24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir
FÉ OG FRAMI
frettir24stundir.is a
Tilskipunin er að vísu ekki kom-
in fram í endanlegri mynd en ég
er ekki bjartsýnn á að hún taki um-
talsverðum breytingum fram til þess.
SALA
JPY 0,7292 -0,63%
EUR 121,98 -0,88%
GVT 156,56 -0,76%
SALA
USD 77,76 -0,69%
GBP 154,18 -0,68%
DKK 16,357 -0,88%
Erum með sértilboð á tveimur frístundahúsum sem komin eru til landsins
og eru óuppsett. Húsin eru tilbúin að utan með einangruðum veggjum.
Efni í rafmagnsgrind og milliveggjaefni fylgir. Gerum föst tilboð í sökkla-
vinnu, uppsetningu og annan frágang.
Stærð 118.7 fm. Hús klætt með jatoba og stáli, gluggar og hurðir eru úr
furu. Verð kr. 11.600.000,- TILBOÐ KR. 9.800.000,-
Stærð 118.7 fm. hús klætt með jatoba og stáli, gluggar og hurðir eru úr
mahogany. Verð kr. 12.000.000,- TILBOÐ KR. 10.200.000,-
TILBOÐ Á FRÍSTUNDAHÚSUM
Kverkus ehf. Síðumúli 31
Símar 581 2220, 858 0200 eða 840 0470.
kverkus@kverkus.is www.kverkus.is
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Allt flug sem á upphaf eða endi í
Evrópu mun falla undir tilskipun
Evrópusambandsins (ESB) um
losun gróðurhúsalofttegunda frá
og með árinu 2012. Losunar-
heimildum verður dreift ókeypis
til flugfélaga upp að 85 prósent-
um en 15 prósent losunarheim-
ildanna verða boðin upp á mark-
aði. Sá hluti verður aukinn eftir
því sem frá líður.
Evrópuþingið og ráðherraráð
ESB komust að samkomulagi um
hvernig flug yrði innleitt í tilskip-
un ESB um losunarheimildir
gróðurhúsalofttegunda í lok júní.
Í skýrslu stýrihóps samgöngu-
ráðuneytisins um losunarheim-
ildir kemur fram að kostnaður ís-
lensku flugfélaganna vegna
innleiðingar tilskipunarinnar geti
hlaupið á milljörðum strax fyrsta
árið.
Mjög alvarlegt mál
Kristján Möller samgönguráð-
herra segir að á Evrópuþinginu
hafi farið fram umræða um sér-
tækar undanþágur vegna flugs á
jaðarsvæðum eins og eyríkjum.
„Það virðist vera að öll ákvæði um
sérstöðu jaðarsvæða séu felld út.
Það eru engar ívilnanir fyrir lönd,
þar sem staðhættir eru sérstakir,
eins og hjá okkur á Íslandi, inni í
þessu samkomulagi. Það er mjög
alvarlegt mál fyrir Ísland. Tilskip-
unin er að vísu ekki komin fram í
endanlegri mynd en ég er ekki
bjartsýnn á að hún taki umtals-
verðum breytingum fram að því.“
Hefði mjög íþyngjandi áhrif
Þegar tilskipunin verður sam-
þykkt á eftir að semja um upp-
töku hennar í samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið (EES).
Kristján segist vonast til að í þeim
samningaviðræðum verði hægt að
koma á framfæri röksemdum Ís-
lands um sérstakar aðstæður hér á
landi. „Ef ekki tekst að fá fram
sérákvæði fyrir Ísland mun það
hafa mjög íþyngjandi áhrif, bæði
fyrir flugrekendur og eins flug-
farþega, því þetta mun stórhækka
flugfargjöld.“ Kristján segir að
auðvitað eigi Ísland að taka sína
ábyrgð í umhverfismálum. „Á hitt
ber að líta að megintilgangurinn
með þessari tilskipun er ekki að
draga úr ferðalögum fólks heldur
að breyta ferðaháttum. Ef þessi
tilskipun mun ganga yfir innan-
landsflugið með tilheyrandi verð-
hækkunum getum við ímyndað
okkur að í stað þess að fylla
fimmtíu manna flugvél í flug til
Egilsstaða myndu fimmtíu manns
keyra til Egilsstaða á einkabílum.
Ef svo færi værum við beinlínis að
vinna gegn markmiðum tilskip-
unarinnar um minnkun útblást-
urs. Þetta eru sjónarmið sem ég er
ekki viss um að hinir háu herrar
úti í Evrópu geri sér grein fyrir.
Við skulum því vona að þegar
kemur að samningaviðræðum
EES og ESB getum við gert grein
fyrir þessum sjónarmiðum-
.“Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair Group, segir ljóst að
um háar fjárhæðir sé að ræða fyrir
félagið. „Við erum að fara í gegn-
um málin. Það er ljóst að þetta
mun hafa veruleg áhrif á rekst-
urinn hjá okkur. Við höfum ekki
skotið á neinar tölur varðandi
þetta enn sem komið er. Það er
hins vegar öruggt að það verður
að velta þessum kostnaði út í
verðlagið, þetta er ekki eitthvað
sem fyrirtækið getur tekið á sig.“
Mun stórhækka flugfargjöld
Flug verður fellt undir tilskipun ESB um útblástur gróðurhúsalofttegunda Ekki undanþágur fyrir eyríki
Flug Tilskipun ESB mun
hafa veruleg áhrif á flug-
rekstur og ekki er ólíklegt
að þar muni þrengjast
verulega um.
➤ Tilskipunin um útblástur íflugi er viðbót við tilskipun
um heimildir til losunar gróð-
urhúsalofttegunda frá árinu
2003.
➤ Þá tilskipun er enn ekki búiðað innleiða í íslenska löggjöf
en það stendur hins vegar
fyrir dyrum.
TILSKIPUNIN
MARKAÐURINN Í GÆR
! "##$
!
" !
# $
% !
!
&
'()*+
'
, - .
/0.
1
2
345
6 1
(
(7/
/81
+90
1 -
-
:
-
;
1
;
!
-0
!
"
:-
!
-
<
!
#
' >?@?@
AB@?A?@B
B@45@@CC
3C35?ADD
A?5BC?BD@
ABDC5
A>A5>BB5
34AC3@43?
A>?DB@3@?
A?5>CCCC
3AB>D43C
@3B>>B>@
@3DDCCCC
5DC3CCCC
@3@BBBB
@B>B>CB
AADC3D?
3C4C3>
353@3@A
,
,
,
,
5@5C?45C
,
?EC@
4EAC
@4EBC
?EA5
A5E@5
ADE3C
A4E?C
?DBECC
@@EBC
>?E5C
3E34
BE??
AEB>
>BE3C
AEA5
A>4E5C
A55>ECC
@DBECC
AD4E5C
,
,
,
DD35ECC
ACECC
,
?EC?
4EAD
@?EAC
?EA?
A5E3C
ADEDC
A4E>C
?5CECC
@3ECC
>>E@C
3EDC
BE>4
AEBB
>BE?C
AE@C
AB>ECC
A5?5ECC
@55ECC
AD>ECC
@@ECC
,
>E5C
D5CCECC
ACE5C
4ECC
/0!
-
A
5
AB
@C
3D
@
D
3>
@@
3
D
A3
@C
?
@
5
3
A
4
,
,
,
,
@
,
F
--
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
3C4@CC>
4A@@CC?
34@CC>
3?@CC>
D?@CC>
?3@CC>
● Mest viðskipti í kauphöll OMX
í gær voru með bréf Kaupþings,
fyrir um 360 milljónir króna.
● Mesta hækkunin var á bréfum
SPRON, eða 2,72%. Bréf Teymis
hækkuðu um 2,59% og bréf
Landsbankans um 0,44%.
● Mesta lækkunin var á bréfum
Bakkavarar, eða 2,18%. Bréf Öss-
urar lækkuðu um 1,87% og bréf
Atlantic Petroleum um 1,27%.
● Úrvalsvísitalan lækkaði um
0,02% í gær og stóð í 4.295 stig-
um í lok dags.
● Íslenska krónan styrktist um
0,80% í gær.
● Samnorræna OMX40-
vísitalan lækkaði um 0,93% í
gær. Breska FTSE-vísitalan lækk-
aði um 1,16% og þýska DAX-
vísitalan um 1,28%.
Bjarni Már Gylfason, hagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, segir
Vilborgu H. Júlíusdóttur, hagfræð-
ing hjá Hagstofunni, líta fram hjá
mikilvægum þáttum í mati sínu á
efnahagslegum áhrifum áliðnaðar-
ins í 24 stundum á fimmtudag.
„Hún horfir fram hjá þeirri
staðreynd að áliðnaðurinn á Ís-
landi er langstærsti raforkukaup-
andinn á landinu,“ segir Bjarni
Már og bendir á að raforkuverðið
sé tengt álverði sem ráðist að
mestu leyti af almennu orkuverði í
heiminum. „Með hækkandi orku-
verði í heiminum batnar því hagur
íslenskra orkufyrirtækja og mikill
virðisauki situr eftir í landinu. Í
þessu felst einnig að með tilvist er-
lendrar fjárfestingar í áliðnaði á Ís-
landi hefur okkur gefist mikilvægt
tækifæri til að nýta með hagkvæm-
um og umhverfisvænum hætti þá
orku sem býr í landinu.“
Bjarni Már gagnrýnir einnig þá
skoðun Vilborgar að það séu eink-
um laun starfsmanna sem álverin
skilji eftir sig í landinu. „Virð-
isauki flestra atvinnugreina byggist
að mestu leyti upp á launum
starfsfólks. Laun í áliðnaði eru góð
og því skilur sérhvert starf í áliðn-
aði eftir sig meira en mörg önnur
sambærileg störf. “
Tveir fimmtu eftir hérlendis
Engin sérstök úttekt hefur enn
verið gerð á því hversu hátt hlutfall
af rekstrartekjum álvera verður
eftir hér á landi. Í grein eftir
Magnús Fjalar Guðmundsson sem
birtist í Peningamálum Seðlabank-
ans árið 2003 er gert ráð fyrir að
þetta hlutfall sé um 40% og er það
byggt á lauslegri athugun. Þessa
dagana er Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands hins vegar að vinna
að slíkri úttekt fyrir iðnaðarráðu-
neytið. elias@24stundir.is
Skiptar skoðanir um áhrif áliðnaðar á Íslandi
Mikilvægum þáttum sleppt
Baugur Group hefur lokið sölu
allra eigna sinna á Íslandi og mun
meginhluti starfsemi fyrirtækisins
flytjast til London. Fyrirtækið mun
leggja megináherslu á fjárfestingar í
smásöluverslun í framtíðinni,
einkum í Bretlandi, á Norðurlönd-
um og í Bandaríkjunum.
Kjölfestuhlutur Baugs Grops var
seldur Stoðum eignarhaldsfélagi
sem áður hét FL Group en nafni fé-
lagsins var breytt á dögunum. Selj-
andi hlutarins er Styrkur Invest.
Kaupverð hlutarins er 25 milljarðar
króna sem greiðast með hlutabréf-
um í Stoðum. Eftir viðskiptin fara
Stoðir með tæplega 40 prósenta
virkan eignarhlut í Baugi.
Stefnt er að samvinnu Baugs og
Stoða í ákveðnum rekstrarþáttum í
framtíðinni. Meðal annars er gert
ráð fyrir að starfsemi félaganna í
London verði undir sama þaki, í
húsakynnum Baugs. fr
FL Group verður Stoðir og kaupir í Baugi
Baugur Group selur
eignir og fer úr landi