24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir
„Við erum að bregðast við þörf-
inni fyrir búsetu ólögráða einstak-
linga í Kópavogi,“ segir Hildur Jak-
obína Gísladóttir, yfirmaður
fjölskyldudeildar félagsþjónust-
unnar í Kópavogi.
Á sambýlinu munu fimm ung-
menni fá fasta búsetu vegna erfiðra
félagslegra aðstæðna. „Við rekum
sambærilegt sambýli fyrir ung-
menni á aldrinum 18-24 ára,“ segir
Hildur en bætir við að nýja sam-
býlið muni leysa búsetuvanda
yngri barna.
„Við munum vera í samstarfi við
aðila sem starfa að barnavernd og
félagsráðgjafa,“ segir hún. Sambýl-
ið verður opnað í haust og verið er
að ráða í stöðu forstöðumanns.
Með sambýlinu verður reynt að
leggja grunn að festu og öryggi í
umhverfi unglinganna. áb
Opnun sambýlis fyrir unglinga í Kópavogi
Búsetuúrræði fyrir
15-18 ára unglinga
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
08.00 Vaknaði eftir fjög-
urra tíma svefn. Við vorum í Ham-
borg í gær og keyrðum af stað
hingað í nótt. Við sváfum í Flens-
borg, sem mér fannst svolítið fynd-
ið, fengum okkur morgunmat og
hoppuðum beint upp í rútu.
13.00 Mætti á Hróars-
keldusvæðið og fékk beiðni frá Co-
coRosie um lán á myndvarpanum
sem við notum. Þær spiluðu um
miðnættið og þar sem við höfðum
ákveðið að hanga aðeins á svæðinu
eftir að tónleikum okkar er lokið
samþykkti ég það. Eftir það opnaði
ég ferðatöskuna mína og ætlaði að
velja mér fín jakkaföt til þess að
vera í á tónleikunum. Svo er þetta
orðið svo viðbjóðslegt eftir þessa
túra að þetta lyktaði eins og köttur
hefði lagt töskuna mína í einelti.
Þannig að ég skellti mér bara í nýja
skyrtu er ég keypti í kúrekabúð í
Hamborg. Eftir það tók hvert
blaðaviðtalið við af öðru.
16.00 Þarna fór ég á svið
og byrjaði á þremur hressum lög-
um. Tók svo fjögur róleg en endaði
aftur á fjörugum lögum. Það voru
mjög margir, og svaka gaman.
Miklu stærra en síðast, þegar ég
spilaði klukkan eitt á Pavilion-svið-
inu. Það var bara One man show,
ásamt Rúnu. Svo kom Pétur Ben í
uppklappi, þegar við tókum Murr
Murr.
17.30 Um leið og ég
kom af sviði fór ég í fleiri blaða-
viðtöl í tæpa tvo tíma.
19.00 Skellti mér inn á
tónleikasvæðið og horfði á Kings of
Leon og Grinderman spila.
24.00 Fékk myndvarp-
ann minn til baka, fór upp í rútu
og skemmti mér með félögunum.
Það er alltaf eitthvað fjör í rútunni
eftir gigg. Ef amma mín er að lesa
þetta þá vil ég að hún viti að ég er
búinn að vera edrú allt þetta tón-
leikaferðalag. En þetta kvöld, datt
ég í það!
Edrú allan túrinn
MUGISON
Kúrekinn á Keldunni
Mugison lék fyrir framan
rúmlega 6000 manns á Hró-
arskeldu. Datt svo í það.
Föstudagurinn var líklega
stærsti dagur Mugison á
núverandi tónleika-
ferðalagi hans. Mugison
lék fyrir framan rúmlega
6000 manns á Odeon-
sviði Hróarskelduhátíð-
arinnar.
➤ Mugison er fæddur 4. sept-ember árið 1976. Vestfirð-
ingur í húð og hár.
➤ Önnur breiðskífa hans vannÍslensku tónlistarverðlaunin
árið 2004 fyrir bestu popp-
plötuna.
➤ Hann er forvígismaður Aldreifór ég suður hátíðarinnar.
24stundir með Erni Elíasi Guðmundssyni, Mugison, á Hróarskeldu
Mynd/Starkarður Örnólfsson
„Ég var að eignast mitt fyrsta
barn,“ segir Jantharanakosn Jitt-
hongchai móðir.
„Ég flutti til Íslands fyrst með
fjölskyldu minni og er búin að búa
hérna í níu ár,“ segir hin 27 ára
gamla móðir.
„Þær kalla mig Vi hérna á fæð-
ingardeildinni,“ segir hún og bætir
við að hún og barnið séu á heim-
leið.
Hún tekur fram að systursonur
hennar sé einna spenntastur fyrir
heimkomunni. „Hann er mjög
glaður yfir því að eignast nýjan
leikfélaga“. Fjölskylda Vi mun
sækja hana en þær systur eru mjög
nánar.
„Ég tala ágæta íslensku en hún er
erfið,“ segir hún og tekur fram að
systurnar ætli sér að læra tungu-
málið betur í framtíðinni.
Guðrún Eggertsdóttir, deildar-
stjóri á fæðingardeild Landspítal-
ans, segir að stólarnir breyti miklu
fyrir nýbakaðar mæður. „Það fer
einn stóll inn á hverja fæðingar-
stofu, þetta eru léttir hægindastólar
úr leðri,“ segir hún og bætir við að
aðeins tveir slíkir stólar hafi verið
til fyrir. „Þeir voru orðnir ansi lúnir
og slitnir, það er frábært að fá nýja
stóla fyrir lúnar mæður með ný-
bura,“ segir hún. Guðmundur H.
Jónsson, aðstoðarforstjóri Narvik,
og Valgeir Ólafsson, verslunarstjóri
Húsgagnahallarinnar, gáfu Land-
spítalanum stólana í gær. áb
Nýir hægindastólar á fæðingardeildir LSH
Nýbökuð móðir
Ólafur F. Magnússon, borgar-
stjóri, mun á næsta fundi borgar-
ráðs leggja til að Anna Kristins-
dóttir, masters-nemi í opinberri
stjórnsýslu og fyrrverandi borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, verði
ráðin til starfa sem mannréttinda-
stjóri borgarinnar. „Ég er þess full-
viss að hún muni vinna vel að
þeirri víðtæku mannréttindastefnu
sem borgin starfar eftir og varðar
ekki síst hag fatlaðra, aldraðra,
barna og öryrkja sem stundum
vilja gleymast að mínu mati í um-
ræðum um þessi mál. Samkvæmt
heimildum 24 stunda stóð valið á
milli Önnu og Katrínar Önnu
Guðmundsdóttur masters-nema í
kynjafræðum og fyrrverandi tals-
konu femínistafélagsins. ejg
Nýr mannréttindastjóri fundinn
Borgin ræður
mannréttindastjóra
Deilur eru hafnar í Skerjafirði
af því borgin er að slétta tún á
milli Bauganess og Skild-
inganess, sem sumir kalla
„ósnerta náttúruperlu“. Taldi
garðyrkjustjóri sig hafa haft
nægilegt samráð við íbúa þeg-
ar hann ræddi við íbúafélag í
hverfinu sem svo hafi ekki tal-
að fyrir munn allra. þkþ
Skerjafjörður
Vallendisdeila
Næsta föstudag verður und-
irritað samkomulag á milli
veðhafa í þrotabúi Í skilum
ehf. sem tryggir að Heilsu-
verndarstöðin fái húsnæði,
þar sem áfengissjúklingum
verður veitt þjónusta, afhent á
réttum tíma. ejg
Hólavað 1-11
Staðfest
eftir viku
Sunnudaginn 6. júlí verður
haldið listaverkauppboð á
Hótel Glym í Hvalfirði og
einnig verður þar kaffihlað-
borð en allur ágóði mun renna
beint til Guðmundar Þor-
steinssonar á Finnbogastöð-
um en sem kunnugt er brann
íbúðarhúsið á bænum ofan af
Guðmundi 16. júní síðastlið-
inn. Jafnframt er hægt að
leggja Guðmundi lið með því
að leggja inn á reikning 1161-
26-001050, kt. 451089-2509.
Stutt við Munda
Fjársöfnun
Lögreglan á Selfossi stöðvaði í
gær tvo ökumenn við hefð-
bundið eftirlit. Annar reyndist
undir áhrifum áfengis og ann-
arra fíkniefna en hinn hafði
verið að drekka um nóttina en
lagt of snemma af stað. Lög-
reglan bendir ökumönnum á
fá að blása í mæli hjá lögreglu
áður en lagt er í hann. Mikið
sé um að ökumenn drekki um
nótt og aki að morgni með
áfengi í blóði. Mikið er um að
vera á Suðurlandi um helgina
og verður lögregla með aukin
viðbúnað við umferðareftirlit
frá Reykjavík og allt austur til
Hornafjarðar. Talið er að 30 til
50 þúsund manns verði á ferð
um þessar tvær sýslur um
helgina og munu lög-
reglumenn á 12 til 15 merkt-
um tækjum lögreglu sinna eft-
irliti á vegum úti. bee
Lögregla varar við
Aki ekki eftir
einn – lengi
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
Sími 588-9900 ganga@itferdir.is www.itferdir.is