24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 54

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Tilboðsdagar 30% afsláttur af völdum sokkabuxum og samfellum. Peysum og skyrtum. „Sá sem biður er biðill. Sá sem spyr er spyrill. Hver er þá riðill? Og hvers kona keppni er riðla- keppni þar sem þessar íslensku stúlkur voru lagðar? Maður spyr sig.“ Jakob Smári Magnússon jakobsmagg.blog.is „Blogg eða blog. Nú blogga ég á vef sem heitir blog.is, því skrifa ég nú oftast blog hérna inn á með einu g. Púkinn hefur hins vegar ekki verið sammála mér. Ég brosi alltaf út í annað þegar hann leiðréttir mig. Algjör snilld fyrir svona menn eins og mig. „ikkar er ánæjan“.“ Tómas Hafliðason blogg.gattin.net „Ég hef sjaldan séð eins leiðinlega og móðgandi sjónvarpsdagskrá og er mótuð fyrir stelpur á Skjá einum. Allir þessir þættir eru raunveruleikaþættir fyrir Gróu á næsta leiti. Ömurlega leiðinlegir og heiladauðir. Stelpur/konur eiga ekki skilið slíka vanvirð- ingu.“ Nanna Katrín Kristjánsdóttir nanna.blog.is BLOGGARINN Gylta er komin aftur á göturnar. „Við erum búnir að skipta um vél í henni og búnir að mála hana alla að utan. Þetta er langfallegasta gylta landsins.“ Enn að jafna sig Þó svo að Gyltan sé búin að ná sér af sínum sárum er því miður ekki sömu sögu að segja af Böðvari en hann er enn að jafna sig eftir fólskulega líkamsárás um páskana. Böðvar og félagar hans í Dalton voru gestir á balli á Höfn í Horna- firði á föstudaginn langa þegar ráðist var aftan að honum. „Við ætluðum bara að fara að hypja okkur aftur í Gyltuna og þá kemur þessi maður askvaðandi og flengir mig í skallann með flösku.“ Böðvar segir að hann hafi enn ekki náð sér eftir árásina. „Það skarst í einhverjar taugar sem veld- ur því að ég er dofinn eitthvað nið- ur í hendi og brjóstkassa. Öll öxlin er alveg dofin með tilheyrandi óþægindum. Þetta veldur líka jafn- vægisleysi.“ Böðvar bítur þó á jaxlinn og heldur áfram að spila með Dalton. Í gær var sveitin á Akureyri og í kvöld í Hressingarskálanum. Hljómsveitarrúta Dalton er ekki haldin sjálfseyðingarhvöt Gyltan snýr aftur á göturnar Gyltan, tónleikarúta hljómsveitarinnar Dal- ton, hefur snúið aftur á þjóðvegi landsins. Rútan er jafnóheppin og við, segir Böðvar Rafn, söngv- ari Dalton. Enn sár Öxl Böðvars er alveg dofin. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Stoltir af Gyltunni Drengirnir í Dalton hugsa vel um sína glað- væru en óheppnu rútu. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Hljómsveitin Dalton er líklega ein óheppnasta hljómsveit Íslandssög- unnar. Hljómsveitarmeðlimir hafa verið rændir og orðið fyrir fólsku- legum líkamsárásum en rúta sveit- arinnar, hin svonefnda Gylta, er ekki síður óheppin. „Ég held bara að hún sé álíka óheppin og við. Þetta er ekki vilj- andi gert og ekki sjálfseyðing- arhvöt,“ segir Böðvar Rafn Reyn- isson, söngvari Dalton, en hann og félagar hans hafa ekki látið skakka- föllin slá sig út af laginu og nýjasta lag sveitarinnar, Stjörnuhrap, er að gera góða hluti á íslensku útvarps- stöðvunum. 28. mars kviknaði í Gyltunni þar sem hún stóð við Háskólann í Reykjavík og skemmdist hún þó nokkuð að innan ásamt því að lakk fór af hluta þaksins. Daltonbræður voru ekki fyrr búnir að gera að sár- um Gyltunnar þegar vél hennar gaf sig á leiðinni til Egilsstaða fyrir um 6 vikum síðan. „Síðan þá er hún búin að vera vélarvana. Líkið af henni var geymt í frystihúsi í Grindavík.“ Nú geta Daltonbræður tekið gleði sína á ný því þeirra dýrmæta HEYRST HEFUR … Egill Rafnsson úr Sign mun fylla í skarðið fyrir Arnar Gíslason, trommuleikara Mugison, á næstu vikum. Arnar á von á barni með kærustu sinni Láru Rúnarsdóttur tónlistarkonu í lok ágúst, og ferðast Egill nú með Mugison og er reiðubúinn til þess að hlaupa í skarðið ef náttúran skyldi kalla fyrr en áætlað var. Egill mun svo taka við sem trommari Mugison á meðan Arnar er í barneignarfríi. bös Stór hluti landsmanna hefur nú smitast af hesta- bakteríunni og flykkjast landsmenn því til Hellu þar sem landsmót hestamanna fer fram. Reynir Traustason og félagar hans á DV hafa líklega smit- ast af bakteríunni líka því í helgarblaði DV er að finna áhugaverða úttekt yfir helstu skúrka og hetjur villta vestursins þar sem hestamennskan var allsráð- andi. Þetta kallast að hugsa út fyrir boxið. vij Í dag fara fram söngprufur Í Tunglinu fyrir nýja söngkonu í Merzedes Club. Þar sem um mikla ferðahelgi er að ræða kemur til greina að halda aðra slíka í miðri næstu viku, en heyrst hefur að Ólöf Jara Valgeirsdóttir, Verslóstjarnan og dóttir Guð- rúnar Gunnarsdóttur, ætli að spreyta sig. Verður það að teljast kaldhæðni örlaganna, því andað hefur köldu milli Guðrúnar og Merzedes Club...tsk „Nei nei, þú varst ekkert að vekja mig. Ég svaf út í morgun,“ sagði Logi Bergmann Eiðsson rámri röddu, skömmu eftir hádegi í gær, en hann fór 18 holur á 18 mismunandi völlum á 71 höggi á innan við sólarhring, til styrktar MND-félaginu. Heppnaðist mjög vel „Ég var hvað þreyttastur um há- degisbilið á fimmtudaginn, en þreytan vék fyrir spennunni og adrenalíninu sem fylgdi þessu ferðalagi, sérstaklega þegar við fór- um í þyrluna, sem var mjög gam- an,“ sagði Logi þreytulegur. Hann lék með Ragnhildi Sigurð- ardóttur, margföldum Íslands- meistara, gegn Eyfa og Þorsteini Hallgrímssyni, einnig margföldum Íslandsmeistara. Logi tapaði holukeppninni og einnig hárinu, sem var hluti af veð- máli. „Þetta er ekta sveitaklipping, sem ég hef ekki skartað í um 30 ár held ég.“ Loga þótti par þrjú hola á Þing- eyrarvelli skemmtilegust, en Berg- víkin var erfiðust, enda hífandi rok. „Erfiðast var samt að halda dampi, enda leið langur tími á milli hola. En mestar áhyggjur hef ég þó af Eyfa, sem fékk einungis sex tíma svefn áður en hann fór á golfmót í Vestmannaeyjum!“ Söfnunin heldur áfram Samtals hafa safnast um fjórar milljónir fyrir MND-félagið og enn er hægt að leggja sitt af mörk- um og hringja í síma 908 1001 (1000 kr), 908 1003 (3000 kr) og 908 1005 (5000 kr.) traustis@24stundir.is Safnaði fjórum milljónum fyrir MND-félagið Náði takmarkinu en tapaði hárinu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 2 3 9 7 5 8 1 4 7 9 1 8 3 4 6 2 5 4 8 5 1 2 6 7 3 9 5 3 7 2 4 1 9 6 8 8 6 2 7 9 3 5 4 1 9 1 4 5 6 8 2 7 3 1 4 9 6 5 2 3 8 7 2 5 8 3 1 7 4 9 6 3 7 6 4 8 9 1 5 2 a Nei, en þarna gefst fólki tæki- færi til að sjá tímana tvenna! Fornbíladagur á Árbæjarsafni. Tímaskekkja? Guðbrandur Benediktsson er deildarstjóri miðlunar hjá Minjasafni Reykjavíkur, en á sunnudaginn verður forn- bíladagurinn haldinn í Árbæjarsafni.FÓLK 24@24stundir.is fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.