24 stundir - 29.05.2008, Síða 23

24 stundir - 29.05.2008, Síða 23
kröfur um nærþjónustu í sveitar- félögum og í að styrkja samfélags- innviði eða verið þáttur í byggða- stefnu og viðspyrnu við óæskilegum fólksflótta.“ Hópurinn metur það óhjá- kvæmilegt að undirbúa stofnun nýrra framhaldsskóla á höfuðborg- arsvæðinu fyrir árið 2014 og leggur til að annar þjóni nemendum með- al annars í Grafarholti og við Úlf- arsfell og hinn Elliðavatnssvæðinu og suðausturhluta höfuðborgar- svæðisins. Fólksflótti við Eyjafjörð Andstætt þeim sjónarmiðum sem liggja að baki tillögum nefnd- arinnar um nýja skóla á suðvest- urhorninu telur hún stofnun nýs framhaldsskóla í Ólafsfirði „nauð- synlega ráðstöfun“ til þess að sporna við fólksflótta frá svæðinu. Telur hún rekstrargrundvöll skólans lítinn og tekur fram að VMA og MA gætu tekið við um 70 fleiri nemendum en útskrifast úr grunnskólum svæðisins auk þess sem stofnun skólans „myndi að óbreyttu koma fremur illa við“ þá skóla sem fyrir eru, „einkum af því að rekstur þeirra hefur verið í járn- um undanfarin ár“. Hins vegar sé augljóst að jarð- göng til Siglufjarðar séu tilgangslítil nema aðrar ráðstarfanir séu gerðar til þess að styrkja byggðina um leið og þykir nefndinni nýr framhalds- skóli í Ólafsfirði vera vænleg ráð- stöfun til þess. Skiptar skoðanir um fleiri skóla Í skýrslunni segir nefndin ekki forsendur fyrir skóla á Hellu eða Hvolsvelli með þeim rökum að báðir skólarnir á Suðurlandi, Fjöl- brautaskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Laugarvatni, geti tekið við fleiri nemendum en þeir gera auk þess sem samgöngur á svæðinu séu greiðar. Elvar Eyvindsson, staðgengill bæjarstjóra Rangárþings eystra, bendir á að eins og staðan er í dag þurfa krakkar að velja annað hvort að búa heima og verja allt að þrem- ur klukkutímum á dag í ferðalög í skólann eða búa í heimavist, t.d. á Selfossi, sem sé erfitt fyrir krakka á þessum aldri. Hvað varðar möguleika á nýjum skóla á Reyðarfirði segir í skýrsl- unni að þótt fyrirsjáanleg íbúa- fjölgun á Fjörðunum muni leiða til endurskoðunar á staðsetningu og verkaskiptingu skóla á Austurlandi útskrifist enn sem komið er of fáir úr grunnskólunum á Reyðarfjarð- arsvæðinu til að réttlæta nýjan skóla þar. Er einnig bent á að bæði Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands geti tekið á móti fleiri nemendum. Helga Jónsdóttir, bæjarstóri Fjarðabyggðar, kannast ekki við að mikill áhugi sé fyrir nýjum fram- haldsskóla á Reyðarfirði. Segir hún að hins vegar hafi verið talað um að þar verði sett upp aðstaða til að kenna ákveðnar greinar í samvinnu við verkmenntaskólann. Nefndin telur ekki fýsilegt að setja framhaldsskóla í Grindavík því grunnskólaárgangurinn þar sé of lítill og samgöngur á svæðinu góðar auk þess sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja anni eftirspurn. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir hins vegar FS hafa sprengt allt utan af sér og telur betra að byggja nýjan skóla í Grindavík en að stækka hann frek- ar. Þá telur hann það styrkja inn- viði Grindavíkur að fá framhalds- skóla. Menntamálaráðherra Vill leita annarra leiða en að stofna fleiri skóla. Framhaldsskólinn á Laugum 1.152.000 kr. Framhaldsskólinn á Húsavík 933.000 kr. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu 958.000 kr. á volsvelli annaeyjum Menntaskólinn á Akureyri 599.000 kr. Menntaskólinn á Egilsstöðum 696.000 kr. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað 896.000 kr. Framhaldsskólinn á Reyðarfirði Verkmenntaskóli Austurlands 1.043.000 kr. Væntanlegir Í umræðu Stofnaður eftir 1990 24stundir FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 23 a Ég sé ekki fyrir mér fleiri fram- haldsskóla heldur frekar að styrkja starfsemi þeirra sem eru fyrir LAGERSALA síðustu dagar Einstakt tækifæri til að eignast glæsileg heimilistæki á frábæru verði. Takmarkað magn af sýningar- og lagertækjum ásamt lítið útlitsgölluðum tækjum. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur heimilistæki á tækifærisverði. Lagersala Eirvíkur að Suðurlandsbraut 20 -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Verðhrun VASKAR HELLUBORÐ MATVINNSLUVÉLAR INNBYGGÐIR ÍSSKÁPAR FRYSTISKÁPAR OFNAR HÁFAR VIFTUR vi lb or ga @ ce n tr u m .is OPNUNARTÍMAR: kl. 10-18 fimmtudag 29. maí kl. 10-18 föstudag 30.maí kl. 11-15 Laugardag 31. maí 30-8 0% A FSLÁ TTU R

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.