24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir
Sólveig Arnarsdóttir leikkona bjó lengi í Berlín og þar kviknaði áhugi hennar á umhverf-
ismálum fyrir alvöru. „Þjóðverjar eru miklu meðvitaðri en Íslendingar um flokkun sorps og
almenna umhverfisvernd. Þar þykir sjálfsagt að flokka rusl og við hvert einasta hús í Berlín
eru yfirleitt fimm mismunandi ruslatunnur,“ bendir hún á. Sólveig er mikill náttúruvernd-
arsinni og segist hafa lært að meta íslenska náttúru með því að búa erlendis. „Svo flutti ég
heim og þá var náttúruverndarumræðan hér mikil vegna virkjanaáforma. Það lá dálítið beint
við að ég reyndi að beita mér eitthvað í þeim málum.“ Sjálf segist Sólveig reyna að leggja sitt
af mörkum, þótt hún sé kannski enginn fyrirmyndarborgari. „Ég keyrði bílinn okkar í klessu
fyrir viku og við hjónin höfum ákveðið að vera bíllaus í vetur, enda spörum við líklega 50.000
kr. á mánuði með því móti. Við búum í Þingholtunum og reynum eftir fremsta megni að yf-
irgefa þau aldrei. Síðan eiga allir á heimilinu hjól. Við erum að flytja í pínulítið nýtt hús og
þar er garður og molta, þannig að ég ætla að koma öllum lífrænum úrgangi í hana. Ég sortera
líka dósir og blöð en held að það geri eiginlega allir. Þetta er allt í áttina! Það mætti kannski
vera með fleiri endurvinnslutunnur inni í hverfunum. Það er ákveðinn tvískinnungur fólg-
inn í því að safna rusli – og keyra svo með það í Sorpu. Og þá er kannski lokað. Því einfaldari
sem hlutirnir eru gerðir fyrir okkur þeim mun meiri líkur eru á að við tökum þátt.“
Sólveig Arnarsdóttir
Leikkona.
Þjóðverjar meðvitaðri en Íslendingar
„Ég er alls ekki nógu græn og væn. Þó er
reyndar sáluhjálparatriði fyrir mig að henda
aldrei rusli nema í þar til gerð ílát. Ef ekkert
slíkt er innan seilingar geymi ég ruslið þar til
ég finn öskutunnu. Þetta er mér mikið hjart-
ans mál og ég verð sjóðbullandi reið ef ég sé
fólk nota götur og torg sem ruslafötur. Hvað
þá guðsgræna náttúruna.
Ég reyni líka að hafa í huga að íslenska vatn-
ið er ómetanleg auðlind sem okkur ber að
varðveita. Það er langt síðan ég hætti að láta
vatn renna úr krananum á meðan ég tann-
bursta mig. Ég bleyti burstann bara í upphafi
og þríf hann í lokin – og spara þannig dýr-
mæta dropa. Einnig spara ég vatn með því
að eiga alltaf stóra könnu með kranavatni í
ísskápnum. Þá þarf ég ekki að láta renna
lengi til að fá kaldan svaladrykk. Og ekki
hlaðast tómar gosflöskur upp í bílskúrnum.
Áður henti ég gömlum dagblöðum í skottið
á bílnum og þegar það var orðið smekkfullt
leitaði ég uppi endurvinnslugám. En síðast-
liðinn vetur pantaði ég bláa endur-
vinnslutunnu og nú fyllist bíllinn ekki leng-
ur af blöðum. Bílinn nota ég annars fremur
lítið. Ég vinn heima hjá mér við skriftir og
get því trítlað á inniskónum í vinnuna.“
Jónína Leósdóttir
Rithöfundur.
Grænar
játningar
Umhverfismál eru Óskari Jónassyni leik-
stjóra mjög hugleikin. „Þetta ótrúlega magn
af umbúðum fer mjög í taugarnar á mér. Það
eru þrefaldar umbúðir utan um nánast allt.
Við erum með endurvinnslutunnu, flokkum
í hana og reynum þannig að sýna lit. En ég
held að vandamálið sé rótgrónara. Allt þetta
plast, pappír og drasl utan um vörurnar sem
skiptir engu máli en skapar gríðarlega meng-
un, bæði í framleiðslu og við förgun. Það
þarf að endurhugsa hvernig við fáum vöruna
í hendur. Hvort allt þurfi að vera svona mik-
ið plastað og pakkað. Allar þessar litlu ein-
ingar skapa svo mikið rusl. Hugsaðu þér t.d.
hlutföllin á milli innihalds og umbúða í ein-
um LGG-brúsa! Manni er ekki boðið upp á
annað í verslunum,“ segir Óskar.
Hann tekur hjólið yfirleitt fram yfir bílinn,
sem er auðvitað afskaplega umhverfisvænt.
„Mér leiðist að vera í bíl, verð bara bílveikur
og fæ hausverk. Ég reyni því að hjóla allt sem
ég get. Við eigum þrjú börn og þurfum líka
að nota bíl en við eigum aftanívagn fyrir
börnin sem við festum aftan á hjólin. Svo
eru hjólreiðar svo góð líkamsrækt!“
Óskar Jónasson
Leikstjóri.
Þrefaldar umbúðir
utan um allt
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf-
isráðherra býr í fjölbýlishúsi í Garðabæ, þar
sem aðeins bjóðast svartar tunnur. „Við höf-
um rætt það nágrannarnir að koma okkur
upp sameiginlegu kerfi sem myndi gera lífið
þægilegt fyrir alla. En þangað til gerir hver
þetta fyrir sig. Ég flokka gler, plast og dósir,
fer með blöð og pappafernur í Sorpu og þar
fram eftir götunum. Þetta sem flestir eru að
reyna að gera. Síðan finnst mér skipta máli
að nota hreinsiefni sem eru framleidd með
tilliti til umhverfisins. Það er einfalt mál að
velja efni sem eru umhverfismerkt, t.d. með
Svaninum. Ég reyni að vera ábyrgur neyt-
andi og sniðganga vörur sem ég veit ekki
hvaðan koma. Við þurfum að gera þær kröf-
ur til framleiðenda að geta gengið úr skugga
um upprunann, að varningurinn sé fram-
leiddur við ákjósanlegar aðstæður og barna-
þrælkun komi hvergi við sögu,“ segir Þór-
unn. Hún segist ekki alveg nógu dugleg að
skilja ráðherrabílinn eftir heima en það er
svokallaður tvinnbíll sem gengur fyrir raf-
magni og olíu og eyðir því litlu. „Ég hef alltaf
verið nokkuð dugleg að ganga styttri vega-
lengdir en ég viðurkenni að ég þarf að taka
mig á í hjólaferðunum.“
Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir Umhverfisráðherra.
Þarf að taka mig
á í hjólreiðunum
„Heima hjá mér er það eiginmaðurinn sem
hefur á okkur aga og sér til þess að í grænu
tunnuna fari allur pappír sem til fellur og
fernur undan mjólk og safa,“ segir Oddný
Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði. „Dósir og
flöskur höfum við flokkað í mörg ár og á
meðan að unglingar voru á heimilinu kom
sér vel fyrir þá að fá yfirráðaréttinn yfir þeim
hluta úrgangsins og koma í verð. Við förum
líka með grasið af blettinum okkar upp í
heiði eftir hvern slátt og leggjum þannig
okkar af mörkum við að græða upp heiðina
fyrir ofan bæinn. Ég hjóla stundum í vinn-
una en starfsins vegna þarf ég að vera mikið
á bíl. Það er reyndar gagnlegt fyrir mig sem
bæjarstjóra að hjóla um bæinn. Umhverf-
issjónarmið ráða þar ekki beint ferðinni
heldur fæst með því annað og betra sjón-
arhorn en út um bílrúðuna. Í vetur hafa
börnin í Garðinum haft áhrif á mig og aðra
bæjarbúa varðandi umhverfismálin því bæði
leikskólinn og grunnskólinn náðu þeim ár-
angri að draga Grænfánann að húni. Fán-
arnir blakta hér í fersku vindunum í Garð-
inum og minna okkur á umhverfismálin og
hvetja bæjarbúa til góðra verka á því sviði.“
Oddný Harðardóttir
Bæjarstjóri í Garði.
Bæjarstjóri
á hjóli
Þegar hjartað
verður grænt
Ertu fyrirmyndarborgari þegar kemur að umhverfismálum?
Flokkarðu áldósir og mjólkurfernur samviskusamlega og skilar
þeim á næstu endurvinnslustöð? Endurnýtirðu gjafapappír og
hjólarðu í vinnuna? Eða ertu alltaf á leiðinni að fara að gera eitt-
hvað í þessu? Það er bara svo lítill tími alltaf. Svo takmarkað pláss
í íbúðinni. Svo vont veður á þessu landi. Svo þægilegt að henda
bara öllu draslinu út í tunnu, keyra þessa 200 metra út í búð og
kaupa eitthvað tilbúið í frauðbakka. Hér lýsa fimm fyrirmynd-
arborgarar því hvernig þeir leggja sitt af mörkum til að stuðla að
grænni og vænni veröld.
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Allar þessar litlu einingar skapa svo mikið
rusl. Hugsaðu þér t.d. hlutföllin milli innihalds
og umbúða í einum LGG-brúsa!
spjallið