenn í heiminum. Eins er mikilvægt að hitta norræna koll- ega og það var mikilvægt fyrir mig að eiga fundi með forsætisráð- herra Bretlands og Kanada og hitta helstu ráðamenn í Evrópu- sambandinu nýlega. Svona má lengi telja. Hluti af starfi mínu felst líka í því að tala við erlenda fjölmiðla. Ég hef komið fram í mörgum erlendum sjónvarps- stöðvum í vetur og verið í ótal viðtölum í tímaritum og dagblöð- um erlendis til að koma sjónar- miðum Íslands á framfæri og leið- rétta rangfærslur um efnahagsmál þjóðarinnar. Ég tel að allt þetta hafi skilað sér.“ Seðlabankinn hefur verið harð- lega gagnrýndur fyrir peningastefnu sína. Sumir ganga svo langt að segja að ríkisstjórnin og þú sem forsætis- ráðherra takir við fyrirskipunum frá Seðlabankanum. Hvernig er að eiga við Davíð Oddsson? „Seðlabankinn er sjálfstæður í sínum störfum. Ég tel að slíkt fyr- irkomulag sé mun heppilegra en að stjórnvöld handstýri peninga- málastefnunni á hverjum tíma. Seðlabankinn heyrir hins vegar undir forsætisráðuneytið og starf- ar á ábyrgð forsætisráðherra. Rík- isstjórnin hefur verið í miklu og góðu samstarfi við bankann vegna efnahagsástandsins. Davíð býr að því núna að hann hefur mjög góð sambönd í útlöndum þar sem hann nýtur virðingar. Það er ekki undan neinu að kvarta í samskipt- um við hann frekar en aðra stjórn- endur bankans.“ Hárrétt ákvörðun Ríkisstjórnin virðist ekki sam- stíga í mörgum málum: hvalamál- um, tollamálum, virkjanamálum svo nokkur mál séu talin upp. Er þetta erfitt stjórnarsamstarf? „Nei, það hafa ekki orðið alvar- legir árekstrar í neinum málum. En það verður að hafa í huga að flokkarnir koma að þessu sam- starfi úr ólíkum áttum. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið lengi í ríkisstjórn en Samfylkingin er ný í ríkisstjórn. Það er ekkert skrýtið að það taki Samfylkinguna tíma að venjast því að vinna á nýjum vett- vangi. Flokkarnir þurfa að venjast hvor öðrum og það ferli gengur vel.“ Hvernig eru samskipti ykkar ut- anríkisráðherra, talið þið saman í síma daglega eða haldið þið fundi tvö ein? „Við hittumst reglulega á tveggja manna fundum en erum HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Það er hluti af embættisskyldu ráðherra í nútíma- samfélagi að eiga sam- skipti við kollega í öðrum löndum. Það er gam- aldags gagnrýni að ráð- herra megi ekki fara úr landi og einfaldlega ekki framkvæmanlegt.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.