24 stundir - 05.07.2008, Side 12

24 stundir - 05.07.2008, Side 12
12 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Nær hundrað manns stóðu fyrir framan dómsmálaráðuneytið í gær og mótmæltu nauðungarflutningi á ungum Keníamanni, Paul Ramses, til Ítalíu. Honum hefur verið fleygt úr landinu og hans gætu beðið þau örlög að dúsa í flóttamannabúðum á Ítalíu í átján mánuði áður en mál hans yrði tekið upp. Ramses sótti um pólitískt hæli hér á landi en Útlendingastofnun úr- skurðaði að ekki bæri að fjalla um málið þar sem Ramses hefði ítalska vegabréfsáritun. Stjórnvöld skýla sér á bakvið Dyflinnarsamninginn en í frétt 24 stunda í dag segir Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, samninginn mis- notaðan þar sem íslensk stjórnvöld noti hann til að fría sig ábyrgð á mál- um Ramses. Markmið hans sé hins vegar að tryggja að eitthvert ríki taki ákvörðun í málum hælisleitenda. Hver svo sem lögin eru mætti ætla að ítölsk stjórnvöld verði vart ánægð með að fá Ramses í sínar hendur eftir að hann hefur búið hér á landi í tvö ár. Hann starfaði síðast sem uppvaskari á Geysi en í heimalandi sínu vann hann fyrir andspyrnuhreyfingu og hræðist það að verða tekinn af lífi verði hann sendur heim. Í Kenía vann hann að hjálparstarfi fyrir ABC en kaus svo stjórnmálin. Ísland valdi hann af því að hér þekkir hann fólk. Ramses bjó hér ekki einn. Hann á fjölskyldu; eiginkonu og son. Kona hans Odhiambo er hér, eins og hann, ólöglegur innflytjandi og gæti nú farið svo að þeim mæðginum verði einnig vísað úr landinu á næstu dög- um. Það er skiljanlegt að íslensk stjórnvöld opni ekki landið fyrir öllum landlausum mönnum. Hins vegar er sú harða stefna að neita öllum sem hingað leita eftir pólitísku hæli ómannúðleg. Finnst okkur í lagi að líta ekki í pappíra fjölskyldunnar, heldur stía henni í sundur? Líður okkur vel sem þjóð þegar við sendum Ramses til Ítalíu og látum þá ákveða framtíð hans, jafnvel senda hann aftur til Kenía þar sem hann hræð- ist að láta lífið? Stjórnvöld hafa talað fyrir því að hér sé rekin um- burðarlynd stefna gagnvart flóttafólki og innflytjend- um. Meðferðin á Paul Ramses, og fjölskyldu hans er ekki til að styrkja trú fólks á því að stefnan sé í takt við það sem stjórnvöld hafa lagt upp með. Þarf að stía þeim í sundur? Það var á sínum tíma metn- aðarmál að byggja upp og styrkja starfssemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Gott ef það var ekki einmitt Al- þingi sem tók ákvörðun eða a.m.k hvatti til stofnunar svæð- isútvarps og efl- ingu starfstöðva úti um land. Nú boða stjórnendur Ríkiútvarpsins niðurskurð í rekstri og fækkun starfsmanna á svæðisstöðvunum á Ísafirði, Akureyri og Egils- stöðum. Stjórn Ríkisútvarpsins, skipuð að meirihluta fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar, hefur samþykkt þennan niðurskurð fyrir sitt leyti. Jón Bjarnason jonbjarnason.blog.is BLOGGARINN Niðurskurður Annars hefur mál Keníumanns sem vísað var fruntalega úr landi í gær tekið drjúgt af tíma mínum í gær og í dag. Eftir því sem ég frétti meira um málið – bæði af fjöl- miðlum og símtöl- um við þá sem vit hafa á málinu – verður það óskilj- anlegra og skamm- arlegra fyrir okkur Íslendinga. Það er sorglegt til þess að vita að ein ríkasta þjóð í heimi brjóti með þessum hætti mannréttindi og hundsi eðlilega gestrisni af nirfilshætti einum og kreddufestu embættismanna. Næst skilst mér að til standi að veita barni hans fæddu hér á landi og konu sömu meðferð. Bjarni Harðarson bjarnihardar.blog.is Fruntaskapur Er það ekki bara hræsni að vera með áform um að auka framlög til þróunaraðstoðar og taka hér á móti flóttafólki sem býr í flótta- mannabúðum við ömurlegar að- stæður meðan þeim fáu ein- staklingum sem raunverulega leit- ar hingað að eigin frumkvæði er sýnd fyrirlitning af þessu tagi? Út af þessu máli er holur hljómur í yfirlýsingum íslenskra stjórn- valda um að þau láti sér annt um lýðræði, mannúð og mannrétt- indi. Sá holi hljómur er óþolandi af því að vilji þjóðarinnar er ein- lægur í þá veru. Pétur Gunnarsson eyjan.is/hux Fyrirlitning Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Frá og með 15. júlí mega rútur ekki leggja á bílastæði Vegagerð- arinnar við Kerið í Grímsnesi meðan farþegarnir skoða náttúruperluna. Enda er landið eign Kerfélagsins sem líður ekki traðk og spjöll á svæðinu. Ferðamálaráð mótmælir og telur Kerfélagið fara bakdyramegin að því að setja gjaldtöku á ferðamenn, fyrir enga þjónustu. Við Kerið er ekki einn einasti kamar, aðeins bílastæði, stígar og skilti sem Vegagerðin og Ferðamálaráð hafa kostað. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins tók reyndar til þess í viðtali við RÚV að þeir hefðu sjálf- ir lagt vinnu og fé í að koma svæðinu í lag. Nú væri ástand stíga orðið þannig að ekki væri stætt á því lengur að hafa óheftan aðgang ferðamanna. Eigendur vildu fá arð af eign sinni Kerfélagið impraði á því í fyrra við ferðaskrifstof- urnar Kynnisferðir og Allrahanda að landeigendur vildu fá toll af rútufarþegum sem heimsækja Kerið. Í vor kom Kerfélagið til fundar við Ferðaskrifstofunnar til að ræða málið frekar. Þórir Garðarsson hjá Allra- handa segir að eigendur Kersins hafi hvorki minnst á náttúru né umhverfi þegar þeir kynntu kröfur sínar. „Eina krafa landeigenda var að fá greiðslur og arð af eign sinni. Þeir höfðu ekki áhuga á að veita neina þjón- ustu við Kerið og lýstu ekki áhyggjum af umhverfinu. Þetta er aðalatriðið og það er til skriflegt, segir Þórir, en leggur áherslu á að hann ætli sér ekki í neitt stríð við landeigendur. Við erum að fjarlægja upplýsingar um Kerið úr öllum bæklingum okkar og strika það út úr auglýsingum. Við fengum tilkynningu um bannið í síð- ustu viku og það er stuttur fyrirvari til að breyta áætlun sem var ákveðin fyrir löngu.“ Hæpnar forsendur og skammur fyrirvari Eigendur Kersins hafa með arðsemiskröfu sinni brotið blað. Ekki kom fram hvað þeir ætluðu að láta fótatak ferðamanna við Kerið kosta, en giskað er á 3- 500 krónur. Magnaðast við þessa fjáröflun hlýtur þó að vera að Kerfélagið vildi rukka fyrir aðstöðu sem op- inberir aðilar höfðu komið upp. Hvort það er græðgi eða venjuleg hegðun íslenskra bisnessmanna má svo deila um. En þegar ekki gekk að rukka fyrir fótatak og andardrátt við Kerið ákvað Kerfélagið að loka bílastæði Ker og kamrar í ferðamennsku SKÝRING

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.